Ég gæti hafa orðið eins góður og Rory!
Það er ein golfgrein sem vakið hefir athygli í golffréttaheiminum í dag en það er grein Farayi Machamire hjá Daily News. Um er að ræða viðtal Farayi við einn fremsta kylfing Afríkuríkisins Zimbabwe; Julius Kamalizeni. Hér fer greinin í lauslegri þýðingu: Julius Kamalizeni segir að hann gæti hafa orðið eins góður og nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy ef ekki hefði verið fyrir óskilvirkt golfkerfi Zimbabwe. Hann blómstraði tiltölulega seint, en hinn 33 ára Kamalizeni var á allra vörum á 1. hring World Amateur Team Championships, þ.e. Eisenhower Trophy í Stellenbosch, Suður-Afríku fyrir 9 árum þ.e. 2006. Kamalizeni, sem fæddist í Harare og er fyrrum kylfusveinn, var 3 undir pari, eftir 9 Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Danny Lee? (1/4)
Danny Lee frá Nýja-Sjálandi sigraði í gær, 4. júlí 2015 á Greenbriar Classic mótinu. Danny Jin-Myung Lee fæddist 24. júlí 1990 og er því 24 ára. Hann er frá Rotorua, á Nýja-Sjálandi. New Zealand. Lee fæddist í Suður-Kóreu og fluttist til Nýja-Sjálands 8 ára. Nafn hans á Hangul (kóreönsku er skrifað: 이진명.) Hann fékk nýsjálenskan ríkisborgararétt 2. september 2008 á Rotorua, þar sem hann var í Rotorua Boys’ High School. Áhugamannsferill Lee varð sá yngsti til þess að sigra á U.S. Amateur Championship í ágúst 2008, þá 18 ára og 1 mánaða og 6 mánuðum yngri en þegar Tiger Woods vann 1994. Aldursmet hans var bætt ári síðar af hinum 17 ára An Byeong-hun. Lee varð Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Þóra Kristín Ragnarsdóttir – 6. júlí 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Þóra Kristín Ragnarsdóttir. Þóra Kristín er fædd 6. júlí 1998 og því 17 ára í dag. Þóra Kristín er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Hún spilar á Íslandsbankamótaröðinni og hefir staðið sig vel þar á undanförnum árum. Árið 2012, sigraði Þóra Kristín á 2. móti Unglingamótaraðar Arion banka að Hellishólum og spilaði um 1. sætið á 3. mótinu á Korpu. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Arnaud Massey, 6. júlí 1877; Þórhalla Arnardóttir, 6. júlí 1964 (51 árs); Liz Baffoe, 6. júlí 1969 (46 ára); Azuma Yano, 6. júlí 1977 (38 ára) ….. og ….. Healing Energy Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli Lesa meira
Piltalandsliðið hefur leik á morgun í Finnlandi
Piltalandsliðið í golfi hefur leik á morgun á Evrópumeistaramótinu sem fram fer á Pickala Park Course golfvellinum í Finnlandi. Völlurinn er skógarvöllur, 6651 metri að lengd. Mótið fer fram 7.-11. júlí. Alls eru 16 þjóðir með keppnisrétt, en eftir 36 holu höggleik leika átta efstu í A riðli og 8 þjóðir í B riðli. Þar eftir verður leikin holukeppni, þjóð gegn þjóð. Í A riðli eru leiknar tvær umferðir á dag, fjórir fjórmenningar fyrir hádegi og fimm tvímenningar eftir hádegi. Í B riðli er leikin ein umferð daglega, einn fjórmenningur og fjórir tvímenningar. Þrettán efstu þjóðirnar tryggja sér þátttökurétt í mótinu á næsta ári, en þrjár neðstu þurfa að fara Lesa meira
Rory ekki með á Opna breska
Svo lítur út fyrir að nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy verði ekki með á Opna breska, en þar á hann titil að verja. Svo virðist sem liðband í ökkla Rory hafi slitnað, eftir að hann tók þátt í fótboltaleik með vinum sínum. Þetta er eflaust gleðifrétt fyrir keppinauta Rory en minna gleðiefni fyrir golfaðdáendur um allan heim. Það tekur vikur, stundum mánuði að jafna sig af meiðslum sem þeim sem Rory hlaut og stundum þarf að koma til aðgerðar. Virðist því nokkuð ljóst að kappinn verður að setja risamótssigursdrauma á ís um sinn og enn skýrara að hann getur ekki tekið þátt þrátt fyrir yfirlýsingar hans um að hann Lesa meira
