Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2016 | 07:30

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá lauk leik T-12 á Ron Moore mótinu

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, og golflið hennar Fresno State í bandaríska háskólagolfinu léku nú um helgina Ron Moore Women´s Intercollegiate, en mótið fór fram í Highlands Ranch golfklúbbnum í Littleton, Colorado. Þátttakendur voru 102 frá 18 háskólum og mótið stóð dagana 7.-9. október 2016. Guðrún Brá lék samtals á 1 yfir pari, 217 höggum (75 73 69) og lék sífellt betur eftir því sem leið á mótið. Á stórglæsilegum lokahring sínum upp á 3 undir pari, 69 högg fékk Guðrún Brá 5 fugla, 11 pör og 2 skolla! Guðrún Brá lauk keppni T-12 í einstaklingskeppninni, þ.e. deildi 12. sætinu með 6 öðrum kylfingum. Til þess að sjá lokastöðuna á Ron Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur B. Sveinsson – 9. október 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Guðlaugur B. Sveinsson, læknir. Guðlaugur er fæddur 9. október 1959 og er því 57 ára í dag. Guðlaugur er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og duglegur að taka þátt í opnum mótum. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: John Panton f. 9. október 1916 – d. 24. júlí 2009; Sigríður Elín Þórðardóttir, GSS, 9. október 1960; Annika Sörenstam, 9. október 1970. Golf 1 óskar afmæliskylfingunum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2016 | 14:45

Neil Lennon stjóri Hibernians fékk ás!

Neil Lennon framkvæmdastjóri Hibernians í skosku deildinni, sem áður m.a. stjórnaði Celtics fór holu í höggi nú nýverið. Líkurnar á að fara holu í höggi eru 12.500 á móti einum; en Lennon náði draumahögginu í Kilspindie golfklúbbnum í  Aberlady, East Lothian. Umboðsmaður Lennon og náinn vinur Martin Reilly upplýsti: „Ég frétti af þessu u.þ.b. 10 mínútum eftir að ásinn var staðreynd – hann gerði sér far um að hringja í mig!“ „Hann er svolítið ólíkindatól sem kylfingur. Hann hefir verið ansi nálægt þessu nokkrum sinnum þannig að þetta kom ekki á óvart.“ „Hann spilar ekki golf þarna venjulega. Vinur hans bauð honum og hann gaf honum svo sannarlega eitthvað til að minnast; hann Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2016 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2016: Megan Khang (44/49)

Lokaúrtökumót LPGA, m.ö.o Q-school LPGA fór fram 30. nóvember – 6. desember 2015. Mótið fór venju skv. fram á LPGA International á Daytona Beach í Flórída. Tuttugu stúlkur hlutu kortið sitt á LPGA í gegnum Q-school og þær sem urðu í 21. – 45 + þ.e., þær sem urðu í 21.-45. sæti eða jafnar í síðarnefnda sætinu hlutu takmarkaðan þátttökurétt í mótum LPGA. Alls hlutu 49 stúlkur þátttökurétt á LPGA; 20 fullan þátttökurétt og 29 takmarkaðan. Alls hafa 43 stúlkur verið kynntar og nú er komið að þeim tveimur sem deildu 6. sætinu; Cydney Clanton og Megan Khang. Cydney Clanton hefir þegar verið kynnt og nú er komið að Megan Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2016 | 13:00

Bandaríska háskólagolfið: Aron, Ragnar og Louisiana T-7 á David Toms e. 1. dag

Aron Júlíusson, GKG og Ragnar Már Garðarsson, GKG og The Ragin Cajuns, golflið Louisiana taka þátt í David Toms Intercollegiate, en mótið fer fram í Baton Rouge, Louisiana. Spilaðir eru 3 hringir á 2 dögum, 8.-9. október 2016 og verður því lokahringurinn leikinn í kvöld. Þátttakendur eru 78 frá 14 háskólum. Eftir fyrstu tvo hringina er Aron búinn að standa sig best í liði Louisiana, hefir leikið á samtals 7 yfir pari, 151 höggi (77 74) og er T-24. Ragnar Már lék fyrstu tvo hringina á samtals 9 yfir pari, 153 höggum (78 75) og er T-33. Golflið Louisiana, The Ragin Cajuns er T-7 fyrir lokahringinn í liðakeppninni. Til þess Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2016 | 08:15

LPGA: Ha Na Jang sigraði á Fubon Taiwan LPGA Championship

Það var Ha Na Jang frá Suður-Kóreu sem sigraði á Fubon Taiwan LPGA Championship. Jang var með 6 högga forystu fyrir lokahringinn en Shanshan Feng frá Kína gerði harða atlögu að Jang og náði að minnka muninn í 1 högg. Samtals lék Ha Na Jang á 17 undir pari, 271 höggi (69 69 62 71).  Feng lék á 16 undir pari, 272 höggum (70 69 67 66) og dugði glæsilokahringur Feng upp á 6 undir pari, 66 högg ekki til sigurs. Þriðja sætinu deildu Brooke Henderson og Hyo Joo Kim frá Suður-Kóreu á samtals 10 undir pari, hvor. Sjá má lokastöðuna á Fubon Taiwan LPGA Championship með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2016 | 08:00

Evróputúrinn: Snedeker sigraði á Fiji Int.

