Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2017 | 17:00

Evróputúrinn: Robert Karlsson leiðir f. lokahring British Masters – Hápunktar 3. dags

Það er sænski kylfingurinn Robert Karlsson, sem leiðir fyrir lokahring British Masters. Karlsson er samtals búinn að spila á 12 undir pari, 198 höggum (66 65 67). Fimm kylfingar deila 2. sætinu, 1 höggi á eftir Karlsson, þ.á.m. Ian Poulter. Sjá má hápunkta 3. dags á British Masters með því að SMELLA HÉR:  Til þess að sjá stöðuna á British Masters SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ragnheiður Elín Árnadóttir – 30. september 2017

Það er Ragnheiður Elín Árnadóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Ragnheiður Elín er fædd 30. september 1967 og á því 50 ára merkisafmæli í dag. Komast má á facebooksíðu Ragnheiðar Elínar til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Ragnheiður Elín Árnadóttir (Innilega til hamingju með 50 ára merkisafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Magnús M Norðdahl 30. september 1956 (61 árs); Kim Bauer, 30. september 1959 (58 ára); Anna Einarsdóttir, 30. september 1964 (53 ára); Nadine Handford, 30. september 1967 (50 ára MERKISAFMÆLI!!!) ástralskur kylfingur frá Adelaide (1993 T77 Alpine Aust Ladies); Ragnheiður Elín Árnadóttir, 30. september 1967 (50 ára MERKISAFMÆLI!!!); og ….. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2017 | 07:45

LET: Lífstílsviðtal v/Valdísi Þóru

Á facebooksíðu LET er lífstílsviðtal við Valdísi Þóru Jónsdóttur, atvinnukylfing, sem spilar bæði í 1. og 2. deild evrópsks kvennagolfs, eins og allir vita, þ.e. LET og LET Access. Viðtalið má sjá á ensku á síðu LET með því að SMELLA HÉR: en fyrir þá sem vilja lesa það í lauslegri íslenskri þýðingu þá fylgjir það hér að neðan: „Evrópska vika íþrótta heldur áfram og LET reynir að kynna kosti þess að  að vera virkur og hafa heilbrigðran lífsstíl. Í dag er fókusinn á Valdisi Þóru Jónsdóttur frá Íslandi, sem er að spila í WPGA International Challenge í Stoke by Nayland Hotel Golf og Spa, sem er mót  á 2017 tímabilinu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2017 | 22:00

Bandaríska háskólagolfið: Björn Óskar T-6 e. 1. hring í Kentucky

Björn Óskar Guðjónsson, GM og golflið hans í bandaríska háskólagolfinu, Louisiana Lafayette, hófu í dag keppni á Louisville Cardinal Challenge. Mótið fer fram í Louisville, Kentucky og stendur dagana 29. september – 1. október 2017. Þátttakendur eru 69 frá 13 háskólum. Eftir 1. hring er Björn Óskar T-6, lék á 1 undir pari, 71 höggi, fékk 4 fugla og 3 skolla sem er glæsilegt!!! Meira svona!!! Louisiana er í 3. sæti í liðakeppninni eftir 1. dag. Til þess að sjá stöðuna á Louisville Cardinal Challenge SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2017 | 20:00

Forsetabikarinn: Bandaríkin 8 – Alþjóðaliðið 2 e. 2. dag

Bandaríska liðið hefir tekið afgerandi forystu á 2. degi Forsetabikarsins, er komið með 8 vinninga á móti 2 vinningum Alþjóðaliðsins. Í fjórboltaleikjum dagsins í dag unnu Bandaríkjamenn alla leiki sína, nema einn, sem féll á jöfnu. Hér má sjá hvernig leikar fóru í dag, föstudaginn 29. september 2017: Allt féll á jöfnu í leik Patrick Reed og Jordan Spieth g. þeim Branden Grace og Louis Oosthuizen. Justin Thomas og Rickie Fowler í bandaríska liðinu unnu Branden Grace og Louis Oosthuizen  3&2. Kevin Kisner og Phil Mickelson í bandaríska liðinu unnu Marc Leishman og Jason Day 1 up. Charley Hoffman og Kevin Chappell í bandaríska liðinu unnu Anirban Lahiri og Charl Schwartzel 6&5. Brooks Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2017 | 19:00

LET Access: Valdís Þóra T-27 e. 2. dag á WPG Int. Challenge

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, lauk 2. hring í dag á WPG International Challenge mótinu, sem fram fer  í Stoke by Nayland Hotel Golf & Spa, í Englandi. Hún er búin að spila á samtals 1 yfir pari, 145 höggum (72 73). Í dag lék Valdís Þóra á 73 höggum, fékk 3 fugla og 4 skolla. Forystunni í mótinu eftir 2. dag deila 3 kylfingar, þær Lydia Hall frá Wales, Noemi Jimenez frá Spáni og hin skoska Michelle Thomson, allar á 7 undir pari. Til þess að sjá stöðuna á WPG International Challenge mótinu SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2017 | 18:00

Nordic Golf League: Axel T-6 e. 2. dag í Svíþjóð

Fjórir íslenskir kylfingar tóku þátt í GolfUppsala Open, sem er mót á Nordic Golf League mótaröðinni: Axel Bóasson, GK; Andri Þór Björnsson, GR; Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og Haraldur Franklín Magnús, GR. Axel var sá eini af fjórmenningunum, sem komst í gegnum niðurskurðinn. Hann er búinn að spila á 8 undir pari, 138 höggum (70 68) og deilir 6. sætinu þ.e. er T-6. Í efsta sæti eftir 2. dag er Finninn Lauri Ruuska, á samtals 13 undir pari. Til þess að sjá stöðuna á GolfUppsala Open SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2017 | 17:00

Evróputúrinn: Hatton efstur í hálfleik á Britsh Masters – Hápunktar 2. dags

Það er enski kylfingurinn Tyrrell Hatton, sem leiðir í hálfleik á British Masters 2017. Hatton er búinn að spila á samtals 12 undir pari, 128 höggum ( 63 65). Hatton hefir 3 högga forystu á 5 kylfinga, sem deila 2. sæti en þeirra á meðal eru Ian Poulter og Lee Westwood. Til þess að sjá stöðuna á British Masters SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 2. dags á British Masters SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Berglind Björnsdóttir og Haukur Marinósson –————– 29. september 2017

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Berglind Björnsdóttir og Haukur Marinósson. Haukur er í einum smæsta golfklúbbi landsins Golfklúbbnum Gljúfra (GOG). Hann er fæddur 29. september 1967 og á því 50 ára merkisafmæli í dag. Komast má á facebooksíðu Hauks til þess að óska honum til hamingju með merkisafmælið hér að neðan: Haukur Marinósson – Innilega til hamingju með 50 ára merkisafmælið!!! Berglind er fædd 27. september 1992 og á því 25 ára stórafmæli í dag!!! Berglind er afrekskylfingur í Golfklúbbi Reykjavíkur og spilaði með liði UNCG í bandaríska háskólagolfinu. Berglind sigraði m.a. á 2. stigamóti Eimskipsmótaraðarinnar í Vestmannaeyjum 2012. Í ár, 2017 sigraði Berglind á Egils Gull mótinu á Eimskipsmótaröðinni og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2017 | 09:55

Forsetabikarinn: Mickelson m/epískt forsetaselfie!!!

„Golfing great Phil Mickelson made the shot of a lifetime Thursday„; svona hefst grein í New York Post og meðfylgjandi mynd fylgir með. Það er ekki að Phil hafi slegið högg lífs síns úti á golfvelinum, heldur náði hann epísku selfie þ.e. ljósmynd af sjálfum sér ásamt 3 fyrrverandi Bandaríkjaforsetum þeim Bill Clinton, George W. Bush og Barack Obama. Allir eru forsetarnir fyrrverandi miklir kylfingar og hvar annars staðar í heiminum eru þeir staddir nú en á Forsetabikarnum að hvetja bandaríska liðið áfram í Liberty National Golf Club í Jersey City. Þetta er í fyrsta sinn sem 3 fyrrverandi forsetar koma saman á Forsetabikarnum frá því að mótið fór fyrst af stað 1994. Lesa meira