LET Access: Valdís Þóra T-3 e. 1. dag í Tékklandi
Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, tekur þátt í Foxconn Czech Ladies Challenge, en mótið er hluti af LET Access mótaröðinni. Mótið stendur daganna 22.-24. júní 2017 og fer fram í Casa Serena golfklúbbnum, í Kutná Hora, í Tékklandi. Valdís Þóra lék 1. hring á glæsilegum 3 undir pari, 68 höggum, þar sem hún fékk 5 fugla og 2 skolla. Valdís Þóra er T-3 eftir 1. keppnisdag, þ.e. deilir 3. sætinu með 5 öðrum kylfingum. Til þess að sjá stöðuna á Foxconn Czech Ladies Challenge SMELLIÐ HÉR:
Nordic Golf League: Axel lauk keppni T-13 í Noregi
Axel Bóasson, GK, tók þátt í Borre Open, sem fram fór í golfklúbbi Borre, í Horten, Noregi. Mótið er hluti af Nordic Golf League og fór fram dagana 20.-22. júní 2017 og lauk því í dag. Axel lauk keppni á samtals 8 undir pari, 211 höggum (70 68 73) og deildi 13. sæti með 2 öðrum kylfingum, þ.e. varð T-13 af þeim 56, sem komust í gegnum niðurskurð. Andri Þór Björnsson, GR, tók einnig þátt í mótinu. Hann komst í gegnum niðurskurð og varð í 47. sæti á samtals 3 yfir pari. Sigurvegari mótsins var Per Längfors frá Svíþjóð á samtals 12 undir pari. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR Haraldur Franklín Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Gauti Grétarsson – 22. júní 2017
Afmæliskylfingur dagsins er Gauti Grétarsson. Gauti er fæddur 22. júní 1960 og á því 57 ára afmæli í dag!!! Gauta þarf ekki að kynna fyrir neinum. Hann er í NK. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Gauti Grétarsson, NK (57 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Kristinn J. Gíslason, GR, 22. júní 1952 (65 ára); Símon Sigurbjörnsson, 22. júní 1958 (59 ára) Axel Rudolfsson, GR, 22. júní 1963 (54 ára); Daníel Helgason, 22. júní 1964 (53 ára); Julio Cesar Zapata, 22. júlí 1976 (41 árs); Notað Ekki Lesa meira
LPGA: Ólafía Þórunn hefur leik kl. 13:03 á morgun á Wallmart NW Arkansas Championship
Ólafía „okkar“ Þórunn Kristinsdóttir tekur þátt í 11. LPGA móti sínu í dag en það er Wallmart NW Arkansas Championship. Mótið fer fram í Rogers, Arkansas og á Ólafía Þórunn rástíma kl. 8:03 að staðartíma (kl. 13:03 að íslenskum tíma) á morgun, föstudaginn 23. júní, en mótið stendur 23.-25. júní 2017. Ólafía er í ráshóp með Minu Harigae frá Bandaríkjunum (sjá kynningu Golf 1 á Minu með því að SMELLA HÉR:) og danska kylfingnum Therese O´Hara (sjá kynningu Golf1 á Therese með því að SMELLA HÉR:) Ólafía Þórunn hefir 4 sinnum komist í gegnum niðurskurð af þeim 10 LPGA mótum, sem hún hefir tekið þátt í. Ólafía Þórunn hefir verið Lesa meira
GK: Arnór Ingi á besta skorinu á Opna Subway
Opna Subway mótið var haldið á Þjóðhátíðardegi Íslendinga, 17. júní 2017 og er þetta mót búið að vera lengi á mótaskrá Keilis og er mótið alltaf jafn glæsilegt. Allir þáttakendur fengu bolta, drykk og frímiða á Subway og að sjálfsögðu heimavöll Íslandsmótsins í golfi 2017 til að kljást við. Glæsileg verðlaun voru í boði fyrir besta skor í höggleik og 5 efstu í punktakeppni. Balli ræsir keyrði svo út fullt af aukaverðlaunum, sem voru í boði. Golfklúbburinn Keilir vill þakka Subway á Íslandi fyrir að styrkja þetta mót með glæsilegum vinningum og nándarverðlaunum. SUBWAY® er alþjóðleg keðja með yfir 40 þúsund veitingastaði í rúmlega 100 löndum. Stjarnan ehf. rekur 23 Subway Lesa meira
Upphafið að samstarfi Bones og Phil
Flestir kylfingar vita að Phil Mickelson og Jim „Bones“ Mackay hafa verið kylfings-kylfubera teymi allt frá árinu 1992 eða í 25 ár og því finnst mörgum undarlegt að samstarfi þeirra skuli nú vera að ljúka. Hins vegar ber að líta á það að Bones hefir ekki alveg gengið heill til skógar, þó ekki hafi það verið gefið upp sem ástæða aðskilnaðs þeirra, sem að öllu leyti virðist vera í mesta vinskap. Bones gekkst m.a. undir tvöfalda hnjáskiptaaðgerð í lok 2016 og ekki hefir komið fram hvernig eða hvort hann hefir algerlega náð sér eftir hana – Sjá m.a. grein Golf 1 þar um með því að SMELLA HÉR: Það sem Lesa meira
Ástæður þess að upp úr samstarfi Phil og Bones slitnaði
Phil Mickelson hefir ákveðið að ljúka samstarfi sínu til 25 ára við kylfusvein sinn Jim ‘Bones‘ Mackay. Með Mackay á pokanum hefir Mickelson unnið 5 risamótstitla og 41 titil á PGA Tour. Það kemur því verulega á óvart að þeir báðir hafi ákveðið að skilja að skiptum. Skv. Mickelson, var ákvörðunin um að ljúka samstarfinu sameiginleg og héðan í frá mun Tim, bróðir Phil, vera á pokanum hjá honum. Aðspurður um ákvörðunina að ljúka samstarfinu við Bones, þá sagði Phil að það hafi ekki verið ákvörðun, sem auðvelt hafi verið að taka. „Ákvörðun okkar byggist ekki á einhverju einu tilviki. Bones er sá kylfusveinn, sem hefir mestu þekkinguna og gefur sig mest af Lesa meira
Gísli úr leik
Gísli Sveinbergsson, GK, lék í 32 manna úrslitum í holukeppnishluta Opna breska áhugamannamótsins. Eftir 1. dag mótsins var Gísli á stórglæsilegu skori 64 höggum og í 1. sæti, en eftir annan keppnisdag og hring upp á 73 högg var Gísli T-11. Hann fór beint í 32 manna úrslitin og þar mætti hann enska kylfingnum George Baylis. Baylis vann í viðureign þeirra 5&4 og er Gísli því úr leik. Því miður fær Gísli þar með ekki þátttökurétt á Opna breska risamótið, sem hefði verið stórkostlegt tækifæri fyrir hann. Sjá má stöðuna á Opna breska áhugamannamótinu með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Ragnhildur Sigurðardóttir – 21. júní 2017
Afmæliskylfingur dagsins er Ragnhildur Sigurðardóttir, GR. Ragnhildur er fædd 21. júní 1970. Ragnhildur er margfaldur Íslandsmeistari í golfi og jafnframt margfaldur klúbbmeistari GR og hin síðari ár þekkt sem einn besti golfkennari Íslands. Hún er í sambandi með Jóni Andra Finnssyni og á þrjár dætur Hildi Kristínu, Lilju og Söru Líf (dóttir Jóns Andra). Hér má sjá eldra viðtal Golf1 við Ragnhildi með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Ragnhildur Sigurðardóttir – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Hrund Þórarinsdóttir, 21. júní 1967 (50 ára STÓRAFMÆLI); Lesa meira
Gísli Sveinbergs flaug beint í 32 manna úrslitin
Gísli Sveinbergsson úr Keili keppir eftir hádegi í dag í 2. umferð holukeppninnar á Opna breska áhugamannamótinu. Gísli endaði í 11.-18. sæti eftir höggleikinn þar sem hann lék á -5 samtals á tveimur hringjum. Gísli var efstur eftir fyrsta keppnisdaginn þar sem hann setti nýtt vallarmet á Princes vellinum, en hann lék á 64 höggum eða -8. Á öðrum hringnum lék Gísli á Royal St. George’s vellinum og þar lék hann á +3 eða 73 höggum. Henning Darri Þórðarson úr Keili endaði í 183. sæti á +5 samtals (71-76) 147 högg. Rúnar Arnórsson, einnig úr Keili, endaði í 139. sæti en hann lék frábært golf á öðrum keppnisdeginum og fór Lesa meira










