Ragnheiður Jónsdóttir | september. 26. 2017 | 19:00

LPGA: Ólafía Þórunn í ráshóp með Catrionu Matthew fyrirliða Solheim Cup

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, tekur næst þátt í  McKayson New Zealand Open, sem er mót vikunnar á LPGA og hefst næsta fimmtudag, 28. september 2017. Mótið fer fram Auckland, á Nýja-Sjálandi og stendur 28. september – 1. október. Þetta er 21. mót Ólafíu Þórunnar á LPGA mótaröðinni – og fyrir þetta mót er hún í góðri stöðu er T-78 á stigalista LPGA, en hún þarf að halda sér meðal 100 efstu til þess að viðhalda fullum spilarétti á LPGA 2018 og eins er Ólafía, sem stendur, í 69. sæti peningalistans með heildarvinningsfé upp á $187,141 (u.þ.b. 20 milljónir íslenskra króna). Ólafía á rástíma kl. 1:32 p.m. að staðartíma Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 26. 2017 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Arnar Geir lauk keppni T-8 á Evangel Fall Inv.

Arnar Geir Hjartarson, afrekskylfingur og klúbbmeistari GSS  2017 og lið hans Missouri Valley tóku þátt í Evangel Fall Invite, en mótið fór fram dagana 18.-19. september sl. Mótið fór fram á Rivercut Golf Course, í Springfield, Missouri. Þátttakendur voru 60 frá 9 háskólum. Arnar Geir lék á samtals 5 yfir pari, 149 höggum (74 75) og varð T-8, sem er flottur árangur!!! Missouri Valley háskóli, golflið Arnars Geirs varð í 2. sæti í liðakeppninni.

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 26. 2017 | 17:00

Hver er kylfingurinn: Xander Schauffele?

Xander Schauffele sigraði nú um sl. helgi flestum að óvörum á Tour Championship – ungur, óþekktur … og það á nýliðaári sínu á PGA Tour. Margir kannast ekkert við Xander og kunna því að spyrja: Hver er kylfingurinn? Alexander Victor Schauffele, sem gengur undir nafninu Xander Schauffele  fæddist La Jolla, Kaliforníu 25. október 1993 og er því 23 ára.  Hann á þýsk/franskan föður og móður sem er af taíwönskum/japönskum ættum. Faðir Schauffele hefir verið eini sveifluþjálfari hans á golfferli hans. Schauffele heimspekin (ens.: The Schauffele teaching philosophy) byggir aðallega á grundvallar lögmálum um boltaflug. Xander hafði aldrei séð eigin sveiflu þar til hann varð 18 ára. Tveir af langöfum Schauffele spiluðu fótbolta Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 26. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Tryggvi Valtýr Traustason – 26. september 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Tryggvi Valtýr Traustason. Tryggvi Valtýr er fæddur 26. september 1962 og á því 55 ára afmæli í dag!!! Hann er klúbbmeistari Golfklúbbs Setbergs í Hafnarfirði nú í ár, 2017.  Tryggvi Valtýr er jafnframt liðs-maður í Öldungalandsliðs karla. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Tryggvi Valtýr Traustason – 55 ára- Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Neil Coles, 26. september 1934 (83 árs); Adam Hunter, f. 26. september 1963 – d. 14. október 2011 úr hvítblæði; Spanish Golf Options · 53 ára; Robin Hood, 26. september 1964 (53 ára); Cowboys Issolive Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 25. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Heather Locklear – 25. september 2017

Afmæliskylfingur dagsins er bandaríska leikkonan Heather Locklear. Heather er fædd 25. september 1961 í Westwood, Los Angeles í Kaliforníu. og er því 56 ára í dag. Heather ólst upp í Thousand Oaks í Kaliforníu og útskrifaðist frá Newbury Park High School. Hún er sú yngsta af 4 börnum William Robert Locklear og konu hans Díönu. Sem leikkona er Heather frægust í hlutverki Sammy Jo Carrington í Dynasty, sem Officer Stacy Sheridan í T.J. Hooker, sem Amanda Woodward í Melrose Place og sem Caitlin Moore í Spin City. Heather hefir átt í mörgum samböndum um ævina m.a. var hún með Scott Baio og var hún gift trommara Mötley Crüe , Tommy Lee í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 25. 2017 | 11:00

