Þið vitið líklega ekki hver er valdamesti maðurinn í golfinu… (n.b. það er ekki Trump!)
Golf Inc. magazine hefir tekið saman hverjir eru valdamestu menn í golfinu á heimsvísu – sjá með því að SMELLA HÉR: Þið vitið e.t.v hver er nr. 2 í heimi yfir valdamestu menn í golfinu: Donald Trump en þið þekkið e.t.v. ekki þann sem er nr. 1 þ.e. Eric Affeldt. Hann er forstjóri ClubCorp, sem fyrir ári síðan keypti 54 golfvelli í gegnum $ 265 milljóna fjárfestingu sína í Sequoia Golf. Skv. Golf Inc. er Affeldt sá eini sem er valdameiri í golfinu en sjálfur Trump! Listinn er í raun svolítið tvískiptur þ.e. milli kylfinga sem allir kannast við s.s. nr. 4 á listanum Jack Nicklaus og nr. 5 Tim Finchem) til Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Kristófer Orri Þórðarson – 13. október 2014
Afmæliskylfingur dagsins er Kristófer Orri Þórðarson Kristófer Orri er fæddur 13. október 1997 og er því 17 ára í dag. Kristófer Orri er í GKG, spilaði bæði á Íslandsbankamótaröðinni og á Eimskipsmótaröðinni í sumar og stóð sig vel! Komast má á facebooksíðu Kristófers Orra til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Kristófer Orri Þórðarson · Innilega til hamingju með 17 ára afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Brian Thomas („Bud“ eða“Buddy„) Allin 13. október 1944 (70 ára stórafmæli!!!); Chako Higuchi, f. 13. október 1945 (69 ára); Kristján Jóhannsson f. 13. október 1945 (69 ára); Páll Pálsson, 13. október 1972 (42 ára); Gonzalo Fernández-Castaño, 13. október 1980 (34 ára); Cassandra Lesa meira
7 ára strákur fylgir fordæmi 6 ára systur sinnar og fer holu í höggi!
Jim Powell verður að kaupa verðlaunagrip handa syni sínum eftir að honum tókst að fara holu í höggi aðeins 7 ára! Darren Powell, sonur Jim náði draumahöggi allra kylfinga í Overland Park, í Kansas, 27. september s.l. Búið var að lofa stráksa verðlaunagrip svipuðum þeim sem systir hans, Lynn Powell, 6 ára (þá 5 ára) fékk á executive golfvellinum í Ironhorse golfklúbbnum fyrr á árinu. Sjá umfjöllun og myndskeið um ás Lynn Powell, 5 ára, með því að SMELLA HÉR: „Að dóttir mín, 6 ára og síðan strákurinn, 7 ára, skuli bæði nú þegar hafa fengið ása er ótrúlegt,“ sagði Jim Powell, en hann er golfkennari í Prairie Highlands í Olathe. Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Sunna, Gunnhildur og Elon hefja leik í dag á Lady Pirate mótinu
Sunna Víðisdóttir, GR og Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG og golflið Elon hefja leik í dag á Lady Pirate Intercollegiate, en mótið fer fram í Greenville, Suður-Karólínu. Mótið stendur 13.-14. október 2014 og eru þátttakendur frá 18 háskólum. Sunna fer út kl. 8:30 að staðartíma (kl. 12:30 að íslenskum tíma) af 17. teig og Gunnhildur á samta tíma af 18. teig. Hægt er að fylgjast með skori Sunnu, Gunnhildar og annarra í golfiði Elon og Lady Pirate Intercollegiate með því að SMELLA HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Haraldur Franklín og Ragnar Már hefja leik í Texas í dag
Haraldur Franklín Magnús, GR og golflið Louisiana Lafayette og Ragnar Már Garðarsson, GKG og golflið McNeese hefja leik á Miramont Invitaional í Miramont CC í Bryant, Texas, í dag. Mótið fer fram dagana 13.-14. október 2014 og þátttakendur eru frá 14 háskólum. Haraldur Franklín fer út kl. 8:00 að staðartíma (kl. 13:00 hér heima á Íslandi) af 7. teig. Ragnar Már fer einnig út kl. 8:00 að staðartíma (kl. 13:00 hér heima á Íslandi) en af 16. teig. Fylgjast má með gengi Haraldar Franklíns og The Ragin Cajuns, golfliðs Louisiana Lafayette með því að SMELLA HÉR:
Steve Stricker brást kylfufimin fyrir framan 80.000 manns
Steve Stricker, 47 ára, sem er einn af fremstu kylfingum Bandaríkjanna tók að sér að vera með skemmtiatriði í hálfleik leiks ruðningsboltaliða Wisconsin og Illinois háskóla. Stricker er frá Wisconsin og býr í Wisconsin en lék hér áður fyrr með golfliði Illinois háskóla í bandaríska háskólagolfinu. Málið var að Stricker átti að hitta nákvæmlega á miðpunkt vallarins, þ.e. W-ið, sem stendur fyrir Wisconsin. Högg hans mistókst þannig að segja má að honum hafi brugðist kylfufimin í þetta sinn. Sjá má myndir og myndskeið frá höggi Stricker á Randall Stadium með því að SMELLA HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Rúnar og félagar hefja leik á Alister MacKenzie Inv. í dag
Rúnar Arnórsson, GK og félagar í Minnesota golfliðinu hefja leik í dag á Alister MacKenzie Invitational. Mótið stendur dagana 13.-14. október 2014 og þátttakendur eru frá 16 háskólaliðum. Leikið er á golfvelli Meadow Club, sem er par-71 í Fairfax, Kaliforníu. Rúnar á rástíma kl. 8:15 að staðartíma (kl. 15:15 að okkar tíma hér heima á Íslandi) og hann fer út af 16. teig. Fylgjast má með gengi Rúnars og golfliðs Minnesota með því að SMELLA HÉR:
LPGA: Shanshan Feng sigraði á Sime Darby mótinu
Shanshan Feng frá Kína sigraði á Sime Darby LPGA Malaysia mótinu í gær. Shanshan lék á samtals 18 undir pari, 266 höggum (67 67 69 63). Í 2. sæti varð Pornanong Phattlum frá Thaílandi á 15 undir pari, 269 höggum (67 67 65 70). Í 3. sæti urðu Pernilla Lindberg, frá Svíþjóð og Chella Choi og So Yeon Ryu frá Suður-Kóreu allar á samtals 14 undir pari, hver. Til þess að sjá lokastöðuna á Sime Darby LPGA Malaysia SMELLIÐ HÉR:
GG: Axel og Helgi Dan sigruðu í Kóngslöppinni
Laugardaginn 11. október fór fram Kóngslapparmótið á Húsatóftarvelli, í Grindavík. Skráðir í mótið voru 43 (þar af 2 kvenkylfingar) en aðeins 35 luku keppni, þ.á.m. kvenkylfingarnir báðir! Mótanefnd GG sendi frá sér eftirfarandi úrslitafrétt: „Heldur höfðu veðurguðirnir snúið við okkur bakinu í morgun þegar fyrstu menn mættu til leiks, NA strekkingur, skítakuldi en sólskin svo von var á því að hitastigið myndi þokast upp. Úrslitin eru eftirfarandi: 1.sæti í höggleik Helgi Dan Steinsson GG 71 högg. 1.sæti í punktakeppni Axel Jóhann Ágústsson GR 33 punktar. 2.sæti í punktakeppni Guðmundur Andri Bjarnason GG 32 punktar. 3.sæti í punktakeppni Birgir Hermannsson GG 30 punktar. Ingvar Guðjónsson GG gerði sér lítið fyrir og Lesa meira
Hvað var í sigurpoka Bae?
Sang-Moon Bae tryggði sér 2. PGA Tour sigur sinn með 2 högga sigri sínum á Frys.com Open. Bae gerði m.a. þá breytingu að hann setti nýtt Graphite Design MJ-7X skaft (45 tomma) á Callaway Big Bertha V-Series dræver sinn. Bae notaði þar að auki Odyssey Damascus Grand pútter, sem hann náði sér í, í Japan og notaði fyrst í Silverado Country Club. Odyssey framleiddi aðeins 350 Damascus Grand púttera með #1 haus og þeir fengust aðeins í Japan. Pútterinn er svartur með PVD áferð og púttershöfuðið vegur aðeins 345 grömm og er úr Damascus stáli — sem er sama stálið sem notað hefir verið til að búa til samurai sverð Lesa meira