Bandaríkjamaðurinn og Ryder Cup leikamaðurinn Brandt Snedeker sigraði á öðru móti Evrópumótaraðarinnar þessa vikuna, Fiji International, en tvö mót fara fram á vegum Evróputúrsins nú í vikunni (hitt er auðvitað Alfred Dunhill Links). Þetta er fyrsti sigur hins 35 ára Snedeker, sem er nr. 23 á heimslistanum, á Evróputúrnum. Snedeker hafði 3 högga forystu á þann sem var í 2. sæti fyrir lokanringinn og kláraði mótið með hring upp á 68 og samtals 16 undir pari. Samtals lék Snedeker á 16 undir pari, 272 höggum (69 65 70 68) og átti 9 högg á þann sem varð í 2. sæti, Michael Hendry frá Nýja-Sjálandi, sem lék samtals á 7 undir pari, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2016 | 21:00

15 kynþokkafyllstu karlkylfingarnir 2016

Vegna birtingar Golf 1 á grein um 15 kynþokkafyllstu kvenkylfingana 2016 hafa komið fram athugasemdir um hvað kynþokki hafi yfirleitt með golf að gera? Nú bestu kylfingarnir, líkt og aðrir toppíþróttamenn eru í góðu formi, sem þykir kynþokkafullt og því ætti að vera eftirsóknavert að spila golf.   Bestu kylfingarnir sýna líka ákveðna getu eða hæfni, sem einnig þykir aðlaðandi og er kynþokkafullt. Golf 1 hafa nú í kvöld borist nokkrar áskoranir um að birta samsvarandi grein um kynþokkafyllstu karlkylfingana og verður hér svo gert  í anda jafnréttis. Þegar leitað er á vefnum að efni um myndarlegustu eða kynþokkafyllstu karlmennina 2016 þá er fátt um efni nema neðangreint meðfylgjandi myndskeið, sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2016 | 19:45

15 kynþokkafyllstu kvenkylfingar ársins 2016

Vefsíðan Sportster hefir tekið saman, þær sem að þess áliti eru 15 kynþokkafyllstu kvenkylfingar ársins 2016. Ár eftir ár hefir Blair O´Neal verið valin sú kynþokkafyllsta, en í ár dettur hún af stallinum. Nýliði hefir tekið sæti O´Neal, þótt skiptar skoðanir séu nú á því, Kathleen Ekey. Athygli vekur hversu lítil endurnýjun er á listanum og þeir sem taka þá saman e.t.v. ekki nógu vel að sér um alla nýju kynþokkafullu nýliðana í kvennagolfinu. M.a.s. Natalie Gulbis er á listanum þó tveir þeir þaulsætnustu séu ekki þar á meðal í ár þ.e. hin bandaríska Michelle Wie og Anna Rawson frá Ástralíu. En sitt sýnist hverjum. Sjá má samantekt Sportster með því Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2016 | 19:15

Meistaramótin 2016 – Hvaða klúbbar stóðu fyrir meistaramótum og hverjir ekki?

Á Íslandi í dag eru 62 golfklúbbar. Af þeim héldu 45 golfklúbbar meistaramót sumarið og haustið 2016, en 17 klúbbar ekki. Síðasti golfklúbbur til að halda meistaramót sitt í ár var Golfklúbbur Brautarholts en meistaramót þar var haldið 9.-10.  september s.l. Alls eru 72,5% allra golfklúbba á Íslandi sem halda meistaramót.  Í ár, 2016, var fjölgun um 1 klúbb, sem hélt meistaramót frá því í fyrra, 2015, en þá héldu 44 golfklúbbar meistaramót.  Sjá má meistaramótstölfræði Golf 1 frá því í fyrra, 2015, með því að SMELLA HÉR:  Hefð er að skipta golfklúbbum eftir landshlutum og ef skoðað er hvar flest meistaramót fóru fram þá hafa höfuðborgarsvæðið og Reykjanes vinninginn, Lesa meira