Kaddý Sei Young Kim rekinn úr US Women´s Open – er Fusco fúskari?
Kaddý Sei Young Kim var „fjarlægður“ af mótssvæði U.S. Women’s Open nú í morgun þegar kom í ljós að hann var að taka mynd á farsíma sínum af uppsetningu vallarins skv. starfsmanni bandaríska golfsambandsins USGA. Paul Fusco (kaddý LPGA nýliðans kóreanska Sei Young Kim) var fjarlægður af öryggisvörðum USGA úr Lancaster Country Club og mun þar að auki ekki fá að vera kaddý nr. 10 á Rolex-heimslistanum (Sei Young Kim). USGA starfsmaðurinn sagði GolfChannel.com að Fusco (kaddý Kim) hefði verið á svæði þar sem hann hefði ekki átt að hafa aðgang að og komið hefði í ljós að hann hefði verið að taka myndir af holustaðsetningum, upplýsingum sem ekki hafði verið veitt öllum keppendum. Lesa meira
Tiger allur að koma til
Frammistaða Tiger á Greenbriar nú um helgina sýnir að hann er ekki dauður úr öllum æðum enn. Fyrst svolítil tölfræði: Í fyrsta lagi: 71, 69 — 5 Í annan stað: 66, 69, 71, 67 — ? Fyrsta talnarunann er höggafjöldi Tiger á fyrstu tveimur hringjunum á Greenbriar Classic árið 2012 þegar hann komst ekki einu sinni í gegnum niðurskurð og sú tala sem kemur þar á eftir er fjöldi móta sem Tiger sigraði eftir Greenbriar það árið. Seinni talnarunan er höggafjöldi Tiger á Greenbriar Classic 2015 og á eftir kemur, ja spurningarmerki. Það er skrifað í skýin á þessari stundu hversu mörg mót honum tekst að vinna það sem eftir Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Danny Lee? (2/4)
Hér verður fram haldið með grein um Greenbriar Classic 2015 sigurvegarann Danny Lee frá Nýja-Sjálandi. Atvinnumennskan 2009: Það ár 2009 tókst Danny Lee ekki að komast á PGA Tour. Hann varð atvinnumaður eftir þátttöku í The Masters 2009 og gaf þar með á bátinn þátttöku á Opna bandaríska og Opna breska 2009 sem sigurvegari US Amateur Champion 2008. Í apríl 2009 skrifaði Lee undir 2 ára styrktarsamning við Callaway Golf, og notaði upp frá því Callaway kylfur, bolta og golffatnað fyrirtækisins. Callaway hefir ekki gefið upp hversu mikið það borgaði Lee en sumir heimildarmenn segja að Lee fái $1 milljón á ári fyrir. Danny Lee hlaut þó þátttökurétt á mót PGA Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Guðmundur Bjarni Harðarson – 7. júlí 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Guðmundur Bjarni Harðarson. Guðmundur Bjarni er fæddur 7. júlí 1965 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Guðmundur Bjarni er í Golfklúbbi Reykjavíkur og kvæntur Rut Hreinsdóttur. Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sandy Tatum, f. 7. júlí 1920 (95 ára); Tony Jacklin 7. júlí 1944 (71 árs); Auður Dúadóttir, 7. júlí 1952 (63 ára); Sigurborg Eyjólfsdóttir GK, 7. júlí 1963 (52 ára); Agnes Charlotte Krüger, 7. júlí 1964 (51 árs) og Gabriela Cesaro Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í Lesa meira
GB: Jón Yngvi og Steinn Baugur sigruðu í Opna Nettó mótinu
Opna Nettó mótið fór fram á Hamarsvelli í Borgarnesi 4. júlí 2015 á frábærum velli og í frábæru veðri. Helstu úrslit urðu eftirfarandi: Punktakeppni: 1 Jón Yngvi Jóhannsson GSE 11 F 19 22 41 41 41 2 Hans Egilsson GB 22 F 16 23 39 39 39 3 Hallbera Eiríksdóttir GR 16 F 18 20 38 38 38 4 Steinn Baugur Gunnarsson NK 2 F 18 20 38 38 38 5 Eiríkur Ólafsson GB 16 F 17 20 37 37 37 6 Hlynur Þór Stefánsson GB 2 F 17 20 37 37 37 Sjá má skorkort sigurvegara punktakeppnishluta Opna Nettó hér að neðan (Jón Yngvi fékk skolla á 15. braut og glæsifugl á 17. braut, en Lesa meira
Golfáhrif í húsgögnum
Golf er lífstíll – heilbrigður lífstíll, sem er m.a. ástæða þess að svo margt fólk fellur fyrir þessari íþrótt. Þegar hinn almenni kylfingur er spurður hvað honum líki best við golfið eru svörin oft býsna svipuð: það er útiveran, tíminn sem hægt er að verja þar með félögunum eða fjölskyldunni, þetta er heilbrigð líkamsrækt, hvetur mann til að gera betur o.s.frv. Svo eru til kylfingar sem ekki fá nóg af uppáhaldsiðjunni; margir hinna ríkari safna t.a.m. allskyns verðmætum golfminjum árituðum hönskum stórkylfinga verðlaunahafa úr stórmótum eða munum í eigu þeirra og eiga stór söfn af slíkum munum. Svo eru enn aðrir sem kannski eru ekki haldnir neinni sérstakri safnáráttu en Lesa meira
GKB: Kjörið að heimsækja Kiðjabergsvöll!
Kiðjabergsvöllur er einn flottasti golfvöllur landsins sem liggur í ægifögru landi með skemmtilegu útsýni og friðsæld í íslenskri náttúru eins og hún gerist best. Nú þegar flestir golfklúbbar á höfuðborgarsvæðinu eru með meistaramót í gangi er kjörið að heimsækja Kiðjabergsvöll, sem er opinn öllum þessa daga. Völlurinn skartar nú sínu fegursta og segja gárungar að hann hafi líklega aldrei verið betri en nú. Settar hafa verið upp klukkur á öllum 18 teigum vallarins svo fólk geti betur fylgst með leikhraða sínum. Þess má geta að félagsmenn Icelandair Golfers er heimilt að leika 5 hringi gegn 3.500 kr. vallargjaldi í sumar, mánudaga til fimmtudaga, gegn framvísun félagsskírteinis Icelandair Golfers. Hægt er Lesa meira
Kvennalandsliðið hefur keppni á EM
Kvennalandsliðið í golfi hefur leik á miðvikudaignn á Evrópumóti áhugamanna sem fram fer á Helsingör golfvellinum í Danmörku. Keppnisvöllurinn er einn sá elsti í Danmörku og er hann 5.321 metrar að lengd af þeim teigum sem notaðir verða. Þátttökuþjóðirnar eru alls 21 og verða leiknar 36 holur í höggleikskeppni áður en þjóðunum verður raðað í A- B- og C-riðil, (8, 8 og 5 þjóðir). Í riðlakeppninni er leikinn holukeppni, tvær umferðir á dag, fjórir fjórmenningar fyrir hádegi og fimm tvímenningar eftir hádegi. Í B og C riðli er leikin ein umferð daglega, einn fjórmenningur og fjórir tvímenningar. Íslenska landsliðið er þannig skipað: Anna Sólveig Snorradóttir (GK), Guðrún Brá Björgvinsdóttir (GK), Lesa meira
GKG: Ragnar Már átti besta staka skorið í meistaramótinu!
Besta staka skorið í nýafstöðnu meistaramóti Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar átti Ragnar Már Garðarsson, sem tók bronsið í mótinu að þessu sinni. Hann lék Leirdalsvöll á stórglæsilegum 4 undir pari, 67 höggum, lokadaginn, sem var besta staka skorið í meistaramótinu. Á hringnum glæsilega, sem kom lokadaginn, fékk Ragnar Már, 1 örn á par-5 14. braut Leirdalsvallarins, 4 fugla og 2 skolla. Á næstbestu stöku skorunum voru m.a. tveir í einum yngsta flokknum, strákaflokki 13-14 ára, þ.e. bróðir Ragnars Más, Sigurður Arnar Garðarsson, og Jón Gunnarsson sem léku Leirdalsvöllinn á glæsilegum 3 undir pari, 68 höggum. Báðir spila á Íslandsbankamótaröðinni og er Sigurður Arnar m.a. núverandi Íslandsmeistari í holukeppni í strákaflokki. Eins átti sigurvegarinn Lesa meira
GKG: Aron Snær og Ragna Björk klúbbmeistarar 2015
Glæsilegu meistaramóti Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar 2015 lauk laugardaginn s.l. 4. júlí, en mótið í ár stóð frá 28. júní – 4. júlí 2015. Um eitt fjölmennasta meistaramót landsins er að ræða en í ár tóku þátt 315, þar af luku keppni 291. Klúbbmeistarar GKG 2015 eru Aron Snær Júlíusson og Ragna Björk Ólafsdóttir. Aron Snær lék á samtals 2 undir pari, 282 höggum (71 70 69 72) og var sérlega glæsilegur 3. hringur hans, þar sem hann lék Leirdalsvöllinn á 2 undir pari, 69 glæsihöggum!!! Í 2. sæti varð Ólafur Björn Loftsson aðeins 1 höggi á eftir Aroni Snæ á samtals 1 undir pari og voru þeir tveir þeir Lesa meira










