Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2015 | 10:00

PGA: Jordan Spieth sigraði á Tour Championship

Það var Jordan Spieth, sem stóð uppi sem sigurvegari á Tour Championship. Spieth lék á samtals 9 undir pari, 271 höggi (68 66  68 69) og átti heil 4 högg á næstu keppendur, þá Danny Lee, Justin Rose og Henrik Stenson. Paul Casey, Bubba Watson og Dustin Johnson deildu síðan 5. sætinu allir á samtals 4 undir pari, hver. Til þess að sjá hápunkta lokahrings Tour Championship SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá lokastöðuna á Tour Championship SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 27. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Kathy Whitworth – 27. september 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Kathy Whitworth. Kathy fæddist 27. september 1939 í Monahans, Texas og er því 76 ára í dag. Kathy er sá kylfingur (hvort heldur er karl/kvenkyns) sem sigrað hefir á flestum golfmótum atvinnumanna með 98 titla, þar af 88 á LPGA (og þar af 6 sigra á risamótum) , 1 á Evrópumótaröð kvenna og 9 á öðrum mótum. Þessi hávaxna kona frá Texas (1,75 m á hæð) með smitandi hláturinn varð atvinnumaður í golfi árið 1959 og var atvinnukylfingur í 38 ár. Hún vann sér inn $ 1.7 milljónir (um 221 milljón íslenskra króna) á mótaröð, sem var rétt að hefja gang sinn. Árið 1981 varð hún fyrsti Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 27. 2015 | 14:00

44 fyndnustu augnablik í golfinu (5/44)

E.B. White skrifaði eitt sinn: „Að skilgreina húmor er eins og að kryfja frosk. Fáir hafa áhuga á því og froskurinn deyr.” Þannig að finna 44 fyndnustu golfmómentin getur auðvitað ekki verið annað en nálgun byggð á húmor einhvers, sem öðrum finnst e.t.v. lélegur – málið er bara að ef nógu mörg atriði eru týnd til þá hlýtur að mega finna 1 eða 2 atriði sem e.t.v. má brosa að …. og þá er tilganginum náð. Hér hafa fréttamenn Golf Digest varið miklum tíma og hláturköstum í að rifja upp fyndin móment í golfinu. Verði ykkur að góðu og vonandi finnið þið eitthvað sem ykkur þykir fyndið næsta 1 1/2 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 27. 2015 | 12:00

PGA: Spieth efstur f. lokahring Tour Championship

Jordan Spieth er kominn í efsta sæti Tour Championship. Hann er búinn að leika á samtals 8 undir pari, 202 höggum (68 66 69). Í 2. sæti er Henrik Stenson, aðeins 1 höggi á eftir á 7 undir pari, 203 höggum (63 68 72). Þrjú högg eru síðan milli Stenson og þeirra sem eru í 3. sæti þ.e. Rickie Fowler og Paul Casey, en þeir eru báðir á samtals 4 undir pari, hvor. Líklegt er að einhver af ofangreindum 4 hampi  $10 milljóna bónusvinningnum í kvöld! Til þess að fylgjast með stöðunni á Tour Championship SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 27. 2015 | 10:00

Rory óánægður með keppnistímabilið

Rory McIlroy viðurkennir að það að sigra á the Tour Championship bæti ekkert fyrir né geri þetta keppnistímabil jákvætt í sínum augum. Í fyrra sigraði Rory í 2 risamótum; Opna breksa og PGA Championship og er nú kominn með 4 risatitla. Margir spáðu hinum 11 falda sigurvegara á PGA Tour stórkostlegu gengi 2015; en það hefir nú mistekst vegna fjölda ástæðna. Ein er Jordan Spieth; sem náði í ár, að sigra á 2 risamótum, líkt og Rory gerði. Rory náði að vísu að sigra í heimsmótinu í holukeppni (ens.: WGC-Match Play) og í  Wells Fargo, en ökklameiðsl töfðu frekari afrek á árinu. Rory mistókst að bæta öðrum risamótssigri við sigra sína Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 27. 2015 | 08:00

LET: Herbin og Pedersen efstar e. 3. dag Lacoste Open de France

Það eru danska stúlkan Emily Kristine Pedersen og franska heimakonan Celine Herbin sem eru efstar og jafnar fyrir lokahring Lacoste Open de France og stefnir í einvígi milli þeirra á Chantaco. Herbin tókst að jafna við Pedersen, sem var í forystu þegar mótið var hálfnað eftir besta hring ferils síns 64 högg. Herbin spilaði hins vegar 3. hring betur eða á 65 höggum meðan Pedersen var á 68 og er þar með jöfn þeirri dönsku. Til þess að sjá kynningu á Celine Herbin SMELLIÐ HÉR:  Þær báðar hafa 4 högga forskot á þær Azahara Muñoz og Pamela Pretswell, sem eru í 2. sæti á 7 undir pari, hvor. Til þess Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 27. 2015 | 07:00

Evróputúrinn: Jaidee efstur e. 3. dag Porsche Open

Gamla thaílenska brýnið Thongchai Jaidee er búinn að tylla sér í efsta sæti Porsche Open. Jaidee er búinn að spila á 13 undir pari, 200 höggum (68 68 64). Í 2. sæti: Graeme Storm, Ross Fisher og Pelle Edberg aðeins 1 höggi á eftir. Spennandi lokahringur framundan í dag! Til þess að fylgjast með stöðunni á Porsche Open SMELLIÐ HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 26. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sindri Snær Alfreðsson – 26. september 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Sindri Snær Alfreðsson. Tryggvi er fæddur 26. september 1995 og á því 20 árs stórafmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Sindri Snær Alfreðsson (20 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Neil Coles, 26. september 1934 (81 árs); Tryggvi Valtýr Traustason, 26. september 1962 (53 ára); Adam Hunter, f. 26. september 1963 – d. 14. október 2011 úr hvítblæði; Robin Hood, 26. september 1964 (51 árs); Fredrik Jacobson, 26. september 1974 (41 árs); Angela Oh, 26. september 1988 (27 ára) ….. og ….. Spanish Golf Options · 51 árs Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 26. 2015 | 14:00

Topp 10 geðluðruköst í golfinu

Golfið getur verið ofboðslega pirrandi stundum. Það á við jafnt um áhuga- sem atvinnukylfingana. Það vekur þó öllu jöfnu meiri athygli þegar atvinnumenn missa stjórn á skapi sínu. Golf Digest hefir tekið saman topp 10 geðluðruköstn í golfinu. Þau má sjá með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 26. 2015 | 12:00

44 fyndnustu augnablik í golfinu (4/44)

E.B. White skrifaði eitt sinn: „Að skilgreina húmor er eins og að kryfja frosk. Fáir hafa áhuga á því og froskurinn deyr.” Þannig að finna 44 fyndnustu golfmómentin getur auðvitað ekki verið annað en nálgun byggð á húmor einhvers, sem öðrum finnst e.t.v. lélegur – málið er bara að ef nógu mörg atriði eru týnd til þá hlýtur að mega finna 1 eða 2 atriði sem e.t.v. má brosa að …. og þá er tilganginum náð. Hér hafa fréttamenn Golf Digest varið miklum tíma og hláturköstum í að rifja upp fyndin móment í golfinu. Verði ykkur að góðu og vonandi finnið þið eitthvað sem ykkur þykir fyndið næsta 1 1/2 Lesa meira