Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 27. 2015 | 09:00

Stutta spils strategía Zach Johnson

Zach Johnson þykir einstakur snillingur í stutta spilinu. Sjá má vefsíðu Zach Johnson með því að SMELLA HÉR:  Í viðtali við Golfweek deilir Johnson strategíu sinni í stutta spilinu með okkur. Það var einmitt sú strategía sem Zach notaði þegar hann sigraði Opna breska 2015! Eins hefir Zach sigrað 12 sinnum á PGA Tour og er nú í 13. sæti heimslistans. Sjá má stutta spils strategíu Zach Johnson og nokkrar góðar æfingar fyrir stutta spilið með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 27. 2015 | 08:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2016: Ginger Howard (4/49)

Lokaúrtökumót LPGA, möo Q-school LPGA fór fram 30. nóvember – 6. desember 2015. Mótið fór venju skv. fram á LPGA International á Daytona Beach í Flórída. Tuttugu stúlkur hlutu kortið sitt á LPGA í gegnum Q-school og þær sem urðu í 21. – 45 + þ.e., þær sem urðu í 21.-45. sæti eða jafnar í síðarnefnda sætinu hlutu takmarkaðan þátttökurétt í mótum LPGA. Alls hlutu 49 stúlkur þátttökurétt á LPGA; 20 fullan þátttökurétt og 29 takmarkaðan. Verða þær allar kynntar og byrjað á þeim 7 sem voru svo heppnar að hljóta einhvern þátttökurétt á þessari sterkustu kvengolfmótaröð í heiminum þ.e. þeim Paz Echeverria frá Chile; Hönnuh Collier frá Bandaríkjunum; Jean Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 27. 2015 | 07:00

GKG: Ungir afrekskylfingar GKG á fullu í keppnisgolfi um jólin

Ungir GKG kylfingar nýta jólafríið heldur betur vel til að keppa í Flórída enda aðstæður frábærar, eða kannski aðeins of góðar, en 28-32° stiga hiti er um þessar mundir í Flórída. Sigurður Arnar Garðarsson og systurnar Hulda Clara og Eva María Gestsdætur eru að keppa á Doral Publix mótinu í Miami, en mótinu lýkur í dag. Þetta mót er fyrir stráka og stelpur niður í 7 ára aldur og er stemmningin létt og góð þá hart sé barist. Krakkarnir fengu til að mynda lukkudýr fyrir lokahringinn að gjöf frá mótshöldurum. Mótið fer fram á hinum fræga Trump Doral velli, þar sem WGC Cadillac mótið fer fram á PGA mótaröðinni. Hægt Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 26. 2015 | 17:00

Rory býst við að Jordan Spieth muni ströggla á næsta ári

Nr. 3 á heimslistanum, Rory McIlroy telur að  nr. 1 á heimslistanum Jordan Spieth muni ströggla á næsta ári, þ.e. eiga erfitt með að endurtaka frábæran árangur sinn frá því á þessu ári. Í ár, þ.e. 2015 blómstraði Spieth og vann 2 risamót í röð þ.e. Masters og Opna bandaríska og velti síðan Rory úr efsta sæti heimslistans. Golfsagan segir okkur að þeir kylfingar sem unnið hafa fleiri en eitt risamót á ári hefir ekkert gengið sérlega vel árið eftir … og það er nokkuð sem Rory t.a.m. veit mætavel.  Árið 2014 sigraði Rory þannig t.a.m. á Opna breska og PGA Championship en árið í ár (2015) hefir ekkert verið sérstakt. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 26. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Svavar Geir Svavarsson – 26. desember 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Svavar Geir Svavarsson. Svavar Geir er fæddur 26. desember 1972 og á því 43 ára afmæli í dag! Hann er í Golfklúbbnum Oddi og sér m.a. um flugherminn í innaðstöðu GO í Kauptúni, sem allir ættu að nýta sér nú þegar veðrið er of kalt til þess að vera í golfi úti við. Golf 1 hefir einnig tekið viðtal við Svavar Geir sem lesa má með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Svavar Geir Svavarsson (Innilega til hamingju með 43 ára afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 25. 2015 | 16:30

100 bestu golfvellir í Bandaríkjunum

Golf Digest hefur tekið saman lista yfir 100 bestu golfvelli í Bandaríkjunum. Sá besti líkt og undanfarin ár var valinn Augusta National … og kemur engum á óvart. Sjá má listann með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 25. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jean Françoise Luquin – 25. desember 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Jean Françoise Luquin. Hann er fæddur 25. desember 1978 í Valence, Drôme í Frakklandi og á því 37 ára afmæli í dag. Jean Françoise býr í Cressiers, í Sviss. Hann á 10 ára son, Arthur. Jean Françoise gerðist atvinnumaður í golfi 1997. Hann náði ekki í gegn í lokaúrtökumótinu í Girona á Spáni fyrir Evrópumótaröðina, sem fram fór 10. -15. nóvember 2013 og spilaði því 2014 á Áskorendamótaröðinni. Luiquin hefir sigrað 1 sinni á Evrópumótaröðinni og alls 5 sinnum á ferli sínum sem atvinnumaður. Aðrir frægir kylfingar eru: Mianne Bagger, 25. desember 1966 (49 ára); Nicholas Thompson, 25. desember 1982 (33 ára ) ….. og ….. Adalsteinn Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 25. 2015 | 12:45

Bestu högg ársins 2015

Sky Sports hefir tekið saman það sem að þeirra mati eru bestu högg ársins 2015. Sjá má þau högg með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 25. 2015 | 08:30

Tiger birtir mynd af sér og börnunum

Gleymum öllum meiðslum og slæmum leik Tiger. Hann virðist hafa mýkst með árunum nú þegar hann nálgast 40-ára aldurinn. Hann talar alltaf um hversu mikið honum líkar að vera faðir og hann talar líka um hversu mikið börnin hans (Charlie and Sam) elska fótbolta. Á myndinni virðast Tiger og börnin ekki vera í fótbolta, þemað er miklu heldur Nike (helsti styrktaraðili Tiger). Tiger tvítaði myndinni á Aðfangadag.

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 24. 2015 | 07:45

Gleðileg jól 2015!

Golf 1 óskar öllum kylfingum nær og fjær innilega gleðilegra jóla með þakklæti fyrir góðar viðtökur á árinu. Megi framtíðin færa okkur erni og fugla og mörg glæsileg pútt á nýja árinu!!! Golf 1 ønsker alle golf spillere nær og fjern glædelig jul med mange tak for den enestående modtagelse af Golf 1, í det passerende år. Må fremtiden bringe os alle eagles og birdies og mange pragtfulde putt í det nye år!!! Golf1 wishes all golfers near and far a heartfelt merry Christmas with thanks for the incredible receptions Golf 1 has received this past year! May the future hold many eagles, birdies and georgeous putts for you!!! Golf Lesa meira