Ragnheiður Jónsdóttir | september. 13. 2015 | 15:30

LPGA: Ko yngsti risamótssigurvegari sögunnar

Munið nú eftir hvar þið sáuð þessa frétt fyrst. Hin nýsjálenska Lydia Ko byrjaði lokahringinn á Evían Masters risamótinu 2 höggum á eftir Mi Hyang Lee frá Suður-Kóreu. En hún átti frábæran hring í dag, var með skor upp á 8 undir pari, 63 högg og það dugði til þess að Ko ynni fyrsta risamótssigur sinn. Hún er yngsti risamótssigurvegari sögunnar á LPGA. Lokastaða efstu keppenda var eftirfarandi: Lydia Ko (-16), Lexi Thompson (-10), Shanshan Feng (-8), Ilhee Lee (-7), Mi Hyang Lee (-7), Allison Lee (-6), Lee-Anne Pace (-6), Inbee Park (-5) Til þess að sjá lokastöðuna á Evian Masters SMELLIÐ HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 13. 2015 | 11:09

Bandaríska háskólagolfið: Gísli hefur ferilinn með Kent State í dag! – Fylgist með hér!

Gísli Sveinbergsson, GK,  hefur leik í dag í bandaríska háskólagolfinu. Hann leikur ásamt háskólaliði sínu Kent State frá Ohio á The Gopher Invitational. Í mótinu taka einnig þátt Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, með liði sínu East Tennessee State og Rúnar Arnórsson, GK með liði sínu Minnesota. Leikið er á Windsong Farm Golf Club í Independence, Minnesota. Komast má á vefsíðu Windsong Farm golfklúbbsins með því að SMELLA HÉR:  Alls taka 16 lið þátt og fer Gísli út kl. 8:51 að staðartíma sem er kl. 12:51 að íslenskum tíma en Guðmundur Ágúst kl. 7:57 eða kl. 11:57 að íslenskum tíma og Rúnar kl. 13:45 (eða kl. 17:45 að íslenskum tíma). Fylgjast Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 13. 2015 | 09:00

Evróputúrinn: Slattery og Bello efstir f. lokahring KLM Open

Það eru þeir Lee Slattery og Rafa Cabrera Bello sem eru efstir og jafnir á Kennemer G&CC þar sem KLM Open fer fram. Báðir hafa þeir leikið á 16 undir pari. Til þess að sjá hápunkta 3. dags á KLM Open SMELLIÐ HÉR:  Lokahringurinn er þegar hafinn og má fylgjast með á skortöflu, með því að SMELLA HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaug María Óskarsdóttir – 12. september 2015

Það er Guðlaug María Óskarsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Guðlaug María er fædd 12. september 1968 og á því 47 ára afmæli í dag!!!! Guðlaug María er í Golfklúbbi Akureyrar. Hún sigraði m.a. á Arctic Open 2012 og var líka sigurvegari í 1. flokki kvenna. Hún hefir oftar en 1 sinni verið fyrirliði kvensveita GA. Komast má á facebook síðu Guðlaugar Maríu til þess að óska henni til hamingju með stórafmælið hér að neðan: Guðlaug María Óskarsdóttir (47 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Dúfa Ólafsdóttir, 12. september 1945 (70 ára); Charles Henry „Chip” Beck, 12. september 1956 (59 ára); Salthúsið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2015 | 14:00

LPGA: Lee í forystu f. lokahring Evían

Mi Hyang Lee frá Suður-Kóreu er ein í forystu fyrir lokahringinn á Evian Masters, síðasta risamóti ársins í kvennagolfinu. Lee er búin að spila á samtals 10 undir pari (66 67 70). Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir er hin bandaríska Lexi Thompson á 9 undir pari. Enn einu höggi á eftir eru tveir feykigóðir kylfingar: Lydia Ko og Morgan Pressel. Það stefnir í hörkubaráttu meðal þessara 4 og einhver þeirra stendur að öllum líkindum uppi sem 2. risamótssigurhafi á Evían en mótið hefir aðeins tvívegis verið haldið sem risamót. Til þess að sjá stöðuna á Evian Masters SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2015 | 12:00

Hlynur og Ragnhildur í 25. sæti

Hlynur Bergsson, GKG og Ragnhildur Kristinsdóttir, GR enduðu jöfn í 25. sæti á Duke of York golfmótinu en lokahringurinn fór fram í dag. Ragnhildur, sem er líkt og Hlynur, Íslandsmeistari í flokki 17-18 ára, lék á 74 höggum í dag eða +2 og Hlynur var á +5 eða 77 höggum. Ragnhildur, sem er úr GR, lék hringina þrjá á 77-77-74 eða 228 höggum. Hlynur, sem er úr GKG, lék hringina þrjá á 228 höggum 77-72-77. Gísli Sveinbergsson úr Keili sigraði á þessu sterka áhugamannamóti í fyrra en finnski kylfingurinn Oliver Lindell stóð uppi sem sigurvegari á 207 höggum (73-68-66). Sjá má lokastöðuna með því að SMELLA HÉR:  Leikið var á, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2015 | 10:00

PGA: Lovemark efstur þegar Hotel Fitness er hálfnað

Bandaríski kylfingurinn Jamie Lovemark er efstur á Hotel Fitness Championship, sem er fyrsta mótið af 4 í Web.com Tour Finals – en þessi mótaröð kemur í stað úrtökumóta á PGA Tour og á þessari mótaröð ræðst hverjir nýju strákarnir á PGA Tour verða á næsta ári. Verið var að þyngja inntökuskilyrðin á PGA Tour, með því að nú fara fram úrtökumót um hverjir komast inn á Web.com Tour mótaröðina og svo eru Web.com Tour Finals en á þeirri mótaröð ræðst hverjir komast inn á PGA Tour mótaröðina sjálfa. Lovemark er að standa sig ágætlega hefir leikið á 11 undir pari, 133 höggum (67 66). Í 2. sæti aðeins 1 höggi Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jeff Sluman ———– 11. september 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Jeffrey George (Jeff) Sluman. Sluman fæddist 11. september 1957 í Rochester, New York og er því 58 ára í dag. Hann átti heldur óvenjulegan feril. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 1980. Meðan að flestir sigra á þegar þeir eru 20-30 ára þá vann Sluman ekki fyrsta mótið sitt fyrr en hann var 30 ára, en þá líka risamót þ.e. PGA Championship risamótið 1988. Síðan gekk ekkert sérstaklega í 10 ár en í kringum 40 ára aldurinn fór Sluman að ganga vel og hann sigraði í hverju mótinu á fætur öðru. Sluman hefir alls sigrað í 15 mótum sem atvinnumaður, þar af 6 mótum á PGA Tour og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2015 | 11:00

Berglind tekur þátt í Austrian International Ladies’ Amateur Championship

Berglind Björnsdóttir, GR tekur þátt í Austrian International Ladies’ Amateur Championship. Mótið hefst í dag 11. september 2015, í Gut Altentann golfklúbbnum, en keppnisvöllurinn er hannaður af Jack Nicklaus. Völlurinn er reyndar sá fyrsti, sem Nicklaus hannaði í Evrópu og komast má inn á heimasíðu þessa glæsilega golfklúbbs með því að SMELLA HÉR:  Keppendur eru 49. Fylgjast má með gengi Berglindar í mótinu með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2015 | 10:45

Bandaríska háskólagolfið: Sunna og Elon í 3. sæti á Myrtle Beach

Sunna Víðisdóttir, GR og félagar í Elon kepptu á Golfweek Program Challenge. Mótið fór fram á Myrtle Beach í Suður-Karólínu. Sunna varð T-16 af 90 keppendum í einstaklingskeppninni með hringi upp á 73 73 75.  Góður árangur hjá Sunnu og góð byrjun á keppnistímabilinu!!! Golflið Elon varð í 3. sæti af 18 háskólaliðum sem kepptu. Næsta mót Sunnu er 28. september n.k. en það er  Lady Pirate Intercollegiate mótið sem haldið er af East Carolina háskólanum í Greenville, Norður-Karólínu. Til þess að sjá lokastöðuna í Golfweek Program Challenge SMELLIÐ HÉR: