Ragnheiður Jónsdóttir | október. 26. 2017 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA 2018: Sam Ryder (21/50)

Það voru 25 efstu á peningalista Web.com Tour sem hlutu kortin sín og þar með fullan spilarétt á PGA Tour, keppnistímabilið 2017-2018. Golf 1 hefir haft þann vana á undanförnum árum að kynna alla þessa 50 nýju og ekki svo nýju, sem hins vegar hljóta spilarétt sinn að nýju á PGA Tour í gegnum 2. deildina, Web.com Tour. Byrjað verður á því að kynna þá 25 sem efstir voru á peningalista Web.com Tour og hljóta þannig kortið sitt í 1. deild, PGA Tour. Líkt og venja er hér á Golf 1 verður byrjað að kynna þann, sem rétt slapp inn í gegnum peningalistann og síðan endað á þeim sem var Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 26. 2017 | 10:00

LPGA: Ólafía á 74 e. 1. dag í Malasíu

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hóf í nótt keppni á Sime Darby LPGA Malaysia mótinu, sem er 24. mótið sem hún spilar í á LPGA mótaröðinni.  Þátttakendur í mótinu eru 77. Ólafía lék á 3 yfir pari, 74 höggum; á hring þar sem hún fékk 1 fugl, 2 skolla og 1 tvöfaldan skolla og er sem stendur jöfn öðrum í 61. sæti (T-61). Ólafía fer út á 2. hring Sime Darby kl. 9:01 að staðartíma í Malasíu (kl. 1:01 í nótt hjá okkur hér á Íslandi). Forystukona fyrsta dags er fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Lydia Ko, en hun átti stórglæsilegan hring upp á 64 högg! Til Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 26. 2017 | 08:00

Guðrún og Gísli nr. 119 og nr. 241 á heimslista áhugakylfinga

Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Gísli Sveinbergsson, bæði úr Keili, eru efst af íslenskum kylfingum á heimslista áhugakylfinga sem uppfærður er vikulega. Guðrún Brá er í sæti nr. 119 en Gísli er í sæti nr. 241. Alls eru 12 konur frá Íslandi á áhugamannalistanum og 32 karlar. Saga Traustadóttir úr GR er næst í röðinni af íslenskum konum á eftir Guðrúnu Brá. Saga er í sæti nr. 936 en þar á eftir koma Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (1004) og Berglind Björnsdóttir, GR (1082). Sjá má stöðu íslenskra kvenna á heimslista áhugamanna með því að SMELLA HÉR:  Í karlaflokki er Gísli efstur af íslensku kylfingunu í sæti nr. 241 en þar á eftir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 26. 2017 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Bjarki, Gísli og Kent State luku keppni í 4. sæti í Texas

Bjarki Pétursson, GB og Gísli Sveinbergsson, GK og golflið þeirra í bandaríska háskólagolfinu, Kent State tóku þátt í Royal Oaks Intercollegiate mótinu, sem fram fór dagana 23.-24. október 2017. Mótsstaður var Royal Oaks Country Club, í Dallas Texas og voru þátttakendur 73 frá 13 háskólum. Bjarki lék á samtals 2 undir pari, 211 höggum (70 70 71) og var á besta skori Kent State og landaði 12. sætinu í mótinu, sem hann deildi með 4 öðrum kylfingum. Gísli lék á samtals 5 yfir pari 218 höggm (73 74 71) og lauk keppni T-39. Í liðakeppninni varð Kent State í 4. sæti. Til þess að sjá lokastöðuna á Royal Oaks Intercollegiate SMELLIÐ Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 25. 2017 | 18:00

LET Access: Valdís Þóra efst e. 1. dag á Spáni!!!

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, hóf í dag keppni á lokamóti Santander Golf Tour (SGT) í Valencia á Spáni. Hún náði þeim stórglæsilega árangri að landa efsta sætinu eftir 1. dag. Hún lék 1. hringinn á 6 undir pari, 66 höggum og á 3 högg á þá sem er í .2 sætinu, Emmu Nilson frá Svíþjóð. Á 1. glæsihring sínum í mótinu fékk Valdís Þóra 1 örn, 5 fugla og 1 skolla. Til þess að sjá stöðuna á lokamóti SGT SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 25. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Brynjar Eldon og Oddný Rósa – 25. október 2017

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Brynjar Eldon Geirsson og Oddný Rósa Halldórsdóttir.  Oddný Rósa er fædd 25. loktóber 1957 og á því 60 ára stórafmæli!!! Komast má á facebook síðu Oddnýjar Rósu til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan Oddný Rósa Halldórsdóttir – Innilega til hamingju með stórafmælið! Brynjar er fæddur 25. október 1977 og á því 40 ára stórafmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu Brynjars til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Brynjar Eldon Geirsson – Innilega til hamingju með stórafmælið! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Herman Densmore „Denny“ Shute f. 25. október 1904 – Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 25. 2017 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA 2018: Ted Potter, Jr. (20/50)

Það voru 25 efstu á peningalista Web.com Tour sem hlutu kortin sín og þar með fullan spilarétt á PGA Tour, keppnistímabilið 2017-2018. Golf 1 hefir haft þann vana á undanförnum árum að kynna alla þessa 50 nýju og ekki svo nýju, sem hins vegar hljóta spilarétt sinn að nýju á PGA Tour í gegnum 2. deildina, Web.com Tour. Byrjað verður á því að kynna þá 25 sem efstir voru á peningalista Web.com Tour og hljóta þannig kortið sitt í 1. deild, PGA Tour. Líkt og venja er hér á Golf 1 verður byrjað að kynna þann, sem rétt slapp inn í gegnum peningalistann og síðan endað á þeim sem var Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 25. 2017 | 13:00

Ólafía keppir á Drottningarmótinu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í Evrópuúrvalinu sem valið var til að keppa í „Drottningarmótinu eða „The Queens“ sem fram fer í Japan í byrjun desember. Mótið fór fyrst fram árið 2015 þar sem að úrvalslið frá atvinnumótaröðum í Japan, Kóreu, Ástralíu og Evrópu keppa í liðakeppni sem er með svipuðu fyrirkomulagi og Solheim – og Ryderbikarinn. Mótið fer fram á Miyoshi vellinum dagana 1.-3. desember og er Ólafía í hópi leikmanna sem valdir voru af LET Evrópumótaröðinni. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur atvinnukylfingur er í slíku úrvalsliði. Evrópuliðið er þannig skipað: Gwladys Nocera (fyrirliði), Melissa Reid, Florentyna Parker, Annabel Dimmock, Felicity Johnson, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Joanna Klatten, Holly Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 25. 2017 | 12:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur á 75 e. 1. dag í Sameinuðu arabísku furstadæmunum

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG tekur þátt í Ras Al Kaimah Challenge, sem er mót vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu. Mótsstaður er Al Hamra golfklúbburinn í Ras Al Kaimah í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Birgir kom í hús á 3 yfir pari, 75 höggum; fékk 1 fugl og 4 skolla. Sá sem leiðir eftir 1. dag er Hollendingurinn Jurrian Van der Vaart, en hann lék 1. hring á 8 undir pari, 64 höggum og öðru sætinu deila þeir Oscar Stark frá Svíþjóð og Chase, bróðir Brooks Koepka á 6 undir pari, 66 höggum. Sjá má stöðuna á Ras Al Kaimah Challenge með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 24. 2017 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: FIT háskólalið Stefáns Þórs sigraði í viðureign v/EFSC 19,5 – 4,5

Árlega fer fram viðureign Florida Institute of Technology (FIT), þar sem Stefán Þór Bogason, GR er við nám og í golfliði og Eastern Florida State College (EFSC). Í þessari viðureign eigast við bæði karl- og kvennalið skólanna. Í ár fór fram 8. viðureignin, 20.-21. október s.l.  og sigraði skólalið Stefáns Þórs með 19,5 vinningum gegn 4,5 vinningi EFSC. FiT sigraði í 3 af 5 fjórmenningsviðureignum og vann Stefán Þór einn þessara sigra ásamt liðsfélaga sínum Han Xue, en tæpt var það, þeir unnu með minnsta mun. Eins vann Stefán Þór einn af tvímenningsleikjunum 16 fyrir skólalið sitt (en FIT vann 13 af 16 tvímenningsviðureignum). Glæsileg frammistaða þetta hjá Stefáni Þór fyrir lið Lesa meira