Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá lauk leik T-12 á Ron Moore mótinu
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, og golflið hennar Fresno State í bandaríska háskólagolfinu léku nú um helgina Ron Moore Women´s Intercollegiate, en mótið fór fram í Highlands Ranch golfklúbbnum í Littleton, Colorado. Þátttakendur voru 102 frá 18 háskólum og mótið stóð dagana 7.-9. október 2016. Guðrún Brá lék samtals á 1 yfir pari, 217 höggum (75 73 69) og lék sífellt betur eftir því sem leið á mótið. Á stórglæsilegum lokahring sínum upp á 3 undir pari, 69 högg fékk Guðrún Brá 5 fugla, 11 pör og 2 skolla! Guðrún Brá lauk keppni T-12 í einstaklingskeppninni, þ.e. deildi 12. sætinu með 6 öðrum kylfingum. Til þess að sjá lokastöðuna á Ron Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur B. Sveinsson – 9. október 2016
Afmæliskylfingur dagsins er Guðlaugur B. Sveinsson, læknir. Guðlaugur er fæddur 9. október 1959 og er því 57 ára í dag. Guðlaugur er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og duglegur að taka þátt í opnum mótum. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: John Panton f. 9. október 1916 – d. 24. júlí 2009; Sigríður Elín Þórðardóttir, GSS, 9. október 1960; Annika Sörenstam, 9. október 1970. Golf 1 óskar afmæliskylfingunum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
Neil Lennon stjóri Hibernians fékk ás!
Neil Lennon framkvæmdastjóri Hibernians í skosku deildinni, sem áður m.a. stjórnaði Celtics fór holu í höggi nú nýverið. Líkurnar á að fara holu í höggi eru 12.500 á móti einum; en Lennon náði draumahögginu í Kilspindie golfklúbbnum í Aberlady, East Lothian. Umboðsmaður Lennon og náinn vinur Martin Reilly upplýsti: „Ég frétti af þessu u.þ.b. 10 mínútum eftir að ásinn var staðreynd – hann gerði sér far um að hringja í mig!“ „Hann er svolítið ólíkindatól sem kylfingur. Hann hefir verið ansi nálægt þessu nokkrum sinnum þannig að þetta kom ekki á óvart.“ „Hann spilar ekki golf þarna venjulega. Vinur hans bauð honum og hann gaf honum svo sannarlega eitthvað til að minnast; hann Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2016: Megan Khang (44/49)
Lokaúrtökumót LPGA, m.ö.o Q-school LPGA fór fram 30. nóvember – 6. desember 2015. Mótið fór venju skv. fram á LPGA International á Daytona Beach í Flórída. Tuttugu stúlkur hlutu kortið sitt á LPGA í gegnum Q-school og þær sem urðu í 21. – 45 + þ.e., þær sem urðu í 21.-45. sæti eða jafnar í síðarnefnda sætinu hlutu takmarkaðan þátttökurétt í mótum LPGA. Alls hlutu 49 stúlkur þátttökurétt á LPGA; 20 fullan þátttökurétt og 29 takmarkaðan. Alls hafa 43 stúlkur verið kynntar og nú er komið að þeim tveimur sem deildu 6. sætinu; Cydney Clanton og Megan Khang. Cydney Clanton hefir þegar verið kynnt og nú er komið að Megan Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Aron, Ragnar og Louisiana T-7 á David Toms e. 1. dag
Aron Júlíusson, GKG og Ragnar Már Garðarsson, GKG og The Ragin Cajuns, golflið Louisiana taka þátt í David Toms Intercollegiate, en mótið fer fram í Baton Rouge, Louisiana. Spilaðir eru 3 hringir á 2 dögum, 8.-9. október 2016 og verður því lokahringurinn leikinn í kvöld. Þátttakendur eru 78 frá 14 háskólum. Eftir fyrstu tvo hringina er Aron búinn að standa sig best í liði Louisiana, hefir leikið á samtals 7 yfir pari, 151 höggi (77 74) og er T-24. Ragnar Már lék fyrstu tvo hringina á samtals 9 yfir pari, 153 höggum (78 75) og er T-33. Golflið Louisiana, The Ragin Cajuns er T-7 fyrir lokahringinn í liðakeppninni. Til þess Lesa meira
LPGA: Ha Na Jang sigraði á Fubon Taiwan LPGA Championship
Það var Ha Na Jang frá Suður-Kóreu sem sigraði á Fubon Taiwan LPGA Championship. Jang var með 6 högga forystu fyrir lokahringinn en Shanshan Feng frá Kína gerði harða atlögu að Jang og náði að minnka muninn í 1 högg. Samtals lék Ha Na Jang á 17 undir pari, 271 höggi (69 69 62 71). Feng lék á 16 undir pari, 272 höggum (70 69 67 66) og dugði glæsilokahringur Feng upp á 6 undir pari, 66 högg ekki til sigurs. Þriðja sætinu deildu Brooke Henderson og Hyo Joo Kim frá Suður-Kóreu á samtals 10 undir pari, hvor. Sjá má lokastöðuna á Fubon Taiwan LPGA Championship með því að SMELLA HÉR:
Evróputúrinn: Snedeker sigraði á Fiji Int.
