Ragnheiður Jónsdóttir | október. 27. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Helena, Björgvin og Jódís – 27. október 2014

Afmæliskylfingar dagsins eru þrír: Helena Árnadóttir Blowers, GR; og tvíburarnir Jódís og Björgvin Sigurbergsbörn, GK.  Helena er fædd 27. október 1984 og á því 30 ára stórafmæli í dag! Hún er gift Tim Blowers. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með merkisafmælið hér að neðan: Helena Árnadóttir (30 ára) Anna Jódís og Björgvin eru fædd 27. október 1969. Komast má á facebook síðu Björgvins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Björgvin Sigurbergsson (45 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Carol Semple, 27. október 1948 (66 ára); Patty Sheehan, 27. október Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 27. 2014 | 11:00

Hvað var í sigurpoka Streb?

Robert Streb fékk fugl á 2. holu í bráðabana og vann þar með fyrsta titil sinn á PGA Tour í gær, 26. október 2014 á McGladrey Classic mótinu.  Hér fer listi yfir það sem var í poka hans: Dræver: Titleist 913D3 (Aldila Tour Blue 65TX skaft), 9.5°. 3-tré: Titleist 913Fd (Fujikura Motore VC 8.2X skaft), 15°. Járn: Titleist 714 CB (2-9; True Temper Dynamic Gold S300 Tour Issue sköft). Fleygjárn: Titleist Vokey Design SM5 (46° og 56°; True Temper Dynamic Golf S300 Tour Issue sköft), Titleist Vokey Design prototype (60°; True Temper Dynamic Gold S300 Tour Issue skaft). Pútter: Scotty Cameron GoLo Knucklehead. Bolti: Titleist Pro V1x.  

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 27. 2014 | 10:00

Hver er kylfingurinn: Robert Streb?

Robert Streb vann í gær, 26. október 2014,  fyrsta sigur sinn á PGA Tour, McGladrey Classic. Hér má t.a.m. sjá fallegt teighögg Streb frá lokahringnum, þar sem hann fór næstum holu í höggi SMELLIÐ HÉR:  En hver er kylfingurinn – Robert Streb? Robert Streb fæddist í Chickasha, Oklahoma, 7. apríl 1987 og er því 27 ára. Hann spilaði golf í bandaríska háskólagolfinu með golfliði Kansas State University. Streb útskrifaðist árið 2009 með gráðu  í markaðsfræðum og gerðist atvinnumaður í golfi það ár. Fyrstu sigrar hans sem atvinnumaður voru í Oklahoma Open árin 2009 og 2011. Fyrstu árin (2010 og 2011) eftir að Streb gerðist atvinnumaður spilaði hann á NGA Pro Golf Tour. Árið 2012 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 27. 2014 | 02:00

PGA: Streb sigraði á McGladrey mótinu – Hápunktar 4. dags

Robert Streb sigraði í McGladrey mótinu nú fyrr í kvöld,  en sigurinn er sá fyrsti sem hann vinnur á PGA Tour. Eftir hefðbundið 72 holu spil voru þeir Will MacKenzie, Brendon de Jonge og Robert Streb  efstir og jafnir en allir voru þá búnir að spila Seaside völlinn á samtals 14 undir pari, 266 höggum; MacKenzie (65 68 65 68); de Jonge (68 64 69 65) og Streb (69 66 68 63). Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra og var fyrst par-4 18. holan spiluð aftur.  Þar datt deJonge út en hann fékk skolla, lék holuna á 5 höggum.  Önnur holan sem spiluð var, var par-3 17. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 26. 2014 | 19:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá hefur leik í Las Vegas í dag

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og golflið Fresno State hefja leik í dag á Las Vegas Collegiate Showdown í Las Vegas, Kaliforníu í dag. Mótið stendur dagana 26.-28. október og þátttakendur eru 96 frá 19 háskólum. Gestgjafi er UNLV  (stendur fyrir University of Las Vegas). Til þess að fylgjast með Guðrúnu Brá og félögum í Fresno SMELLIÐ HÉR:  Þetta er síðasta mót Guðrúnar Brá á haustönn, en næsta mót hjá henni og Fresno State er The Gold Rush á Long Beach Kaliforníu á næsta ári 2015.

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 26. 2014 | 18:30

Bandaríska háskólagolfið: Sunna og félagar við keppni í S-Karólínu

Sunna Víðisdóttir, GR og félagar í golfliði Elon eru sem stendur við keppni á Turtle Point golfvellinum, á Palmetto Intercollegiate mótinu á Kiawah Island í Suður-Karólínu. Mótið stendur dagana 26.-28. október og þátttakendur eru 104 frá 20 háskólum. 1. hringur er þegar hafinn. Til þess að fylgjast með gengi Sunnu og Elon á Palmetto mótinu SMELLIÐ HÉR:  Þetta er síðasta mót Sunnu fyrir jól, en næstu mót hjá henni í bandaríska háskólagolfinu verða ekki fyrr en á vorönn 2015.

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 26. 2014 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: Jonathan Randolph (22/50)

Jonathan Randolph var sá 30. af 50 til þess að hljóta kortið sitt á PGA Tour, keppnistímabilið 2014-2015. Jonathan Randolph er fæddur 10. ágúst 1988 og er því 26 ára.  Hann byrjaði að spila golf 4 ára.  Fyrsta golfminning hans er að spila í Texas Scrambli með pabba sínum. Mesta afrekið til þess er að hafa verið aðeins 2 sigrum frá því að vinna sér inn þátttökurétt á Masters risamótinu á  U.S. Public Links Championship árið 2011. Uppáhaldsgolfvellir Randolph eru Muirfield, Sage Valley og Torrey Pines GC – Völlur sem Randolph langar til þess að spila er Augusta National. Segir að ef hann væri ekki atvinnumaður í golfi væri hann á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 26. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Helga Jóhannsdóttir – 26. október 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Helga Jóhannsdóttir. Helga er fædd 26. október 1963 og á því 51 árs afmæli í dag!!!! Helga er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði.  Helga hefir verið virk í kvennastarfi Keilis og hefir tekið þátt í mörgum opnum golfmótum hérlendis með góðum árangri og spilar golf hér á landi sem erlendis. Helga er gift Aðalsteini Svavarssyni og á tvær dætur: Írisi Ösp og Agnesi Ýr. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Helga Jóhannsdóttir; GK (51 árs – Innilega til hamingju!!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Mark Bucek, f. 26. október 1961 (53 ára);  David Miley f. 26. október 1966 (48 ára) Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 26. 2014 | 13:45

GSG: Farið í Sunnudagsbíl- og golftúr í Sandgerði og vöfflukaffi eftir á!

Kirkjubólsvöllur í Sandgerði er opinn í dag, sunnudaginn 26. október 2014,  líkt og hann er búinn að vera alla helgina . Vallargjald 2500 kr. á mann og kaffi og vöflur innifalið. Ath rástímaskráning er á golf.is Nú er bara að drífa sig í sunndagsbíl- og golftúr í Sandgerði – spila dásamlegan Kirkjubólsvöllinn ….. og …… fá sér vöfflur og kaffi eftir á!!!

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 26. 2014 | 12:25

PGA: „Leiðinlegur“ ás MacKenzie – Myndskeið

Will MacKenzie taldi að gott högg hefði endað illa. Hann notaði 8-járn á par-3 6. holunni í gær á McGladrey Classic og sá að boltinn stefndi á flaggið og heyrði boltann smella í stönginni, en sá ekkert hvar boltinn lenti. Ef þessir 4 sem voru að horfa á klöppuðu, heyrði MacKenzie ekkert í þeim; Hann bara gekk að poka sínum og rétti kylfusveini sína kylfuna. „Ég hélt að boltinn hefði endurkastast,“ sagði MacKenzie. Það var bara eitt hann fann bolta sinn hvergi á flötinni. „Þetta er mesti antipata ás sem ég hef nokkru sinni fengið,“ sagði MacKenzie. En það var þessi ás ásamt frábæru 15 metra fuglapútti MacKenzie, sem kom honum í forystu Lesa meira