Ragnheiður Jónsdóttir | október. 15. 2014 | 21:00

Kaymer klæðist bleika jakkanum – myndir frá Grand Slam

Hér má sjá nokkrar myndir frá PGA Grand Slam of Golf, en þýski kylfingurinn Martin Kaymer bar í kvöld sigurorð af Bubba Watson í bráðabana í mótinu:  

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 15. 2014 | 20:00

Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ: Af hverju Bandaríkjamenn tapa alltaf

Í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins greinir Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ, frá skoðun sinni á því af hverju Bandaríkjamenn tapi alltaf í Rydernum. Sjá má skemmtilega röksemdafærslu Hauks Arnar fyrir því með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 15. 2014 | 18:25

Kaymer sigraði á Grand Slam

Martin Kaymer setti niður 2 metra fuglapútt og vann Bubba Watson á 1. holu bráðabana og sigraði þar með sinn fyrsta sigur á PGA Grand Slam of Golf . Kaymer, sem var með 2 högga forystu eftir 1. dag var á sléttu pari í dag, 71 höggi meðan Bubba var á 2 undir pari, 69 höggum og því allt jafnt hjá þeim félögum og því varð að koma til bráðabana. Báðir voru á 6 undir pari, 136 höggum eftir 36 holu leik og ljóst að koma þyrfti til bráðabana. Kaymer og Bubba fóru því aftur á 18. teig en 18. holan var 1. hola bráðabanans. Báðir átti glæsiteighögg á miðja Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 15. 2014 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: JJ Henry (17/50)

JJ Henry var sá 35. til þess að fá kortið sitt á PGA Tour fyrir keppnistímabilið 2014-2015. Ronald „J.J.“ Henry III fæddist 2. apríl 1975 í Fairfield, Conneticut og er því 39 ára. Hann spilaði í bandaríska háskólagolfinu með golfliði Texas Christian University, og varð m.a. í 2. sæti áirð 1998 í NCAA Division I Men’s Golf Championships og gerðist atvinnumaður seinna það ár. JJ var kominn á Nationwide Tour (forvera Web.com Tour) 1999, og eftir að sigra á BUY.COM Knoxville Open árið 2000, komst JJ í fyrsta sinn á PGA Tour árið 2001.   Fyrsti  PGA Tour sigur hans kom 2006 á Buick Championship; og JJ varð fyrsti kylfingurinn Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 15. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Eygló Myrra og Ólafía Þórunn – 15. október 2014

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir –  en þetta er einfaldlega afmælisdagur mikilla golfsnillinga. Stórkylfingarnir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO eiga einfaldlega þennan dag saman.  Íslandsmeistarinn okkar í holukeppni 2013 og höggleik 2014, Ólafía Þórunn  er fædd 15. október í Reykjavík 1992 og því 22 ára í dag!!! Eygló Myrra hins vegar fæddist 15. október 1991, í Óðinsvéum, Danmörku og er 23 ára. Báðar voru þær verið við nám í Bandaríkjunum Eygló Myrra er útskrifuð frá  University of San Francisco í Kaliforníu og Ólafía Þórunn frá  Wake Forest í Norður-Karólínu. Báðar léku þær með golfliðum skóla sinna. Sjá má viðtal Golf 1 við Eygló Myrru með því að SMELLA HÉR:  Sjá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 15. 2014 | 14:30

Mark O´Meara, Laura Davies, David Graham og A.W Tillinghast valin í frægðarhöll kylfinga 2015

Laura Davies, David Graham, Mark O’Meara, og Albert Warren (A.W.) Tillinghast hafa verið valin í frægðarhöll kylfinga 2015. Loksins, loksins kom að því að Laura Davies var kosin í frægðarhöll kylfinga!!! Hún hefir einokað kvennagolfið í áratugi og hefir m.a. sigrað 20 sinnum á LPGA Tour og 45 sinnum á Evrópumótaröð kvenna og alls í 84 mótum á alþjóðavísu. „Ég hlakka sérstaklega til vígsluathafnarinnar í St. Andrews 2015. Þetta mun virkilega verða sérstök athöfn,“ sagði Davies eftir að henni var tjáð um valið á henni. Laura Davies er sannkölluð golfdrottning, án þess að á aðrar sé hallað!!! Hún á heima í höllinni!!! Fagn í öðru veldi!!! „Að verða þess mikla heiðurs Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 15. 2014 | 13:13

Ryder Cup: Bandaríkjamenn setja á laggirnar vinnuhóp til að taka á málum hjá sér – liðsmenn Evrópu gera grín að hópnum!

Bandaríkjamenn hafa nú sett á laggirnar vinnuhóp (ens. task force) til þess að bæta ástandið innan Ryder Cup liðsins og frammistöðuna í keppninni við lið Evrópu sem unnið hefir 8 sinnum í 10 síðustu viðureignum!  Talað er um task force um vinnuhópa innan hersins og grínið hér að neðan verður að skiljast í því ljósi! Vinnuhópurinn hefir u.þ.b. 700 daga til stefnu, eða þar til liðin mætast að nýju á Hazeltine í Minnesota 2016! Í vinnuhópnum eru m.a. Phil Mickelson og Tiger Woods, sjá með því að SMELLA HÉR:  Nú þegar hafa nokkrir Ryder bikars leikmenn liðs Evrópu gert grín að nýja bandaríska vinnuhópnum en þeirra á meðal eru Lee Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 15. 2014 | 12:00

Jiménez vill verða Ryder Cup fyrirliði 2016

Tvöfaldur Ryder Cup varafyrirliði Evrópu, Miguel Angel Jiménez,  sem m.a. var varafyrirliði Paul McGinley í 16 1/2 sigri Evrópu g. 11 1/2 Bandaríkjanna í Gleneagles hefir gefið út að hann sækist eftir að verða næsti fyrirliði evrópska Ryder bikars liðsins í Hazeltine National í Chaska, Minnesota,  í Bandríkjunum 2016. Jiménez, 50 ára,  var líka varafyrirliði evrópska liðsins árið 1997 þegar Seve Ballesteros var fyrirliði og hefir sjálfur tekið þátt í 4 Ryder bikars keppnum – en þar af hefir hann verið í 2 sigurliðum Evrópu. „Ég myndi elska það að vera fyrirliði,“ sagði Jiménez, sem m.a. á metið yfir að vera elsti sigurvegari á Evrópumótaröðinni. Hann undirbýr sig nú undir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 15. 2014 | 10:00

Ryder Cup: GMac segir Mickelson hafa haft rangt fyrir sér

Graeme McDowell hefir nú komið fram og sagt að  Phil Mickelson  hafi haft rangt fyrir sér að gagnrýna fyrirliða bandaríska Ryder Cup liðsins Tom Watson fyrir opnum tjöldum. Mickelson, sem tekið hefir þátt í 10 Ryder bikars keppnum gagnrýndi 8-faldan risamótssigurvegarann Watson í hlutverki þess síðarnefnda sem fyrrliða; m.a. ákvarðanir Watson um paranir og bar hann saman svo á Watson hallaði við fyrrum fyrirliða bandaríska liðsins Paul Azinger. „Það er óskrifuð regla að maður gagnrýnir ekki fyrirliða í Ryder Cup. Sigur, tap eða jafnt maður gerir það bara ekki,“ sagði GMac. Azinger var fyrirliði síðast þegar Bandaríkin sigruðu 2008 og Mickelson telur að strategían sem notuð var þá hefði átt Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 15. 2014 | 09:00

Grand Slam: Kaymer með 2 högga forystu e. fyrri dag

Sigurvegari Opna bandaríska Martin Kaymer hefir tekið tveggja högga forystu á Grand Slam of Golf eftir frábæran hring upp á 6 undir pari, 65 högg, þar sem hann fékk 5 fugla og glæsiörn. Í 2. sæti er Masters sigurvegarinn Bubba Watson, sem lék á 67 höggum. Sigurvegari Opna breska og PGA Championship Rory McIlroy átti ágætis byrjun en lauk síðan hring sínum á 69 höggum og Jim Furyk rekur lestina á 73 höggum. Leikur Kaymer var næstum eins fullkominn og þegar hann sigraði á Pinehurst nr. 2 í sumar.  Einu mistök hans var þrípútt á par-3 13. holunni, þar sem hann fékk skolla. „Það er mikilvægt að slaka ekki á Lesa meira