Bandaríska háskólagolfið: Helga Kristín lauk keppni T-7 í NH og Særós Eva T-35

Helga Kristín Einarsdóttir, GK og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Albany og Særós Eva Óskarsdóttir, GKG og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Boston University tóku þátt í Dartmouth Invitational mótinu. Mótið fór fram dagana 23.-24. september 2017 í Hanover CC, í Hanover, New Hampshire (NH) og lauk því í gær. Keppendur voru 63 frá 11 háskólum. Helga Kristín lék á samtals 3 yfir pari, 147 höggum (74 73) og lauk keppni T-7. Særós Eva lék á samtals  14 yfir pari, 158 höggum (80 78) og lauk keppni T-35. Albany varð í 2. sæti í liðakeppninni og Boston University í 4. sæti. Sjá má lokastöðuna á Dartmouth Invitational með því að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 25. 2017 | 10:40

Bandaríska háskólagolfið: Gunnhildur T-13 e. 1. dag í Massachusetts

Gunnhildur Kristjánsdóttir, GK og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu hófu í gær keppni á Boston College Intercollegiate mótinu, sem fram fer dagana 24.-25. september í Canton, Massachusetts. Gunnhildur spilaði tvo hringi í gær og var skor hennar 2. besta skor Elon, en Gunnhildur lék á samtals 6 yfir pari, 150 höggum  (73 77). Þátttakendur í mótinu eru 87 frá 16 háskólum. Lið Gunnhildar, Elon er í 4. sæti í liðakeppninni Elon  á samtals 32 yfir pari, 608 höggum (306-302). Til þess að sjá stöðuna á Boston College Intercollegiate mótinu SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 25. 2017 | 10:30

Bandaríska háskólagolfið: Gísli lauk keppni í AZ í 3. sæti; Bjarki T-12 og Rúnar T-56

Þrír íslenskir kylfingar Gísli Sveinbergsson, GK og Bjarki Pétursson, GB og golflið þeirra í bandaríska háskólagolfinu, Kent State, og Rúnar Arnórsson, GK og golflið hans við Minnesota háskóla luku í gær keppni á Maui Jim Intercollegiate mótinu. Mótið fór fram í Desert Forest golfklúbbnum, í Carefree, Arizona (AZ) og stóð dagana 22.-24. september 2017. Gísli stóð sig best íslensku kylfinganna; lék á samtals 6 undir pari, 210 höggum (68 71 71) og lauk keppni í 3. sæti. Bjarki lauk keppni T-12 á samtals sléttu pari, 216 höggum (70 74 72) og Rúnar varð T-56 á 15 yfir pari, 231 höggi (74 77 80). Í liðakeppninni varð Kent State í 3. sæti Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 25. 2017 | 09:00

Um 10% fækkun á meistaramótshaldi golfklúbba á Íslandi 2017

Á Íslandi eru 62 golfklúbbar.  Í ár, 2017, héldu 39 þeirra meistaramót, en 23 golfklúbbar ekki. Golf 1 hefir, líkt og á undanförnum árum verið með umfjöllun um flest þessara meistaramóta. Í prósentum talið héldu 63% golfklúbba á landinu meistaramót 2017 – en 37% ekki. Þetta er heilmikil fækkun meistaramóta frá því í fyrra, 2016, en þá héldu 45 golfklúbbar meistaramót sumarið og haustið 2016, en 17 klúbbar ekki. Síðasti golfklúbbur til að halda meistaramót sitt í fyrra, 2016,  var Golfklúbbur Brautarholts (GBR), en meistaramót þar var haldið 9.-10. september, en GBR er einn þeirra klúbba sem ekki hélt meistaramót í ár, 2017.  Í fyrra voru því alls  72,5% allra golfklúbba á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 25. 2017 | 06:00

Golf 1 sex ára í dag!

Golf 1 er sex ára í dag, þ.e. 6 ár eru frá því að fyrsta fréttin birtist á Golf 1 golffréttavefnum. Það var frétt í greinaflokknum „Frægir kylfingar“ og um John F. Kennedy 35. forseta Bandaríkjanna, sem enn í dag þykir fremstur í golfi af þeim sem setið hafa í forsetastóli í Bandaríkjunum.. Sjá fyrstu grein Golf 1 með því að SMELLA HÉR: Frá því fyrir sex árum síðan hafa tæp 18.000 greinar birtst á Golf1, þar af m.a. greinar á ensku og þýsku. Golf 1 er því eini golffréttavefurinn í heiminum sem skrifar golffréttir á íslensku, ensku og þýsku. Golf 1 mun áfram flytja fréttir af 2. vinsælustu íþróttagrein Lesa meira