Jason Day hlýtur Greg Norman viðurkenninguna
Jason Day hlaut í nótt verðlaun, sem eiga eflaust eftir að verða ein þau eftirsóttustu í golfi í Ástralíu, Greg Norman viðurkenninguna en hún var afhent í fyrsta sinn í nótt á Gullnu Ströndinni (ens. Gold Coast), í Ástralíu. Viðurkenningin er veitt þeim ástralska kylfingi, sem stendur sig best alþjóðlega. Þetta er 2. ástralska stórviðurkenningin sem Day hlýtur í Ástralíu, en hann hafði áður hlotið The Don Award frá áströlsku íþróttafrægðarhöllinni (ens.: Australian Sports Hall of Fame) í október s.l. „Af hálfu ástralsks golfiðnaðar óska ég Jason til hamingju með að hljóta fyrstu Greg Norman medalíuna og vil koma á framfæri hversu stolt við erum öll af afrekum hans á þessu ári,“ Lesa meira
GK: Glæsileg inniaðstaða í Hraunkoti
Keilir opnaði stórglæsilega viðbót við núverandi æfingaaðstöðu í Hvalalauginni í Hraunkoti í lok nóvember s.l. Þar voru sett upp tvö FlightScope tæki sem nýtast gríðarlega vel til inniæfinga og einnig sem golfhermar. Tækið nemur 27 mismunandi upplýsingar þegar boltinn fer á loft og gefur sterkar vísbendingar um hvað betur mætti fara í sveiflu kylfinga. Hægt er að leika fjölmarga golfvelli í golfhermunum hjá Keili en það tekur fjóra kylfinga um þrjá tíma að leika 18 holur. Verðskráin er með þeim hætti að á tímabilinu 12-16 á virkum dögum eru greiddar 3500 kr. fyrir klukkustundina og eftir kl. 16 og um helgar er verðið 4500 fyrir klst. Það fer vel um Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Alessandro Tadini – 30. nóvember 2015
Það er Alessandro Tadini sem er afmæliskylfingur dagsins, en hann fæddist 30. nóvember í Borgomanero á Ítalíu 1973 og á því 42 ára afmæli í dag. Tadini gerðist atvinnumaður í golfi 1994. Hann komst á Evróputúrinn 2003, eftir að hafa gert 6 tilraunir til þess að komast í gegn í Q-school. Hann vann sér ekki inn nægilega mikið verðlaunafé á nýliðaári sínu þannig að hann spilaði næsta keppnistímabil á Áskorendamótaröðinni (ens. Challenge Tour). Árið 2004 varð hann í 2. sæti á Challenge Tour þannig að hann komst aftur á Evrópumótaröðina og hélt korti sínu þar til loka árs 2007, þegar hann féll aftur niður í Áskorendamótaröðina. Hann kom sér upp Lesa meira
Shane Lowry með högg ársins á Evróputúrnum skv. skoðanakönnun Sky Sports
Sky Sports stóð fyrir skoðanakönnun um besta högg ársins á Evróputúrnum. Sjá má grein Sky Sports með því að SMELLA HÉR: Sigurvegari er Shane Lowry og glæsihögg hans sem hann átti á Bridgestone Invitational. Sjá má myndskeið af frábæru höggi hans með því að SMELLA HÉR:
Klingja brúðkaupsbjöllur fyrir Rory og Ericu?
Þegar nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy hóf samband sitt með hinni bandarísku Ericu Stoll, þá töldu margir að það myndi ekki endast lengi. Rory hafði nýlokið sambandi sínu við tennisdrottninguna Caroline Wozniacki, en hann lauk því með 10 mínútna símtali við hana, s.s. frægt er, en þau voru þá trúlofuð og plön upp um að gifta sig. En það er ekki hægt að skipuleggja ástina, hún bara er. Það sem gerist, gerist. En svo virðist sem brúðkaupsbjöllurnar séu aftur byrjaðar að klingja kringum Rory. Vinir hans hafa komið fram í Sunday Independent sem staðhæfa að vinur þeirra, Rory, 26 ára, hafi nú loks fundið hina einu réttu. Trúlofunarhringur gæti verið í nánd. Vinirnir Lesa meira
Krókódíll étur hund konu sem var að viðra hann á golfvelli
Nú á laugardaginn s.l. átti sér stað dráp á golfvelli í Flórída. Kona ein var á gangi með hund sinn í námunda við golfvöll Crandon Golf í Key Biscayne þegar krókódíll einn réðist á hund konunnar og reif hann með sér út í vatn, sem þar var í námunda og drap hann. Lítið var eftir af hundi konunnar. Hann dó af bitsárum, sem hann hlaut af völdum saltvatns krókódílsins. Lorenzo Veloz, talsmaður The Florida Fish and Wildlife Conservation Commission segir í viðtali í dagblaðinu Orlando Sentinel að saltvatnskrókódílar lifi venjulega á minni þvottabjörnum (ens. racoons og possums) þegar þeir koma nálægt vötnum, til þess að fá sér að drekka. Hann sagði jafnframt Lesa meira
GB: Arnór Tumi sigraði á Einpúttsmótaröðinni 29/11 2015
Úrslit í Einpúttsmótinu hjá GB sunnudaginn 29.nóvember 2015 urðu að sigurvegari varð Arnór Tumi Finnsson. Hann var með 31 pútt á 72 holum. Í verðlaun var kr. 7.000 gjafabréf. Golf 1 óskar Arnóri Tuma til hamingju! Úrslit í Einpúttsmótaröðinni sunnudaginn 29. nóvember 2015 urðu eftirfarandi:
Hvað var í sigurpoka Charl Schwartzel á Alfred Dunhill?
Charl Schwartzel sigraði í gær á velli (Leonard Creek) sem hann þekkir betur en flest aðrir. Hann var með eftirfarandi í sigurpoka sínum á Alfred Dunhill Championship: Dræver: Nike Vapor (11.5°) 3-tré: Nike Vapor (13°) 5-tré: Nike VR Pro Limited Edition (18°) 3-9 járn: Nike Vapor Pro Combo 48° fleygjárn: Nike Vapor Pro Combo 54° fleygjárn: Nike VR Forged 60° fleygjárn: Nike VR Forged Pútter: Nike Method 001 Bolti: Nike RZN Black Takið svo eftir flotta gíraffakylfu-coverinu, sem Schwartzel er með!
Hvað var í sigurpoka Matt Jones?
Heimamaðurinn Matt Jones sigraði á Australian Open í gær, 29. nóvember 2015. Eftirfarandi verkfæri voru í sigurpoka hans: Dræver: Titleist 915D2 (9.5°, Aldila Tour Blue 75TX skaft) 3-tré: Titleist 915F (16.5°, Mitsubishi Rayon Kuro Kage 80XTS skaft) 2-járn: Mizuno MP Fli-Hi (True Temper Dynamic Gold Tour Issue S400 skaft) 3-9 járn: Titleist MB 712 (True Temper Dynamic Gold Tour Issue S400 sköft) 48° fleygjárn: Titleist MB 712 (True Temper Dynamic Gold Tour Issue S400 skaft) 54° fleygjárn: Titleist Vokey SM5 (True Temper Dynamic Gold Tour Issue S400 skaft) 58° fleygjárn: Titleist Vokey SM5 (True Temper Dynamic Gold Tour Issue S400 skaft) Pútter: Titleist Scotty Cameron Newport Tour GSS Bolti: Titleist Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Rósa Guðbjartsdóttir – 29. nóvember 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Rósa Guðbjartsdóttir. Rósa er fædd 29. nóvember 1965 og á því stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu hennar hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með merkisafmælið Rósa Guðbjartsdóttir (Innilega til hamingju með stórafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:K. Snæfells Kjartansson, 29. nóvember 1954 (61 árs); Santiago Luna, 29. nóvember 1962 (53 ára); Perry Parker, 29. nóvember 1964 (51 árs); Guy Hill, 29. nóvember 1970 (45 ára); Tonya Gill 29. nóvember 1970 (45 ára) og Danny Chia, 29. nóvember 1972 (43 ára); Ann-Kathrin Lindner, 29. nóvember 1987 (28 ára – spilar á LET); Aron Snær Júlíusson, GKG, 29. nóvember 1996 (19 ára). Lesa meira










