Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2015 | 18:00

PGA: GMac sigraði e. 3 manna bráðabana á OHL Classic í Mexíkó

Það var GMac eða m.ö.o. Graeme McDowell frá Norður- Írlandi, sem sigraði á OHL Classic mótinu í Mayakoba, í Mexíkó. Þrír voru efstir og jafnir eftir hefðbundnar 72 holur og því varð að koma til bráðabana. Það voru þeir Jason Bohn frá Bandaríkjunum, Skotinn Russell Knox og GMac sem allir voru á 18 undir pari, 266 höggum. Par-4 18. hola golfvallar El Camaleon á Playa del Carmen var því spiluð aftur í bráðabana og var GMac á eini sem fékk fugl, Knox var á pari og Bohn átti ekki sjéns að jafna við GMac og því sigraði GMac. Til þess að sjá lokastöðuna á OHL Classic SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Dagbjört og Orri – 16. nóvember 2015

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Dagbjört Kristín Bárðardóttir og Orri Heimisson. Dagbjört er fædd 16. nóvember 1975 og á því 40 ára stórafmæli í dag.  Orri hins vegar er fæddur 16. nóvember 1995 og á 20 ára afmæli í dag. Komast má á facebooksíður afmæliskylfinganna hér að neðan til þess að óska þeim til hamingju með afmælið hér að neðan: Dagbjört Kristín Bárðardóttir  – Innilega til hamingju með stórafmælið!!! Orri Heimisson –  Innilega til hamingju með stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Betty Hicks, f. 16. nóvember 1920 – d. 20. febrúar 2011); Barabara Romack, 16. nóvember 1932 (83 ára); Salína Helgadóttir, GR, 16. nóvember 1958 (57 ára); Guðrún Björg Guðjónsdóttir, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2015 | 15:00

Birgir Leifur fór upp um 10 sæti á lokaúrtökumótinu á 3. degi

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, fór upp um 10 sæti í dag – var T-125 en er nú T-115, sem er bæting, en alls taka 155 gríðarsterkir kylfingar, sem flestir hafa spilað á Evrópumótaröðinni þátt í úrtökumótinu. Birgir Leifur þarf að vera meðal efstu 25 til þess að hljóta sæti á Evrópumótaröðinni og þyrfti að ná upp 13 höggum eins og staðan er núna. Það gæti gerst ef baráttuviljinn og bjartsýnin er fyrir hendi; ef Birgir á geysigóða 3 lokahringi og hinum verður eitthvað á. Auðvitað má ekki hugsa svona, en við viljum sjá Birgi Leif áfram.  Málið er …. í þessari stöðu er allt mögulegt enn! Áfram Birgir Leifur!!! Til Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2015 | 14:00

44 fyndnustu augnablik golfsins (43/44)

E.B. White skrifaði eitt sinn: „Að skilgreina húmor er eins og að kryfja frosk. Fáir hafa áhuga á því og froskurinn deyr.” Þannig að finna 44 fyndnustu golfmómentin getur auðvitað ekki verið annað en nálgun byggð á húmor einhvers, sem öðrum finnst e.t.v. lélegur – málið er bara að ef nógu mörg atriði eru týnd til þá hlýtur að mega finna 1 eða 2 atriði sem e.t.v. má brosa að …. og þá er tilganginum náð. Hér hafa fréttamenn Golf Digest varið miklum tíma og hláturköstum í að rifja upp fyndin móment í golfinu. Verði ykkur að góðu og vonandi finnið þið eitthvað sem ykkur þykir fyndið næsta 1 1/2 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2015 | 12:00

Hver er kylfingurinn: Kristoffer Broberg?

Kristoffer Broberg sigraði sunnudaginn 15. nóvember 2015 á BMW Masters á Lake Malaren golfvellinum í Shanghaí í Kína.  Þetta var fyrsti sigur hins 29 ára Svía. Kristoffer Broberg fæddist 1. ágúst 1986 í Stokkhólmi í Svíþjóð og á því sama afmælisdag og t.a.m. Nökkvi Gunnarsson, NK. Broberg hóf atvinnumannsferil sinn á Nordic League, þar sem hann sigraði í 4 mótum á árunum 2011 og 2012.   Hann hóf einnig að spila á Challenge Tour árið 2012. Hann sigraði á 2. mótinu sem hann spilaði í the Finnish Challenge, 5. ágúst það ár. Hann sigraði aftur vikuna þar á eftir á the Norwegian Challenge. Broberg vann síðan 3. skiptið þann mánuðinn áthe Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2015 | 01:10

PGA: Sjáið örn Bohn!

Bandaríski kylfingurinn Jason Bohn átti glæsiörn á 4. hring OHL Classic at Mayakoba, móti vikunnar á PGA. Högg Bohn var valið högg sunnudagsins í OHL Classic mótinu. Sjá má örn Bohn með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2015 | 01:00

PGA: GMac og Knox efstir – lokahringnum frestað vegna myrkurs

OHL Classic að Mayakoba móti PGA mótaraðarinnar var frestað vegna myrkurs. Mótinu verður lokið á morgun. Sem stendur eru það Norður-Írinn Graeme McDowell (GMac) og Skotinn Russell Knox, sem deila forystuna. Báðir eru þeir búnir að spila á 19 undir pari, 200 höggum; GMac er á 13 holu en Knox á þeirri 12. Til þess að sjá stöðuna á OHL Classic SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2015 | 00:45

Afmæliskylfingur dagsins: Ottó Sigurðsson – 15. nóvember 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Ottó Sigurðsson. Ottó er fæddur 15. nóvember 1979 og er því 36 ára í dag. Ottó er afrekskylfingur í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG). Hann hefir æft golf frá árinu 1993, þ.e. frá 14 ára aldri. Hann var m.a. skráður í PGA á Íslandi og því atvinnumaður í golfi 2007-2009. Hann hefir staðið sig geysivel í fjölmörgum opnum mótum og mætti sem dæmi nefna glæsilegan sigur hans í ZO-ON mótinu 19. júní 2010, þegar hann spilaði Hvaleyrina á -5 undir pari, 66 höggum. Aðeins 3 vikum áður sigraði Ottó höggleikinn á Vormóti Hafnarfjarðar og svo mætti sem dæmi nefna sigur hans á 1. maí móti GHR 2008. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2015 | 00:30

Birgir Leifur bætti sig á 2. hring í lokaúrtökumótinu

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, er búinn að leika fyrstu tvo hringina á  lokaúrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina á 4 yfir pari, 146 höggum (74 72) og á smá verk fyrir höndum ætli hann sér að vera meðal efstu 25 sem hljóta kortið sitt á Evrópumótaröðinni keppnistímabilið 2015-2016. Birgir Leifur er sem stendur T-125 þ.e. jafn 9 öðrum sem eru á sama skori og hann. Þess ber að geta að þetta er gríðarsterkt úrtökumót og margir strákanna sem þar keppa hafa verið á Evrópumótaröðinni áður. Efstir sem stendur eru Ítalinn Fillipo Bergamaschi og Austurríkismaðurinn Lucas Nemecz; báðir búnir að spila á 10 undir pari, hvor. Sjá má stöðuna á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina með Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2015 | 00:20

LPGA: Inbee sigraði á Lorena Ochoa mótinu – 5. sigurinn í ár!!!

Inbee Park frá Suður-Kóreu sigraði í 5. sinn á Lorena Ochoa mótinu í Mexíkó í gær. Þetta var 5. sigur Inbee á LPGA á árinu og 17. sigur hennar á ferlinum. Inbee lék samtals á 18 undir pari og átti 3 högg á þá sem næst kom en það var Solheim Cup stjarnan spænska Carlota Ciganda, sem lék á samtals 15 undir pari. Í 3. sæti varð Sei Young Kim og í 4. sæti So Yeon Ryu, báðar frá Suður-Kóreu.  Japanska stúlkan Sakura Yokomine hafnaði síðan í 5. sæti. Til þess að sjá lokastöðuna á Lorena Ochoa mótinu SMELLIÐ HÉR: