Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur T-32 e. 1. dag Prague Golf Challenge
Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, tekur þátt í Prague Golf Challenge, en mótið er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu. Mótið fer fram dagana 6.-9. júlí 2017 í höfuðborg Tékklands, Prag. Birgir Leifur lék 1. hring á 3 undir pari, 69 höggum og er T-32. Á hringnum fékk Birgir Leifur 1 örn, 3 fugla, 13 pör og 1 skramba. Í efsta sæti eftir 1. dag er Rourke Van Der Spuy frá S-Afríku á 8 undir pari, 64 höggum. Til þess að sjá stöðuna á Prague Golf Challenge SMELLIÐ HÉR:
Nordic Golf League: Axel og Andri Þór T-1 e. 1. dag á Lannalodge mótinu í Svíþjóð!!!
Þrír íslenskir kylfingar, þeir Andri Þór Björnsson, GR; Axel Bóasson, GK og Ólafur Björn Loftsson, GKG hófu keppni í dag á Lannalodge mótinu, sem er hluti af Nordic Golf League mótaröðinni. Mótið fer fram í Lannalodge Golfresort dagana 6.-8. júlí 2017. Eftir 1. dag deila þeir Andri Þór og Axel efsta sætinu í mótinu; léku báðir á stórglæsilegum 5 undir pari, 65 höggum!!!! Hringurinn spilaðist svipað hjá þeim Andri Þór og Axel; báðir fengu 1 örn, 4 fugla, 12 pör og 1 óþarfa skolla. Ólafur Björn er T-30 á 1 yfir pari, 71 höggi! Frábær árangur hjá íslensku keppendunum!!! Til þess að sjá stöðuna á Lannalodge mótinu SMELLIÐ HÉR:
PGA: Sebastian Muñoz frá Kólombíu efstur á Greenbrier Classic – Hápunktar 1. dags
Það er Sebastian Muñoz frá Kólombíu, sem er efstur á Greenbrier Classic eftir 1. keppnisdag. Muñoz lék 1. hring á 9 undir pari, 61 höggi. Í 2. sæti er Davis Love III, 2 höggum á eftir og 3. sætinu deila 6 kylfingar, þ.á.m. Danny Lee, og David Lingmerth, sem allir hafa spilað á 6 undir pari, 64 höggum. Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Greenbrier Classic SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá stöðuna á Greenbrier Classic eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR:
Valdís Þóra með á Opna bandaríska kvenrisamótinu!!!
Valdís Þóra Jónsdóttir atvinnukylfingur úr Leyni á Akranesi hefur fengið það staðfest að hún fái keppnisrétt á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi. Mótið er eitt af fimm risamótum hvers árs og verður Valdís Þóra á meðal keppenda. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR lék um s.l. helgi á KPMG PGA meistaramótinu og var þar með fyrsti íslenski kylfingurinn til þess að leika á einu af risamótinu í atvinnugolfinu. Valdís Þóra verður önnur til þess að afreka slíkt frá Íslandi. Valdís Þóra var fyrst á biðlista inn í mótið eftir að hafa náð frábærum árangri á erfiðu úrtökumóti á Englandi nýverið. Þar féll hún úr leik í bráðabana um laus sæti en Lesa meira
Evróputúrinn: Im og Herbert efstir á Opna írska – Hápunktar 1. dags
Það eru þeir Daníel Im frá Bandaríkjunum og Benjamin Herbert frá Frakklandi sem eru í forystu eftir 1. dag Dubai Duty Free Irish Open Hosted by the Rory Foundation. Mótið fer fram á Portstewart GC á N-Írlandi. Þeir hafa báðir spilað á 8 undir pari, 64 höggum. Þriðja sætinu deila þeir Jon Rahm, frá Spáni og Englendingarnir Matthew Southgate og Oliver Fisher; allir á 7 undir pari, 65 höggum. Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Opna írska SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá stöðuna á Opna eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Þóra Kristín Ragnarsdóttir – 6. júlí 2017
