Afmæliskylfingar dagsins: Unnur Jónsdóttir og Oliver Horovitz – 14. desember 2015
Það er tveir afmæliskylfingar. Annar afmæliskylfingurinn er Unnur Jónsdóttir. Hún er fædd 14. desember 1940 og á því 75 ára stórafmæli. Komast má á facebook síðu Unnar til þess að óska henni til hamingju með merkisafmælið hér að neðan Unnur Jónsdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Hinn er kylfusveininn í St. Andrews, Oliver Horovitz, sem heimsótti okkur íslenska kylfinga hér og hélt fyrirlestur 26. nóvember 2013 á Icelandair Hotel Reykjavík Natura, sem er afmæliskylfingur dagsins. Oliver skrifaði frábæra bók um kylfusveinsstörf sín í vöggu golfíþróttarinnar. Oliver fæddist 14. desember 1985 og á því 30 ára stórafmæli í dag!!! Oliver Horovitz (Happy birthday Ollie!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag Lesa meira
Monty sigraði í Máritíus
Colin Montgomerie (Monty) sigraði á MCB Tour Championship í Máritíus, eyríki í Indlandhafi. Monty hafði 4 högga forystu en sú forysta fauk út í buskann eftir að David Frost setti niður 5. fuglinn á 11. holu, en þá var munurinn milli þeirra aðeins 1 högg, Monty í óhag. Frost fór síðan að ganga verr fékk skolla á 12. og 14. holu og Monty sýndi klassagolf; fékk m.a. fugla á allar 3 lokaholurnar og sigraði á 15 undir pari. Mótinu lauk í gær – stóð 11.-13. desember og þar með varð líka ljóst að Monty er annað árið í röð efstur á peningalista Öldungamótaraðar Evrópu (ens. European Senior Tour Order of Merit) Lesa meira
Champions Tour: Langer leikmaður ársins
Þýski golfsnillingurinn Bernhard Langer var valinn leikmaður ársins á bandarísku PGA Öldungamótaröðinni, Champions Tour í ár, 2015. Verðlaunin fyrir titilinn, The Jack Niclaus Award voru afhent Langer á PNC Father-Son Challenge í Orlando, Flórída. Langer býr einmitt í Boca Raton í Flórída. Honum tókst að lyfta Charles Schwab bikarnum í 3. sinn á árinu en áður var hann búinn að hljóta bikarinn tvívegis. „Ég er ánægður með að félagar mínir völdu mig leikmann ársins,“ en hann vann í vali milli hans og þeirra Maggert, Andrade, Montgomerie og Marco Dawson. „Að hljóta The Jack Nicklaus Award hefir mikla þýðingu á ferli mínum og að hafa unnið verðlaunin 5 sinnum er asni sérstakt. Lesa meira
Andri Þór útskrifast frá Nicholls State
Andri Þór Björnsson, GR, útskrifaðist frá Nicholls State nú fyrir jól. Hann hefir spilað golf með skólaliðinu The Geaux Colonels, með góðum árangri. Golf 1 óskar Andra Þór innilega til hamingju með útskriftina og áfangann með bestu óskum um gott gengi í framtíðinni!
