EuroPro: Ólafur Björn lauk keppni í 32. sæti
Ólafur Björn Loftsson, NK, tók þátt í The Dawson and Sanderson Travel Classic mótinu sem er hluti af EuroPro mótaröðinni. Mótið stóð dagana 21.-23. maí og lauk í dag. Leikið var á Longhirst Hall golfvellinum í Dawson, Englandi. Þátttakendur voru 153. Ólafur Björn lauk keppni á samtals 7 yfir pari, 223 höggum (72 74 77) og deildi 32. sætinu með 5 öðrum kylfingum. Fyrir árangur sinn hlaut Ólafur Björn 277,5 pund. Til þess að sjá lokastöðuna á The Dawson and Sanderson Travel Classic mótinu SMELLIÐ HÉR:
LET: Kylie Walker leiðir eftir 1. dag Deloitte Ladies Open
Í dag hófst á the International, Amsterdam í Hollandi, Deloitte Ladies Open. Það er skoski kylfingurinn Kylie Walker, sem leiðir eftir 1. dag á 4 undir pari, 69 höggum. Á hringnum fékk Walker 6 fugla og 2 skolla. Hópur 9 kylfinga er deilir síðan 2. sæti á 2 undir pari, þ.á.m. Maha Haddoui frá Marokkó, en þetta er það hæsta sem hún hefir komist á móti á Evrópumótaröð kvenna til þessa! Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Deloitte Ladies Open SMELLIÐ HÉR:
Evróputúrinn: Björn og Lowry efstir í Wentworth – Hápunktar 2. dags
Þeir Thomas Björn og Shane Lowry deila nú toppsætinu á flaggskipsmóti Evrópumótaraðarinnar þegar mótið er hálfnað. Björn og Lowry léku á samtals 10 undir pari, 134 höggum, hvor; Björn (62 72) og Lowry (64 70). Þremur höggum á eftir forystumönnunum eru þeir Luke Donald og Rafa Cabrera-Bello og 4 kylfingar deila síðan 5. sætinu þeir Rory McIlroy, Jonas Blixt, Fabrizio Zanotti og Henrik Stenson. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag BMW PGA Championship SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 2. dags á BMW PGA Championship SMELLIÐ HÉR:
Ótrúlegur ás Bubba Watson – Myndskeið
Bubba Watson var í Disney World með teymi sínu þegar ákveðið var að fara á völlinn. En ekki hvað völl sem er. Watson var í Orlando Resort, á Fantasia Gardens and Fairways mínígolfvellinum, þegar hann ákvað að reyna ótrúlegt brelluhögg meðan hann var að spila eina holuna á vellinum öfugt. Sömu reglur eiga greinilega ekki við um gæja sem hafa sigrað 6 sinnum á PGA Tour! Hér má sjá ótrúlegan „brelluás“ Bubba SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Hulda Birna Baldursdóttir – 23. maí 2014
Afmæliskylfingur dagsins er Hulda Birna Baldursdóttir, en hún er fædd 23. maí 1973. Hulda Birna er PGA golfkennaranemi og framkvæmdarstjóri Stelpugolfs 2014. Stelpugolfdagurinn verður haldinn 29. maí n.k. á Leirdalsvelli hjá GKG, en Hulda Birna er einmítt í þeim golfklúbb. Afmæliskylfingurinn er gift Einari Erni Jónssyni og á 4 börn: Baldur, Margréti, Gabríel og Mikael. Komast má á facebook síðu Huldu Birnu til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Hulda Birna Baldursdóttir (41 árs – Innilega til hamingju með afmælið!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: David Graham, 23. maí 1946 (68 ára); Gary Dennis McCord, 23. maí 1948 (66 ára); Marina Arruti, Lesa meira
Nordea: Birgir Leifur á 2 undir pari 69 höggum e. 1. dag í Landskrona
Íslandsmeistarinn okkar í höggleik, Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, hóf leik í dag á Landskrona Masters PGA Championship, en mótið er hluti af Nordea mótaröðinni. Leikið er í Landskrona GK í Svíþjóð og stendur mótið dagana 23.-25. maí. Birgir Leifur lék á 2 undir pari, 69 höggum; hann fékk 4 fugla og 2 skolla. Birgir Leifur er 3 höggum á eftir forystumanninum, heimamanninum Jacob Glennemo. Birgir Leifur deilir 17. sæti ásamt 12 öðrum. Sjá má stöðuna á Landskrona Masters eftir 1. dag með því að SMELLA HÉR:
Lucy Li 4 ára grét vegna þess að hún vildi ekki fara af æfingasvæðinu!
Lucy Li komst í fyrirsagnir golffréttamiðla nú fyrir skemmstu, þegar hún sló aldursmet Lexi Thompson fyrir að vera sú yngsta nokkru sinni til þess að fá keppnisrétt í US Women´s Open risamótinu. Lexi var 12 ára 4 mánaða og 18 daga ung þegar hún keppti í US Women´s Open 2007; Li sem verður 12 ára 1. október 2014 verður 11 ára 8 mánaða og 19 daga ung þegar hún tíar upp í risamótinu á kvenfrelsisdaginn, 19. júní n.k. Sagt er að Li hafi byrjað að æfa aðeins 7 ára en sveifla Lucy Li er allt of góð til þess að það geti verið rétt! Joby Ross golfkennari í Mariners Point Golf Lesa meira
Pablo Larrazabal: „Af hverju koma svona skrítnir hlutir alltaf fyrir mig?“
Pablo Larrazabal virðist ekki geta tekið þátt í golfmóti án þess að skrítnir hlutir fara allt í einu að gerast. Skemmst er að minnast þegar hann tók þátt í Maybank Malaysian Open og varð að stökkva út í vatnshindrun vegna þess að geitungasvarmur réðist á hann. Sjá frétt Golf1 með því að SMELLA HÉR: Larrazabal tekur nú þátt í BMW PGA Championship og deilir 14. sætinu, eftir 1. hring sem er ágætis árangur. Hins vegar verður að telja að lega á bolta hans fyrir 3. högg hans á 18. braut Wentworth hafi verið fremur skrítin …. einhvern veginn lenti hún milli læra á áhorfanda. Larrazabal tvítaði meðfylgjandi mynd af legunni Lesa meira
Nýju strákarnir á PGA Tour 2014 (efstu 25 af peningalista Web.com): Alex Prugh (15/25)
Efstu 25 af peningalista Web.com Tour 2013 hlutu kortin sín á PGA Tour, keppnistímabilið 2013-2014. Í dag verður kynntur sá, sem varð í 11. sæti, en það er Alex Prugh. Prugh lék eins og öllum efstu 25, af peningalista Web.com Tour, stendur til boða á Web.com Tour Finals, um bætta stöðu og varð í 42. sæti, (af 50) og bætti því stöðu sína ekkert Alexander Prugh fæddist 1. september 1984 í Spokane, Washington. Prugh var í Joel E. Ferris menntaskólanum, þar sem hann var í golfliðinu. Hann spilaði síðar í bandaríska háskólagolfinu með University of Washington, þars em hann var þrefaldur varsity Pac-10-All-Conference. Árið 2010 kvæntist Alex núverandi konu sinni, Katie. Lesa meira
Evróputúrinn: Sergio dregur sig úr BMW PGA Championship með hnémeiðsl
Nr. 7 á heimslistanum, Sergio Garcia dró sig úr BMW PGA Championship á Wentworth stuttu eftir að hann lauk við 1. hring í gær á þessu flaggskipsmóti Evrópumótaraðarinnar. Hinn 34 ára Spánverji (Garcia), sem lék á 1 yfir pari, 73 höggum hefir verið hrjáður af hnjámeiðslum og vonast til að hann nái að jafna sig fyrir risamót næsta mánaðar, US Open í Pinehurst. Á fyrsta deginum á Vesturvelli Wentworth var Garcia með 15 pör, 2 skolla og aðeins 1 fugl á 18. flöt. Garcia sagði að loknum hringnum: „Því miður er þetta það sama og gerðist á the Spanish Open.“ „Það (hnéð) var betra, vegna hvíldar á mánudeginum og þriðjudeginum, en Lesa meira










