Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 4. 2015 | 12:00

Gary Player hélt upp á 80 ára afmæli í Shanghaí

Golfgoðsögnin Gary Player, sem varð áttræður á sunnudaginn s.l. er í Shanghai þar sem hann styður HSBC Golf Business Forum og var í afmælisveislu til að halda upp á 150 ára afmæli HSBC mótsins. Player, sem hefir sigraði í 9 risamótum og er öllum innblástur –  á níræðisaldri er hqnn sko alls ekki á því að hægja aðeins á sér – hann byrjar hvern dag á 1000 magaæfingum og er með 300 pund á  fótleggjaæfingartæki í æfingarsalnum. Player hefir sigrað í  167 atvinnugolfmótum á heimsvísu og er aðeins 1 af 5 sem náð hefir Grand Slam-i í golfinu á ferli sínum. Hann hefir einnig sigrað í 9 risamótum á öldungamótaröðinni og er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 4. 2015 | 10:00

PGA: Þórður Rafn komst ekki inn á Sanderson mótið

Þórður Rafn Gissurarson, GR reyndi fyrir sér á mánudags úrtökumóti þar sem 4 efstu fengu þátttökurétt á Sanderson Farms meistaramótinu, sem er mót vikunnar á PGA Tour. Því miður varð Þórður Rafn ekki í einu af 4 efstu sætunum. Þórður Rafn skrifaði eftirfarandi á heimasíðu sína: „Því miður komst ég ekki áfram í Monday Qualifying fyrir Sanderson Farms Championship sem var haldið á sama velli og ég spilaði á síðasta föstudag. Spilaði á þremur höggum yfir pari á mjög blautum velli og var þónokkuð frá því að vera í fjórum efstu sætunum til að komast inn í mótið. Ég var að slá vel að mestu en stutta spilið var lélegt Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 4. 2015 | 08:00

Rory kemur golfáhanganda á óvart með því að gefa honum dræver

Barry Edwards kommentaði í gríni á facebooksíðu Rory: „PS Mig vantar nýjan dræver. Er nokkur leið að fá einn af gömlu Nike dræverunum þínum, vinur?“ Það sem Edwards bjóst ekki við var að Rory svaraði honum og sagði að það væri ekki máli Edwards yrði bara að senda sér heimilisfangið sitt. Edwards datt næstum af stólnum, en hann bjóst ekki við að Rory myndi svara sér.  Hann skrifaði því aftur: „Í alvöru? Ég var bara að djóka LOL…“ En Rory var ákveðinn við aðdánada sinn og svaraði enn og aftur: „Er ekki að grínast. Hafðu samband og ég sendi þér einn.“ En svo sagði hann í gríni: „Get ekki ábyrgst Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 3. 2015 | 18:00

LPGA: Sei Young Kim sigurvegari á Blue Bay mótinu

Sei Young Kim sigraði á Blue Bay mótinu, sem var mót vikunnar á LPGA mótaröðinni. Kim lék á 2 undir pari, 286 höggum (70 72 74 70). Jafnar í 2. sæti, aðeins 1 höggi á eftir á samtals 1 undir pari voru þar Stacy Lewis, Kim Kaufman og Candy Kung. Sandra Gal var T-5; Lydia Ko og Suzann Pettersen T-8, svo einhverjar séu nefndar af handahófi. Keppnin var jöfn og spennandi fram á lokaholuna. Sjá má lokastöðuna á Blue Bay LPGA mótinu með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 3. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jóhannes Ármannsson – 3. nóvember 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Jóhannes Ármannsson. Jóhannes er fæddur 3. nóvember 1969 og er því 46 ára í dag. Hann er framkvæmdastjóri Golfklúbbs Borgarness. Jóhannes er kvæntur og á einn son, Davíð Ólaf. Sjá má skemmtilegt eldra viðtal Golf 1 við afmæliskylfinginn með því að SMELLA HÉR:  Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum með daginn hér að neðan: Jóhannes Ármannsson (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sue Daniels, áströlsk, 3. nóvember 1958 (57 ára); Michael Paul Springer, 3. nóvember 1965 (50 ára stórafmæli!!!); Hk Konfekt (40 ára stórafmæli – Innilega til hamingju!!!) Guðbjörg Þorsteinsd (36 ára);  UglyRock Hönnun (21 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 3. 2015 | 12:00

Evróputúrinn: Kylfingar í kínverskri markaðssetningar uppákomu

Mót vikunnar á Evróputúrnum er WGC-HSBC Champions, sem er 2. mótið í 4 móta lokahringu þ.e. „Final Series“ Evrópumótaraðarinnar. Sænski kylfingurinn Henrik Stenson, Bubba Watson, sem á titil að verja og landsmenn hans Rickie Fowler og Jordan Spieth tóku þátt í markaðssetningarátaki til að auglýsa mótið. Mótið fer nú í 7. sinn í röð fram á Sheshan International Golf Club í Shanghai, Kína. Uppákoman var trommuatriði þar sem kylfingarnir börðu kínverska bumbur. Kylfingar taka oft þátt í svona uppákomum til þess að auglýsa milljónastórmótin sem þeir taka þátt í. Skemmst er að minnast einnar slíkrar myndar sem vakti mikla kátínu af Rory og Tiger í einni slíkri uppákomu í Abu Dhabi, sem sjá má Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 3. 2015 | 11:00

GM: Anna Björk og Lárus sigruðu á 4. vetrarmótinu

Vetrarmót 4 fór fram hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar (GM) laugardaginn 31. október. Alls tóku 88 keppendur þátt í mótinu en færri komust að en vildu. Aðstæður til golfiðkunar voru með besta móti og leikið var inn á sumarflatir. Helstu úrslit mótsins urðu þessi: Höggleikur 1. sæti – Lárus Sigvaldason 72 högg 2. sæti – Jón Hilmar Kristjánsson 74 högg 3. sæti – Jónas Baldursson 75 högg Punktakeppni 1. sæti – Anna Björk Hyldal Sveinsdóttir 43 p. 2. sæti – Sveinn Jóhannesson 41 p. 3. sæti – Sölvi Sölvason 40 p. Nándarverðlaun á 1. braut Unnur Pétursdóttir 40 cm Næsta mót Vetrarmótaraðarinnar fer fram næstkomandi laugardag, 7. nóvember.

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 3. 2015 | 10:00

Fyrrum starfsmaður Tiger þarfnast áminningar um hvert eðli kaddýstarfsins er

Golffréttamiðlar eru uppfullir af greinum af mönnum, sem hneykslast á bók sem Steve Williams fyrrum kylfuberi Tiger Woods er að gefa út, (sem eflaust á eftir að skila Steve enn fleiri milljónum dollara í kassann en hann er þegar búinn að græða á Tiger). Í bókinni segir Williams m.a. að sér finnist Tiger hafa komið fram við sig eins og þræl, sbr. : “One thing that really pissed me off was how he would flippantly toss a club in the general direction of the bag, expecting me to go over and pick it up,’’ Williams wrote. “I felt uneasy about bending down to pick up his discarded club – it Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 3. 2015 | 09:00

GO: Evrópumót kvennalandsliða fer fram á Urriðavelli 2016

Evrópumót kvennalandsliða í golfi verður haldið á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi í Garðabæ sumarið 2016. Þetta verður stærsta alþjóðlega golfmót sem haldið hefur verið á Íslandi fram til þessa. Í mótinu munu keppa fremstu áhugakylfingar kvenna í Evrópu ásamt okkar bestu konum. Búast má við um 120 keppendum frá um 20 þjóðlöndum ásamt fylgdarliði. Golfsamband Íslands og Golfklúbburinn Oddur hafa nú þegar hafið undirbúning mótsins. Frakkar báru sigur úr býtum í mótinu á síðasta ári, annað árið í röð. „Það er ljóst að þetta er mikil viðurkenning fyrir íslenskt golf og það öfluga starf sem unnið hefur verið á Íslandi. Einnig er þetta mikil viðurkenning fyrir Urriðavöll sem hefur þótt Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 3. 2015 | 08:00

Hver er kylfingurinn: Justin Thomas?

Bandaríski kylfingurinn Justin Thomas sigraði á fyrsta PGA Tour mótinu sínu nú um helgina, sunnudaginn 1. nóvember 2015. Nafnið hefir ekki heyrst oft í golffréttum enda er hér um ungan og feykiefnilega kylfing að ræða. Hver er kylfingurinn: Justin Thomas? Justin Thomas,  varð í 5. sæti á Web.com Tour Finals í september 2014 og var ungur (21 árs) kominn með fullan keppnisrétt á PGA Tour; í fyrsta skipti keppnistímabilið 2014-2015.  Það er því aðeins á 2. keppnistímabili sínu sem Thomas sigrar á PGA Tour móti, sem er stórglæsilegt í þeirri miklu samkeppni sem er á þessari bestu mótaröð heims! Litið er á Thomas sem mikils framtíðarmanns í bandarísku golfi – Lesa meira