Afmæliskylfingar dagsins: Finnbogi Steingrímsson og Rickie Fowler ——————- 13. desember 2015
Afmæliskylfingar dagsins eru tveir annars vegar Finnbogi Steingrímsson og hins vegar Rickie Fowler. Finnbogi er fæddur 13. desember 2001 og á því 14 ára afmæli í dag. Hann er afrekskylfingur í GM, sonur hjónanna Steingríms Walterssonar og Elínar Rós Finnbogadóttur. Rickie Fowler er fæddur 13. desember 1988 í Murrieta, Kaliforníu og á því 27 ára afmæli í dag. Fowler spilar á bandaríska PGA og vann einmitt sinn fyrsta sigur á mótaröðinni, 6. maí 2012, þegar hann sigraði þá DA Points og Rory McIlroy í umspili á Wells Fargo Championship. Hann hefir átt frábært ár á PGA Tour nú í ár, 2015. Annars er Fowler frægur fyrir að vera í Golf Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2016: Hannah Collier (2/49)
Lokaúrtökumót LPGA, möo Q-school LPGA fór fram 30. nóvember – 6. desember 2015. Mótið fór venju skv. fram LPGA International á Daytona Beach í Flórída. Tuttugu stúlkur hlutu kortið sitt á LPGA í gegnum Q-school og þær sem urðu í 21. – 45 + þ.e., þær sem urðu í 21.-45. sæti eða jafnar í síðarnefnda sætinu hlutu takmarkaðan þátttökurétt í mótum LPGA. Alls hlutu 49 stúlkur þátttökurétt á LPGA; 20 fullan þátttökurétt og 29 takmarkaðan. Verða þær allar kynntar og byrjað á þeim 7 sem voru svo heppnar að hljóta einhvern þátttökurétt á þessari sterkustu kvengolfmótaröð í heiminum þ.e. þeim Paz Echeverria frá Chile; Hönnuh Collier frá Bandaríkjunum; Jean Reynolds Lesa meira
LET: Feng sigraði í Dubaí
Það var kínverska stúlkan Shanshan Feng sem sigraði á Omega Dubaí Ladies Masters. Mótið fór fram dagana 9.-12. desember 2015 og lauk því í gær. Feng var með skor upp á 21 undir pari, 267 högg (67 67 67 66) og hafði mikla yfirburði því sú sem næst kom Thidapa Suwannapura frá Thaílandi lék á 9 undir pari og var því 12 högga munur á þeirri í 1. og 2. sæti. í 3. sæti varð síðan enski kylfingurinn frábæri Mel Reid, á samtals 8 undir pari. Til þess að sjá lokastöðuna á Omega Dubaí Ladies Masters SMELLIÐ HÉR:
GA: Víðir Steinar, Stefán Einar og Kristján Benedikt hlutu afreksmerki á aðalfundi
Þann 10. desember s.l., þ.e. s.l. föstudag, var haldinn aðalfundur Golfklúbbs Akureyrar, á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf, Tryggvi Þór Gunnarsson var valinn sem fundarstjóri og stýrði hann fundinum af miklum myndarbrag. Sigmundur Einar Ófeigsson, formaður Golfklúbbs Akureyrar, las skýrslu stjórnar og fór yfir atburði líðandi árs. Guðlaug M. Óskarsdóttir, gjaldkeri klúbbsins, fór yfir ársreikninginn fyrir 2015 og var hann samþykktur. Sigmundur Einar Ófeigsson var endurkjörinn sem formaður GA og mun stjórn klúbbsins einnig halda áfram óbreytt næsta árið. Tillögur stjórnar GA um árgjöld voru samþykkt og hér má sjá árgjöld næsta árs. Líkt og aðrir golfklúbbar hafa gert undanfarið höfum við breytt uppsetningu á árgjöldum í GA til höfða betur Lesa meira
Forgjöf nokkurra frægra kylfinga (pólitíkusa, listamanna)
Golf Digest hefir tekið saman golfforgjöf nokkurra þekktra kylfinga. Með þekktum kylfingum er átt við stjórnmálamenn, listamenn s.s. söngvara og leikara og íþróttamenn, sem skarað hafa fram á öðrum sviðum íþrótta en golfinu. T.a.m. Bill Gates er ríkasti maður heims, en hvað skyldi hann hafa í forgjöf? Sjá má þennan lista Golf Digest með því að SMELLA HÉR:
PGA: Dufner og Snedeker sigra á Franklin Templeton Shootout
Það voru þeir Brandt Snedeker og Jason Dufner, sem stóðu uppi sem sigurvegarar á Franklin Templeton Shootout. Fyrir sigurinn hlutu þeir 385.000 dollara hvor. Snedeker hrósaði félaga sínum eftir að sigurinn var í höfn og sagði m.a. að hann hefði verið mjög stöðugur [ens. kallaði hann „Steady Edie“] Samtals sigurskor Snedeker og Dufner var 30 undir pari (11 undir 8 undir og 11 undir) og lokahringurinn var upp á 11 undir eða 61 högg!) Til þess að sjá lokastöðuna á Franklin Templeton Shootout SMELLIÐ HÉR:










