Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 4. 2015 | 21:00

Rory hélt upp á nýja árið með nýja dömu sér við hlið

Rory McIlroy hélt upp á nýja árið með nýja konu sér við hlið, en hún bjargaði Ryder Cup fyrir hann þegar hann missti næstum af rástíma sínum. Nr. 1 á heimslistanum (Rory) og Erica Stoll, flugu á vesturströnd Írlands þar sem þau fóru m.a. í þyrluferð í kringum Aran eyjur. Seinna tékkuðu þau sig inn á Ashford kastala í Mayo, þar sem þau héldu upp á nýja árið með kampavíni á svítu kastalans. Rory hefir þekkt Ericu í nokkur ár, en hún starfar fyrir PGA og bæði eru mjög aktíf innan golfhreyfingarinnar. Þegar Rory missti næstum af rástíma sínum 2012 á Ryder Cup (kraftaverkinu í Medinah) þá var það Erica Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 4. 2015 | 19:45

Enginn kylfingur meðal efstu 10 í kjöri um íþróttamann ársins 2014

Jón Arnór Stefánsson, landsliðsmaður í körfubolta var valinn íþróttamaður ársins 2014. Það voru samtök íþróttafréttamanna sem stóðu fyrir kjörinu; en í þeim eru að meginstefnu karlar. Það er synd og skömm að ekki skuli jafnhliða íþróttamanni ársins vera kjörin íþróttakona ársins eins og er víðsvegar í nágrannalöndum okkar. Einnig vekur athygli að enginn kylfingur er meðal þeirra 10 sem hlutu flest atkvæði samtakanna; en fáir ef engir íþróttamenn hafa á árinu skarað eins mikið fram úr og Gísli Sveinbergsson, GK,, sem 16 ára var valinn í karlagolflandslið Íslands og vann auk þess Duke of York mótið og stóð sig vel í fjölda annarra móta á erlendri grundu. Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 4. 2015 | 19:30

Afmæliskylfingur dagsins: Gestur Pálsson —– 4. janúar 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Gestur Pálsson. Gestur er fæddur 4. janúar 1965 og á því 50 ára stórafmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Gestur Pálsson (50 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: David Toms, 4. janúar 1967 (48 ára); Björn Åkesson, 4. janúar 1989  – 26 ára (var nýliði á Evrópumótaröðinni 2013); Helga Kristín Einarsdóttir, NK, 4. janúar 1996 (19 ára)   ….. og ….. Hafdís Houmøller Einarsdóttir Tinna Osk Oskarsdottir (31 árs) Björgvin Jóhannesson (37 ára) Alex Gunnarsson Þórður Emil Ólafsson (41 árs) Thor Aspelund (46 ára) Róbert Óskar Sigurvaldason (41 árs) Björgvin Jóhannesson  (36 ára)   Golf 1 óskar afmæliskylfingunum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 4. 2015 | 17:00

Stuart Scott látinn

Það eru margir Íslendingar, sem búsettir hafa verið í Bandaríkjunum sem kannast við Stuart Scott, en hann  var íþróttafréttamaður ESPN sjónvarpsstöðvarinnar, þ.e. í þættinum Sports Center sem hann stjórnaði með Richard Eisen sér við hlið. Scott, sem aðeins varð 49 ára, þegar hann lést, hafði barist við krabbamein undanfarin 7 ár. Scott var sjálfur mikill kylfingur og sagði eitt sinn að það hefði verið Tiger Woods, sem hefði fengið sig til að byrja. Scott tók viðtöl við fjölmarga kylfinga allt frá Tiger til Blair O´Neal. Íþróttaheimurinn er harmi sleginn og mátti m.a. lesa eftirfarandi samúðartvít kylfinga í dag: Stuart wasn’t covering heroes & champions, it was the other way around. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 4. 2015 | 15:00

Golfútbúnaður: Nike fær einkaleyfi fyrir endurnýtanlega golfbolta

Nike hefir fengið einkaleyfi fyrir endurnýtanlega golfbolta s.s. fram kemur í grein frá Bloomberg. Í gögnum með einkaleyfi 8,905,861 segir m.a.: „„Of oft er golfboltum hent þegar ytra lag þeirra er orðið rispað eða skorið, jafnvel þó innri lög boltans séu enn í lagi og nýtanleg.“ Nýi boltinn er með aukalag milli ytra lags og kjarna og í  endurnýtingarferlinu fer fram efnahvart sem býr til gastegund sem tekur ónýta ysta lagið af boltanum.“ Nike var búið að sækja um einkaleyfi á þessu ferli árið 2012. Ferlið er nú allt í höndum nýs forseta Nike, Daric Ashford, sem tók við af Cindy Davis, sem hætti í október s.l.

