Ragnheiður Jónsdóttir | október. 22. 2014 | 09:00

Evróputúrinn: Dubuisson talinn sigurstranglegur í Perth

Franski kylfingurinn, Victor Dubuisson, er talinn sigurstranglegur á móti vikunnar á Evróputúrnum ISPS Handa Perth International, sem hefst í Ástralíu á morgun. Og Dubuisson, sem á árinu lék m.a. í sínu 1. Ryder Cup móti, líður ósköp vel með álit annarra á sér. „Það er betra að vera álitinn sigurstranglegur, en ég mun aðeins reyna að gera mitt besta,“ sagði hinn 24 ára Dubuisson. „Það er fullt af góðum leikmönnum hér. Jason (Dufner), Charl (Schwartzel og síðan fullt af leikmönnum á Evróputúrnum. Það eru kylfingar hér sem hafa spilað mikið í Bandaríkjunum og eru alveg á mörkunum að komast til þess að spila í the Final Series. Þetta er síðasta Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 21. 2014 | 18:10

Hvað er Michelle Wie að setja upp í sig?

Hafið þið haldið að meira en  $1.5 milljón í verðlaunafé og sigur á fyrsta risamótinu hafi breytt Michelle Wie, þá hugsið upp á nýtt. Ykkur rekur e.t.v. minni til svipaðrar fréttar frá því á síðasta ári … en Wie endurtók leikinn í ár. Hún sneri aftur til Suður-Kóreu í síðustu viku, þar sem hún tók þátt í LPGA-KEB Hanabank Championship. Hún lauk keppni tveimur höggum á eftir sigurvegaranum „heimakonunni“ Baek þ.e. varð jöfn öðrum í 5. sæti. Þetta er í fyrsta skipti sem nr. 6 á Rolex-heimslistanum (Wie) sneri til keppni eftir að hún dró sig úr Evían Championship í síðasta mánuði vegna meiðsla í úlnlið. Og þegar Wie er í heimalandi foreldra Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 21. 2014 | 16:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: Sean O´Hair (21/50) – Fyrri hluti

Sean M. O´Hair var nr. 31 af 50 til þess að hljóta kortið sitt á PGA Tour fyrir keppnistímabilið 2014-2015. Sean M. O’Hair fæddist 11. júlí 1982 í Lubbock, Texas og er því 32 ára. Hann á þar með sama afmælisdag og Ísak „okkar“ Jasonarson í GK.   Í stað þess að spila í bandaríska háskólagolfinu þá gerðist O´Hair atvinnumaður 1999 eftir 3 ár sitt í  high school í  Brophy College Preparatory í Phoenix, Arizona, með fullum stuðningi föður síns Marc O’Hair, sem seldi hlut sinn í fjölskyldufyrirtækinu  í Lubbock fyrir $2.75 milljónir til þess að Sean gæti hlotið bestu menntun sem atvinnukylfingur. O´Hair fjölskyldan fluttist til Flórída og Sean var Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 21. 2014 | 14:45

Er Caroline Wozniacki búin að krækja sér í nýjan kylfing?

Golf 1 greindi frá því í gær að svo virðist sem Rory McIlroy hafi átt stefnumót við bandarísku leikkonuna Meghan Markle og sá vinskapur hafi a.m.k. staðið frá því síðsumars þetta árið þegar hann jós hana ísjökulköldu vatni í ísfötuáskoruninni. Fyrr á árinu sleit Rory trúlofun sinni og dönsku tennisdrottningarinnar Caroline Wozniacki, s.s. frægt er orðið. En Caroline situr ekki auðum höndum og grætur í koddann sinn því svo virðist sem hún eigi vingott við annan Nike kylfing og reyndar ekki í fyrsta sinn, sem kjaftasögur hafa farið af stað um samband þeirra beggja, enda eiga þau ýmislegt sameiginlegt. Þau eru bæði ung og falleg, bæði meðvituð um nauðsyn þess Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 21. 2014 | 14:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hrafn Guðlaugsson – 21. október 2014

Það er Hrafn Guðlaugsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hrafn er fæddur 21. október 1990 og er því 24 ára í dag. Hann er klúbbmeistari Golfklúbbsins Setbergs (GSE) í Hafnarfirði 2012 og 2014 og spilar sem stendur í bandaríska háskólagolfinu með Faulkner háskóla. Sjá má viðtal Golf1, sem tekið var við Hrafn í byrjun árs 2013 með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Hrafni til hamingju með afmælið hér að neðan: Hrafn Guðlaugsson (24 ára – Innilega til hamingju með daginn!!!)   Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Willy Anderson, f. 21. október 1879 – d. 25. október 1910 – Anderson er m.a. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 21. 2014 | 07:45

Tiger farinn að taka fulla sveiflu aftur!

Endurkoma Tiger Woods í keppnisgolfið virðist vera á áætlun af því að hann er farinn að taka fulla sveiflu, í undirbúningi fyrir mótið þar sem hann verður gestgjafi, 4.-9. desember í Orlando, Flórída. Tiger, sem gert hefir öllum ljóst að hann ætli sér að spila í Hero World Challenge, í fyrrum klúbbi sínum í Orlando, Islesworth, byrjaði að slá í síðustu viku skv. USA Today „Læknarnir hafa sagt að hann geti slegið aftur og hann er að hlusta á lækna sína og líkama,“ sagði umboðsmaður Tiger, Mark Steinberg, dagblöðum í gær … „og honum líður býsna vel.“ Tiger var orðinn ansi pirraður með leik sinn eftir að hann átti tvo hringi upp á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 20. 2014 | 17:17

Bandaríska háskólagolfið: Fylgist með Andra Þór á Jim Rivers mótinu

Andri Þór Björnsson, GR og Geaux Colonels hófu leik í dag í Choudrant Louisiana, á Squire golfvellinu á Jim Rivers Intercollegiate mótinu. Þátttakendur eru 60 frá 10 háskólum. Andri Þór á óspilaðar 3 holur af 1. hring þegar þetta er ritað og er sem stendur í 14. sæti og á besta skori liðs síns. Nicholls State er sem stendur í 7. sæti í liðakeppninni. Til þess að fylgjast með Andra Þór stöðunni á Jim Rivers mótinu SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 20. 2014 | 17:00

Rory sást með Meghan Markle í Dublin nú um helgina

 Rory McIlroy sást nú um helgina með Hollywood leikkonunni Meghan Markle og virtust  þau eiga kósý stundir saman í Dublin. Hér á myndinni að neðan má sjá hinn 25 ára Rory borða saman ásamt fyrrum módelinu Meghan, 33 ára á Fade Street Social í miðborg Dublin: Þau virtust niðursokkin í samræður á Dylan McGrath veitingastaðnum. „Þau sátu saman – höfðu ekki augun hvort af öðru og töluðu saman allt kvöldið,“ sagði einn heimildarmanna. Meghan er best þekkt í hlutverki sínu sem Rachel Zane í bandarísku sjónvarpsþáttaröðinni Suits. Skyldi Rory vera komin með nýja dömu upp á arminn? Golf 1 sagði frá því fyrr í haust að Rory hefði skorað á Meghan Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 20. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Kristján Þór Kristjánsson – 20. október 2014

Það er Kristján Þór Kristjánsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Kristján Þór fæddist 20. október 1967 og á því 47 ára afmæli í dag.  Hann er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og er kvæntur Helgu Loftsdóttur.  Komast má á facebooksíðu Kristjáns Þórs til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Kristján Þór Kristjánsson (47 ára – Innilega til hamingju með daginn!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Tsuneyuki „Tommy“ Nakajima, 20. október 1954 (60 ára stórafmæli!!!);  David Lynn, 20. október 1973 (41 árs – Sjá kynningu Golf 1 á Lynn með því að  SMELLA HÉR: ); Veronica Zorzi, 20. október 1980 (34 ára);  Danielle Kang, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 20. 2014 | 13:38

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst lauk leik á US Collegiate Championship

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og golflið ETSU luku í gær leik á US Collegiate Championship. Mótið fór fram í The Golf Club of Georgia,  í Alpharetta, Georgía dagana 17.-19. október 2014 Það má svo sannarlega segja að Guðmundur Ágúst hafi oft spilað betur en hann lék á samtals 233 höggum (76 77 80) og spilað sífellt ver eftir því sem leið á mótið. Hann hafnaði í 74. sæti í mótinu af 78 þátttakendum og var á 5. og lakasta skori í sínu liði í heildina tekið.  Skor hans taldi þó á 2. og 3. hring en í bæði skipti átti hann 4. besta skorið í liðinu og átti Guðmundur Ágúst Lesa meira