Afmæliskylfingur dagsins er Þóra Kristín Ragnarsdóttir. Þóra Kristín er fædd 6. júlí 1998 og því 19 ára í dag. Þóra Kristín er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Hún spilar á Íslandsbankamótaröðinni og hefir staðið sig vel þar á undanförnum árum. Árið 2012, sigraði Þóra Kristín t.a.m. á 2. móti Unglingamótaraðar Arion banka að Hellishólum og spilaði um 1. sætið á 3. mótinu á Korpu. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Arnaud Massey, 6. júlí 1877; Þórhalla Arnardóttir, 6. júlí 1964 (53 ára); Liz Baffoe, 6. júlí 1969 (48 ára); Azuma Yano, 6. júlí 1977 (40 ára STÓRAFMÆLI!!!) ….. og ….. Healing Energy Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og Lesa meira
LPGA: Brittany Lincicome vonar að Trump haldi sér fjarri Opna bandaríska kvenrisamótinu
Bandaríski kylfingurinn Brittany Lincicome sagði í viðtali við Chicago Tribune, að hún vonaðist til að Bandaríkjaforseti haldi sig fjarri 3. kvenrisamóti ársins, sem fram fer á golfstað hans Trump Bedminster í næstu viku. „Vonandi kemur hann ekki á mótið og það verður ekki mikið umstang og vonandi snýst mótið um okkur en ekki hann,“ sagði Lincicome á móti síðustu viku, sem var KPMG Women’s PGA Championship. Lincicome bætti við að margir kylfingar hefðu ekkert annað val en að spila í mótinu, þrátt fyrir að vera á öndverðum pólitískum meiði en forsetinn m.a. vegna þess hversu verðlaunafé væri hátt. „Það er ómögulegt annað en að taka þátt, jafnvel þótt við vildum sniðganga mótið Lesa meira
Pro Golf Tour: Fylgist m/ Þórði Rafni hér á Sparkassen Open
Þórður Rafn Gissurarson, GR, hefur leik í dag á Sparkassen Open en mótið er hluti af Pro Golf Tour mótaröðinni þýsku. Mótið fer fram í Bochumer GC í Bochum Þýskalandi og stendur dagana 6.-8. júlí 2017. Þórður Rafn spilaði síðast á Pro Golf Tour 12.-14. júní s.l. á Austerlitz Classic mótinu, í Tékklandi. Þar náði Þórður Rafn þeim glæsilega árangri að landa 2. sætinu! – Vonandi að jafnvel gangi í Bochum! Fylgjast má með skori Þórðar Rafns á Sparkassen Open með því að SMELLA HÉR:
Nordic Golf League: Haraldur og Axel í 2. og 3. sæti á stigalista mótaraðarinnar
Haraldur Franklín Magnús úr GR og Axel Bóasson úr GK eru í öðru og þriðja sæti á stigalista Nordic Tour atvinnumótaraðarinnar þegar keppnistímabilið er rúmlega hálfnað. Það er að miklu að keppa að vera á meðal fimm efstu á stigalistanum í lok tímabilsins. Fimm efstu kylfingarnir fá keppnisrétt á næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu, Áskorendamótaröðinni (Challenge Tour). Haraldur hefur alls leikið á 10 mótum á tímabilinu. Hann hefur fimm sinnum verið á meðal 10 efstu og þar af tvívegis í öðru sæti, einu sinni í fjórða sæti og einu sinni í áttunda sæti. Hér má sjá öll úrslit hjá Haraldi á tímabilinu: Axel hefur leikið á 13 mótum á tímabilinu. Hann Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Sigurður Hafsteinsson – 5. júlí 2017
Afmæliskylfingur dagsins er Sigurður Hafsteinsson. Sigurður er fæddur 5. júlí 1956 og því 61 árs. Hann er í Golfklúbbi Reykjavíkur, vinsæll golfkennari og mörgum Spánarfaranum að góðu kunnur, en þeir eru ófáir kylfingarnir, sem hann hefir leiðbeint í gegnum tíðina. Sigurður er kvæntur Helgu Möller. Komast má á facebook síðu Sigurðar til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Sigurður Hafsteinsson (61 árs – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Guðjón D Gunnarsson, 5. júlí 1943 (74 ára); Jeff Hall, 5. júlí 1957 (60 ára STÓRAFMÆLI!!!); Sólveig Ósk Hallgrímsdóttir/Mensý, 5. júlí 1964 (53 ára); Valdís Guðbjörnsdóttir 5. júlí Lesa meira