Bandaríkjamaðurinn og Ryder Cup leikamaðurinn Brandt Snedeker sigraði á öðru móti Evrópumótaraðarinnar þessa vikuna, Fiji International, en tvö mót fara fram á vegum Evróputúrsins nú í vikunni (hitt er auðvitað Alfred Dunhill Links). Þetta er fyrsti sigur hins 35 ára Snedeker, sem er nr. 23 á heimslistanum, á Evróputúrnum. Snedeker hafði 3 högga forystu á þann sem var í 2. sæti fyrir lokanringinn og kláraði mótið með hring upp á 68 og samtals 16 undir pari. Samtals lék Snedeker á 16 undir pari, 272 höggum (69 65 70 68) og átti 9 högg á þann sem varð í 2. sæti, Michael Hendry frá Nýja-Sjálandi, sem lék samtals á 7 undir pari, Lesa meira
15 kynþokkafyllstu karlkylfingarnir 2016
Vegna birtingar Golf 1 á grein um 15 kynþokkafyllstu kvenkylfingana 2016 hafa komið fram athugasemdir um hvað kynþokki hafi yfirleitt með golf að gera? Nú bestu kylfingarnir, líkt og aðrir toppíþróttamenn eru í góðu formi, sem þykir kynþokkafullt og því ætti að vera eftirsóknavert að spila golf. Bestu kylfingarnir sýna líka ákveðna getu eða hæfni, sem einnig þykir aðlaðandi og er kynþokkafullt. Golf 1 hafa nú í kvöld borist nokkrar áskoranir um að birta samsvarandi grein um kynþokkafyllstu karlkylfingana og verður hér svo gert í anda jafnréttis. Þegar leitað er á vefnum að efni um myndarlegustu eða kynþokkafyllstu karlmennina 2016 þá er fátt um efni nema neðangreint meðfylgjandi myndskeið, sem Lesa meira
15 kynþokkafyllstu kvenkylfingar ársins 2016
Vefsíðan Sportster hefir tekið saman, þær sem að þess áliti eru 15 kynþokkafyllstu kvenkylfingar ársins 2016. Ár eftir ár hefir Blair O´Neal verið valin sú kynþokkafyllsta, en í ár dettur hún af stallinum. Nýliði hefir tekið sæti O´Neal, þótt skiptar skoðanir séu nú á því, Kathleen Ekey. Athygli vekur hversu lítil endurnýjun er á listanum og þeir sem taka þá saman e.t.v. ekki nógu vel að sér um alla nýju kynþokkafullu nýliðana í kvennagolfinu. M.a.s. Natalie Gulbis er á listanum þó tveir þeir þaulsætnustu séu ekki þar á meðal í ár þ.e. hin bandaríska Michelle Wie og Anna Rawson frá Ástralíu. En sitt sýnist hverjum. Sjá má samantekt Sportster með því Lesa meira
Meistaramótin 2016 – Hvaða klúbbar stóðu fyrir meistaramótum og hverjir ekki?
Á Íslandi í dag eru 62 golfklúbbar. Af þeim héldu 45 golfklúbbar meistaramót sumarið og haustið 2016, en 17 klúbbar ekki. Síðasti golfklúbbur til að halda meistaramót sitt í ár var Golfklúbbur Brautarholts en meistaramót þar var haldið 9.-10. september s.l. Alls eru 72,5% allra golfklúbba á Íslandi sem halda meistaramót. Í ár, 2016, var fjölgun um 1 klúbb, sem hélt meistaramót frá því í fyrra, 2015, en þá héldu 44 golfklúbbar meistaramót. Sjá má meistaramótstölfræði Golf 1 frá því í fyrra, 2015, með því að SMELLA HÉR: Hefð er að skipta golfklúbbum eftir landshlutum og ef skoðað er hvar flest meistaramót fóru fram þá hafa höfuðborgarsvæðið og Reykjanes vinninginn, Lesa meira