Spieth gagnrýndur f. að taka þátt í John Deere Classic
Jordan Spieth ætlar að taka þátt í John Deere Classic mótinu, sem er eitt minnsta mótið á PGA túrnum. Mótið fer fram í litla bænum Silvis, Illinois þar sem íbúar eru ekki fleiri en 7617 og verðlaunafé í mótinu er með því minnsta á PGA Tour. Spieth hefir verið gagnrýndur fyrir ákvörðun sína að taka þátt, þar sem í vikunni á eftir hefst Opna breska risamótið og vilja margir meina að hann ætti fremur að einbeita sér að undirbúningi og reyna að auka líkurnar á að sigra í 3. risamóti ársins og reyna að láta sögulegan viðburð þ.e. að sigra í 3 risamótum á sama árinu verða að veruleika. Finnst mörgum sem Lesa meira
GÍ: Halldór Friðgeir, Anna Ragnheiður, Bára Margrét og Ásgeir Óli sigruðu í Íslandssögu- mótinu
Í gær, 5. júlí 2015 fór fram hið árlega Íslandssögumót á Tungudalsvelli hjá Golfklúbbi Ísafjarðar (GÍ). Mótið er hluti af Sjávarútvegsmótaröðinni. Þátttakendur í ár voru 61. Helstu úrslit eru eftirfarandi: Höggleikur án forgjafar. Karlar 1. sæti Halldór Friðgeir Ólafsson(GR) á 73 höggum 2. sæti Anton Helgi Guðjónsson (GÍ) á 74 höggum 3. sæti Jón Hjörtur Jóhannesson (GÍ) á 76 höggum (eftir bráðabana) 4. sæti Sigurður Fannar Grétarsson (GÍ) á 76 höggum 5. sæti Magnús Gautur Gíslason (GÍ) á 78 höggum (eftir bráðabana) Höggleikur án forgjafar. Konur 1. sæti Anna Ragnheiður Grétarsdóttir (GÍ) á 85 höggum 2. sæti Brynja Haraldsdóttir (GP) á 91 höggi 3. sæti Björg Sæmundsdóttir (GP) á 91 Lesa meira
GSG: Þór og Hulda Björg klúbbmeistarar
Meistaramót Golfklúbbs Sandgerðis fór fram dagana 1.-4. júlí s.l. og lauk á laugardaginn 4. júlí s.l. með mikilli veislu. Þátttakendur í ár voru 21. Klúbbmeistarar Golfklúbbs Sandgerðis eru Þór Ríkharðsson (3. árið í röð!!!) og Hulda Björg Birgisdóttir. Þór lék á samtals 2 undir pari 286 höggum (72 71 73 70). Hulda Björg lék á samtals (101 104 106). Heildarúrslit meistaramótsins eru eftirfarandi: Meistaraflokkur karla 1 Þór Ríkharðsson GSG 0 F 36 34 70 -2 72 71 73 70 286 -2 2 Hafsteinn Þór F Friðriksson GSG 3 F 41 38 79 7 75 80 71 79 305 17 3 Hlynur Jóhannsson GSG 2 F 40 42 82 10 80 Lesa meira
PGA: Nýsjálendingurinn Danny Lee sigraði á Greenbriar Classic
Það var Ný-Sjálendingurinn Danny Lee sem sigraði á Greenbriar Classic í kvöld eftir 4 manna bráðabana. Fyrst féllu Bandaríkjamennirnir Kevin Kisner og Robert Streb úr leik eftir að par-3 18 holan var spiluð. Þar fengu þeir Danny Lee og Kanadamaðurinn David Hearn, fugla sem hinir 2 áttu ekki færi á. Síðan var par-5 17. holan spiluð og þar fékk David Hearn skolla meðan Danny Lee sigraði með pari. Til þess að sjá úrslitin á Greenbriar Classic SMELLIÐ HÉR:
PGA: 2 Bandaríkjamenn, 1 Kanadamaður og 1 Ný-Sjálendingur í bráðabana – Hver vinnur?
Það eru þeir Kevin Kisner og Robert Streb frá Bandaríkjunum og David Hearn frá Kanada og Ný-Sjálendingurinn Danny Lee, sem eru í bráðabana um sigur í Greenbriar Classic. Allir léku þeir hefðbundnar 72 holur á TPC White Sulphur í Vestur-Virginíu á samtals 13 undir pari, 267 höggum, hver. Því þarf bráðabana til að skera út um sigurinn. Nú er bara spurningin er hver þeirra sigrar? Það er par-3 18. holan á TPC White Sulphur sem er spiluð aftur. Russell Henley varð í 5. sæti í mótinu á samtals 12 undir pari – en hans tími hlýtur bara að fara að koma! Fylgjast má með æsispennandi bráðabana á skortöflu með því Lesa meira










