Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sunna Víðisdóttir – 4. október 2015

Þetta er stór afmælisdagur kylfinga þ.e. það eru margir frábærir kylfingar, sem eiga afmæli í dag. Þegar unnið er alla daga við að skrifa afmælisgreinar sést fljótt að suma daga er varla hægt að finna kylfing sem fæddur er á viðkomandi degi og svo aðra daga, sem margir stórkylfingar eru fæddir á. Þeir sem fæddir eru í dag virðast fæddir undir stórri golfstjörnu!!! Afmæliskylfingur dagsins er Sunna Víðisdóttir en hún er fædd 4. október 1994 og á því 21 árs afmæli í dag!!! Sunna leikur golf í bandaríska háskólagolfinu með golfliði Elon. Hún byrjar keppnistímabilið 2015-2016 glæsilega. Sunna tók einnig fyrir ári síðan þátt í  HM kvennalandsliða í Japan. Hún er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2015 | 14:00

Hver er kylfingurinn: Jerry Pate?

Jerome Kendrick „Jerry“ Pate fæddist í Macon, Georgíu 16. september 1953 og er því 62 ára. Hann var í University of Alabama, þar sem hann spilaði með golfiði Crimson Tide.  Pate átti framúrskarandi áhugamannsferil – hann sigraði á 1974, og á árinu þar á eftir (1975) var hann í sigurliði Bandaríkjanna í   Walker Cup og the Eisenhower Trophy. Hann fékk líka medalíu fyrir að vera sá áhugamaður á Opna bandaríska 1975, sem var með lægsta skorið. Pate gerðist atvinnumaður 1975 og náði strax inn í fyrstu tilraun á PGA Tour í gegnum Q-school – Ekki nóg með það hann varð í efsta sæti allra í Q-school.  Á nýliðaári sínu 1976 vann Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2015 | 12:00

44 fyndnustu augnablik í golfinu (12/44)

E.B. White skrifaði eitt sinn: „Að skilgreina húmor er eins og að kryfja frosk. Fáir hafa áhuga á því og froskurinn deyr.” Þannig að finna 44 fyndnustu golfmómentin getur auðvitað ekki verið annað en nálgun byggð á húmor einhvers, sem öðrum finnst e.t.v. lélegur – málið er bara að ef nógu mörg atriði eru týnd til þá hlýtur að mega finna 1 eða 2 atriði sem e.t.v. má brosa að …. og þá er tilganginum náð. Hér hafa fréttamenn Golf Digest varið miklum tíma og hláturköstum í að rifja upp fyndin móment í golfinu. Verði ykkur að góðu og vonandi finnið þið eitthvað sem ykkur þykir fyndið næsta 1 1/2 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2015 | 10:00

GA: Björgvin tók fyrstu skóflustunguna

Nákvæmlega fyrir viku, þ..e sunnudaginn 27. september var tekin fyrsta skóflustungan af nýju og glæsilegu æfingaskýli hjá Golfklúbbi Akureyrar, sem fengið hefur nafnið Klappir. Var það Björgvin Þorsteinsson, GA félagi og margfaldur Íslandsmeistari í golfi sem tók fyrstu skóflustunguna að viðstöddum fjölmörgun GA félögum sem fögnuðu með okkur á þessum merka degi. Vinna fór svo á fullt í dag þar sem hafist var handa við að moka fyrir grunninum. Áætlað er að taka Klappir í notkun í byrjun næsta sumars.

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2015 | 08:00

Glæsilegt hjá kvennasveit GR!

Kvennasveit GR stóð sig framúrskarandi vel á European Ladies Club Trophy. Af 14 þátttökusveitum náði sveit GR 4. sætinu. Golf 1 óskar þeim Berglindi, Ragnhildi og Sögu innilega til hamingju með glæsilegt 4. sætið í mótinu!!!

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 3. 2015 | 20:30

Kvennasveit GR í 4. sæti á European Ladies Club Trophy – Ragnhildur best í 7. sæti!!!

Kvennasveit GR landaði 4. sætinu á European Ladies Club Trophy sem fram fór í Ungverjalandi 1.-3. október 2015 og lauk í dag. Leikið var á golfvelli Tate Old Lake golfklúbbsins. Kvennasveit GR var skipuð Ragnhildi Kristinsdóttur, Sögu Traustadóttur og Berglindi Björnsdóttur. Ragnhildur var best í kvennasveit GR lék hringina 3 á samtals 10 yfir pari, 22o höggum (79 70 71) og varð í 7. sæti!!! Glæsilegur árangur hjá Ragnhildi! Næstbest í GR-sveitinni var Berglind Björnsdóttir, sem lék á samtals 15 yfir pari, 225 höggum (76 72 77). Miklar sveiflur voru í leik Sögu. Hún hóf keppnina afar illa á 82 höggum kom síðan tilbaka með 17 högga sveilfu – lék Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 3. 2015 | 18:00

Afmæliskylfingur dagsins: Fred Couples og Elsa Þuríður Þórisdóttir – 3. október 2015

Afmæliskylfingar dagsins eru ‎Elsa Þuríður Þórisdótir‎ og Fred Couples. Elsa Þuríður er fædd 3. október 1955 og á því stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan Elsa Þuríður Þórisdóttir (Innilega til hamingju með stórafmælið!) Couples hefir m.a. verið fyrirliði Bandaríkjanna í Forsetabikarnum. Hann er fæddur 3. október 1959 og því 56 ára í dag. Couples gerðist atvinnumaður í golfi 1980 og hefir unnið 55 mót, þ.á.m. 15 á PGA Tour og þ.á.m. 1 risamót fyrir rúmum 20 árum, þ.e. the Masters 1992. Hann hefir löngum verið uppáhald golfaðdáenda um allan heim. Hvað skyldi Couples vilja í afmælisgjöf? Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 3. 2015 | 16:00

Evróputúrinn: Olesen efstur e. 3. dag Alfred Dunhill

Thorbjörn Olesen er í efsta sæti á Alfred Dunhill mótinu eftir 3. dag. Olesen hefir leikið á samtals 17 undir pari, 199 höggum (68 66 65). Í 2. sæti er þýski kylfingurinn Florian Fritsch, 3 höggum á eftir Olesen. Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Alfred Dunhill mótinu SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Alfred Dunhill mótsins SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 3. 2015 | 13:30

44 fyndnustu augnablik í golfinu (11/44)

E.B. White skrifaði eitt sinn: „Að skilgreina húmor er eins og að kryfja frosk. Fáir hafa áhuga á því og froskurinn deyr.” Þannig að finna 44 fyndnustu golfmómentin getur auðvitað ekki verið annað en nálgun byggð á húmor einhvers, sem öðrum finnst e.t.v. lélegur – málið er bara að ef nógu mörg atriði eru týnd til þá hlýtur að mega finna 1 eða 2 atriði sem e.t.v. má brosa að …. og þá er tilganginum náð. Hér hafa fréttamenn Golf Digest varið miklum tíma og hláturköstum í að rifja upp fyndin móment í golfinu. Verði ykkur að góðu og vonandi finnið þið eitthvað sem ykkur þykir fyndið næsta 1 1/2 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 3. 2015 | 13:00

Robert Allenby hefir verið með 24 kaddýa á ferli sínum

Robert Allenby hefir verið mikið í fréttum á árinu vegna meints mannráns á honum, barsmíðum og stuldi á eigum hans á Hawaii, sem var mikið í fréttum í upphafi árs. Sjá t.d eldri fréttir Golf 1 þar um með því að SMELLA HÉR og SMELLA HÉR og með því að SMELLA HÉR: og SMELLA HÉR: Eins komst hann í fréttirnar á árinu þegar hann rak kylfusveininn sinn á miðjum hring – Sjá fréttir Golf 1 þar um með því að SMELLA HÉR: , SMELLA HÉR:  og SMELLA HÉR:  Allenby hefir verið í fréttum fyrir allskyns undarlega hegðun og uppákomur, en minna fyrir góða frammistöðu á golfvellinum í gegnum tíðina. Árið 2009 sakaði Lesa meira