GA: Lokahóf unglingaráðs í höllinni 14. nóvember n.k.
Á vefsíðu GA er að finna auglýsingu fyrir lokahóf unglingaráðs sem fram fer 14. nóvember n.k. en þar segir: „Vetrarstarfið er hafið fyrir norðan hjá GA og tími til að líta til baka og skoða árangur sumarsins. Margt gott hefur gerst hjá öllum og í heildina litið getið þið og Golfklúbbur Akureyrar verið stolt af ykkur. Við hittumst í höllinni kl. 18 föstudaginn 14. nóvember – reiknum með ca. 2 klst. Verðlaunaafhendingar, pizza og þrautir. Brian og unglingaráð.„
Bubba hughreystir Patrick Reed
Tvöfaldi Masters meistarinn Bubba Watson, sem sigraði s.l. sunnudag á WGC-HSBC Champions í Shanghai sagði að hann hefði hughreyst landa sinn Patrick Reed, fyrir 2. hring heimsmótsins í Shanghai. Reed á von á sekt vegna þess að honum varð á að blóta og nota orðið hommi í niðrandi merkingu og allt tekið upp af sjónvarpsmyndavélum sem þar voru nálægt. Bubba sagði: „Hann kom til mín í gær (þ.e. á föstudeginum fyrir helgi) og sagði: „Hey, ég gerði svolítið af mér.“ „Ég (þ.e. Bubba) sagði: „Hvað gerðirðu?“ Og síðan sýndi hann mér myndskeiðið á símanum sínum. Ég sagði : „Jamm þetta er ekki gott, þetta er ekki gott, maður.“ Á myndskeiðinu Lesa meira
Rory sigurvegari Race to Dubai
Nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy þarf ekkert að spila á hinu ábatasama lokamóti Evrópumótaraðarinnar í Dubai; hann er þegar búinn að tryggja sér efsta sætið á peningalista Evrópumótaraðarinnar Race to Dubai. Hins vegar er talið líklegt að Rory geri svo engu að síður. Rory á 2950 stig á þann sem næstur kemur á Race to Dubai listanum, Jamie Donaldson og útlokað fyrir nokkra aðra að ná honum. Rory er reyndar ekkert búinn að taka þátt í tveimur af 4 lokamótum Evrópumótaraðarinnar, bara í fríi, til að geta sinnt málaferlum við fyrrum umboðsskrifstofu sína, heima á Írlandi. Rory vann Race to Dubai í Shanghai, Kína nú um helgina, án þess Lesa meira
Ólafur Björn svekktur
Ólafur Björn Loftsson, NK, komst ekki áfram á lokastig úrtökumóts Evrópumótaraðarinnar, sem fram fer á PGA Catalunya golfvellinum , í Girona, á Spáni n.k. desember. Ólafur Björn hafði eftirfarandi úrslitin á 2. stigi úrtökumótsins og framhaldið hjá sér: „Komst því miður ekki áfram á lokaúrtökumótið fyrir Evrópumótaröðina. Ég er að sjálfsögðu mjög svekktur yfir úrslitunum en ég gerði mitt besta og mæti sterkari til leiks næst. Ég átti flotta kafla í mótinu en of mörg klaufaleg mistök komu í veg fyrir að ég næði takmarkinu í þetta skiptið. Það var þó frábært að Biggi komst áfram og hef ég mikla trú á að hann klári dæmið í næstu viku og komi Lesa meira
Sergio Garcia telur slæma enskukunnáttu Jiménez varna því að hann verði fyrirliði
Sergio Garcia telur slæma enskukunnáttu Miguel Angel Jiménez standa í vegi fyrir að hann verði næsti fyrirliði Ryder Cup liðs Evrópu. Það hver verður nýi fyrirliði Ryder bikarsins virðist nú bara vera einvígi milli Darren Clarke og Jiménez. Og Clarke barst stuðningur úr óvæntri átt því Garcia telur tungumálakunnáttu landa síns standa í vegi fyrir að hann geti hugsanlega orðið fyrirliði. „Ég veit að Miguel hefir verið góður Ryder Cup leikmaður og hann hefir líka verið frábær varafyrirliði Ryder Cup en að verða fyrirliði er allt annað“ „Allt frá þeim tíma sem fyrirliðinn er skipaður þá líður allt að eitt og hálft ár þar sem hann verður að koma fram, taka Lesa meira
Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: Greg Owen (31/50)
Enski kylfingurinn Greg Owen var sá 21. til þess að hljóta kortið sitt á PGA Tour fyrir keppnistímabilið 2014-2015. Gregory Clive Owen fæddist í Mansfield, Notthinghamshire, 19. febrúar 1972 og er því 42 ára. Þegar hann var 13 ára var hann tennisleikari nr. 1 í Notthinghamshire. Eiginkona hans Jacqui er fimleikakona. Hann gerðist atvinnumaður 1992 og komst á Evróputúrinn í gegnum Q-school 1997. Hann varð meðal efstu 100 á stigalista Evrópumótaraðarinnar (Order of Merit) á hverju ári frá 1998 -2004 og vann sinn fyrsta sigur á Evróputúrnum árið 2003 á Daily Telegraph Damovo British Masters í 158. mótinu, sem hann tók þátt í. Á Opna breska 2001 varð Owen aðeins Lesa meira
Fyrsta íþróttaminning Rory fær ykkur eflaust til þess að finnast þið vera gömul… – Myndskeið
Þegar tekin eru viðtöl við nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy, þá er hann vanur spurningum um stutta spil sitt, hvernig gengið hafi á lokahring í móti, hvert sé draumahollið o.s.frv. Nokkuð óvanalegra viðtal var tekið við Rory þar sem hann var spurður spurninga á borð við: Hver er fyrsta minning þín af íþróttaviðburði (hér nefnt íþróttaminning)? Eins var Rory spurður um hvaða leikföng hann hefði fengið í jólagjöf sem barn. Það er gaman að viðtölum við Rory því hann er hreinn og beinn og stundum ótrúlega hreinskilinn. Til þess að sjá myndskeið með viðtalinu við Rory SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Andri Þór Björnsson – 10. nóvember 2014
Afmæliskylfingur dagsins er Andri Þór Björnsson. Andri Þór er fæddur í Reykjavík 10. nóvember 1991 og er því 23 ára í dag. Hann er afrekskylfingur í Golfklúbbi Reykjavíkur (GR). Andri Þór stundar nám og spilar með golfliði Nicholls State háskólanum í Thibodeaux í Louisiana. Hann er búinn að standa sig vel í haust með Geaux Colonels, þ.e. golfliði skólans og hefir oftar en ekki verið á besta skorinu í liðinu. Sjá má viðtal Golf 1 við Andra Þór með því að SMELLA HÉR: Komast má á heimasíðu Andra Þórs til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Andri Þór Björnsson (23 ára – Innilega til hamingju!!!) Aðrir frægir kylfingar Lesa meira
Birgir Leifur í 12. sæti – kominn áfram á lokaúrtökumót Evrópumótaraðarinnar
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, er kominn áfram á lokaúrtökumót Evrópumótaraðarinnar. Eftir 4. hringinn á El Saler var Birgir Leifur jafn 2 öðrum í 12. sæti í mótinu eftir að hafa samtals spilað á 3 undir pari, 285 höggum (73 70 72 70). Í dag lék Birgir Leifur 4. hringinn á 2 undir pari, 70 höggum; fékk 3 fugla og 1 skolla. Alls komust 17 keppendur úr mótinu á lokaúrtökumótið og Birgir Leifur þar á meðal!!! Ólafur Björn Loftsson, NK og Þórður Rafn Gissurarson, GR eru báðir úr leik. Það var Wales-verjinn Gerry Houston, sem sigraði í mótinu á samtals 11 undir pari. Sjá má lokastöðuna á El Saler úrtökumótinu með Lesa meira
Adam Scott vill spila við Rory
Fyrir 12 mánuðum missti Adam Scott af tækifæri til þess að sigra í Australian Open heima í Ástralíu vegna mistaka á lokaholunni, sem varð til þess að Rory, sem búinn var að eiga versta ár ferilsins, vann 1. mót sitt í langan tíma …. átti 1 högg á Scott. Nú eru Rory og Adam Scott nr. 1 og nr. 2 á heimslistanum og þeim munu spila í sama móti 27. nóvember n.k. Og Scott vill gjarnan vera paraður með Rory, sbr. eftirfarandi sem hann sagði: „Ég trúi því að framkvæmdaraðilar mótsins ættu að grípa tækifærið og setja okkur Rory saman í holl vegna þess að það gerist t.a.m. af og Lesa meira