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 4. 2015 | 13:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2015: Matthew Fitzpatrick (17/27)

Það var enski kylfingurinn Matthew Fitzpatrick sem varð í 11. sæti á lokaúrtökumóti Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór á PGA Catalunya golfstaðnum í Girona á Spáni  15.-20. nóvember 2014. Birgir Leifur okkar Hafþórsson spilaði einnig í lokaúrtökumótinu en komst því miður ekki í gegnum niðurskurð að þessu sinni. Matthew Fitzpatrick er fæddur 1. september 1994 og er því 20 ára ungur.   Hann á því sama afmælisdag og Breki Marinósson. Fitzpatrick hefir m.a. unnið sér það til frægðar að hafa komist í gegnum niðurskurð á Opna breska risamótinu 2013 og var á lægsta skori áhugamanna sem þátt tóku.  Jimmy Mullen, áhugamaður komst þetta árið einnig í gegnum niðurskurð.  Fitzpatrick hlaut því Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 4. 2015 | 11:00

Nýju stúlkurnar á LET 2015: Laura Jansone (7/34)

Þann 17.-21. desember 2014 fór fram lokaúrtökumót fyrir Evrópumótaröð kvenna í Samanah Al Maaden golfklúbbnum í Marokkó. Nánar tiltekið 2015 Lalla Aicha Tour School Final Qualifying eins og mótið heitir á ensku. Meðal þátttakenda á lokaúrtökumótinu í ár voru tveir íslenskir kvenkylfingar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, en þær komust því miður ekki í hóp þeirra sem hlutu keppnisrétt á LET 2015. Golf 1 mun, eins og undanfarin ár kynna allar stúlkur sem hlutu keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna (ens. Ladies European Tour skammst. LET) í gegnum lokaúrtökumótið, en í þetta sinn voru þær 34. Byrjað verður að kynna þær 9 stúlkur sem urðu í 26.-34. sætinu; Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 4. 2015 | 09:00

Ráðgátan um dularfulla pakkann frá Rory til Louisville Kentucky leyst

Menn á póststofunni í Louisville, Kentucky veltu mikið fyrir sér pakka frá Rory McIlroy, sem sendur var 8. desember 2014 frá Írlandi. Í pakkanum voru árituð PGA Championship og Opna breska flögg, der og aðrar golftengdar vörur. Menn trúðu ekki almennilega að sendandinn væri nr. 1 á heimslistanum, þannig að pakkinn var opnaður. En þetta var í raun Rory sem var að senda munina. Viðtakandinn voru skrifstofur  WHAS – Crusade for Children, en það eru samtök sem stofnuð voru 1954 til þess að hjálpa börnum með sérstakar þarfir. WHAS 11 er ABC sjónvarpsstöðin í Louisville. Munirnir sem McIlroy sendi munu verða boðnir upp til styrktar WHAS Crusade for Children. Sá sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 4. 2015 | 07:45

ALPG: Rachel Hetherington snýr aftur í keppnisgolfið

Ástralski kylfingurinn Rachel Hetherington 42 ára, snýr aftur í atvinnumennskuna í golfi, eftir að hafa dregið sig í hlé s.l. 4 ár og eftir 8 titla á LPGA og 62 topp-10 árangra í LPGA mótum. Á árunum 2001-2004 spilaði Hetherington undir eftirnafni þáverandi eigimanns síns þ.e. Teske, og kannast því margir betur við hana sem Rachel Teske.  S.l. 4 ár hefir Hetherington verið í barnseignarfríi en hún og núverandi eiginmaður hennar Greg Ritchie eiga 3 ára dóttur, Önnu. Australian Ladies Professional Golf (skammst.: ALPG) sagði að Hetherington hefði byrjað að vinna með nýjum þjálfara Randall Hollands Smith, s.l. apríl. Hetherington mun spíla í Ástralíu og vonast til þess að keppa í Australian Ladies Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 3. 2015 | 17:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ragnar Þór Ragnarsson – 3. janúar 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Ragnar Þór Ragnarsson. Ragnar Þór er fæddur 3. janúar 1971 og á því 44 ára afmæli í dag!!! Ragnar Þór er í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG). Komast má á facebook síðu Ragnars Þórs til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru eftirfarandi: Francis Clement Newton, f. 3. janúar 1874 – d, 3. ágúst 1946; Fred Haas, 3. janúar 1916-d. 26. janúar 2004; Ashley Chinner, f. 3. janúar 1963 (52 ára); Trudi Jeffrey, 3. janúar 1970 (45 ára), Richard Finch 3. janúar 1974 (41 árs); Maria Boden, 3. janúar 1978 – 37 ára (sænsk spilar á LET); Charlotte L. Ellis, 3. janúar Lesa meira