Stutta spils strategía Zach Johnson
Zach Johnson þykir einstakur snillingur í stutta spilinu. Sjá má vefsíðu Zach Johnson með því að SMELLA HÉR: Í viðtali við Golfweek deilir Johnson strategíu sinni í stutta spilinu með okkur. Það var einmitt sú strategía sem Zach notaði þegar hann sigraði Opna breska 2015! Eins hefir Zach sigrað 12 sinnum á PGA Tour og er nú í 13. sæti heimslistans. Sjá má stutta spils strategíu Zach Johnson og nokkrar góðar æfingar fyrir stutta spilið með því að SMELLA HÉR:
Nýju stúlkurnar á LPGA 2016: Ginger Howard (4/49)
Lokaúrtökumót LPGA, möo Q-school LPGA fór fram 30. nóvember – 6. desember 2015. Mótið fór venju skv. fram á LPGA International á Daytona Beach í Flórída. Tuttugu stúlkur hlutu kortið sitt á LPGA í gegnum Q-school og þær sem urðu í 21. – 45 + þ.e., þær sem urðu í 21.-45. sæti eða jafnar í síðarnefnda sætinu hlutu takmarkaðan þátttökurétt í mótum LPGA. Alls hlutu 49 stúlkur þátttökurétt á LPGA; 20 fullan þátttökurétt og 29 takmarkaðan. Verða þær allar kynntar og byrjað á þeim 7 sem voru svo heppnar að hljóta einhvern þátttökurétt á þessari sterkustu kvengolfmótaröð í heiminum þ.e. þeim Paz Echeverria frá Chile; Hönnuh Collier frá Bandaríkjunum; Jean Lesa meira
GKG: Ungir afrekskylfingar GKG á fullu í keppnisgolfi um jólin
Ungir GKG kylfingar nýta jólafríið heldur betur vel til að keppa í Flórída enda aðstæður frábærar, eða kannski aðeins of góðar, en 28-32° stiga hiti er um þessar mundir í Flórída. Sigurður Arnar Garðarsson og systurnar Hulda Clara og Eva María Gestsdætur eru að keppa á Doral Publix mótinu í Miami, en mótinu lýkur í dag. Þetta mót er fyrir stráka og stelpur niður í 7 ára aldur og er stemmningin létt og góð þá hart sé barist. Krakkarnir fengu til að mynda lukkudýr fyrir lokahringinn að gjöf frá mótshöldurum. Mótið fer fram á hinum fræga Trump Doral velli, þar sem WGC Cadillac mótið fer fram á PGA mótaröðinni. Hægt Lesa meira
Rory býst við að Jordan Spieth muni ströggla á næsta ári
Nr. 3 á heimslistanum, Rory McIlroy telur að nr. 1 á heimslistanum Jordan Spieth muni ströggla á næsta ári, þ.e. eiga erfitt með að endurtaka frábæran árangur sinn frá því á þessu ári. Í ár, þ.e. 2015 blómstraði Spieth og vann 2 risamót í röð þ.e. Masters og Opna bandaríska og velti síðan Rory úr efsta sæti heimslistans. Golfsagan segir okkur að þeir kylfingar sem unnið hafa fleiri en eitt risamót á ári hefir ekkert gengið sérlega vel árið eftir … og það er nokkuð sem Rory t.a.m. veit mætavel. Árið 2014 sigraði Rory þannig t.a.m. á Opna breska og PGA Championship en árið í ár (2015) hefir ekkert verið sérstakt. Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Svavar Geir Svavarsson – 26. desember 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Svavar Geir Svavarsson. Svavar Geir er fæddur 26. desember 1972 og á því 43 ára afmæli í dag! Hann er í Golfklúbbnum Oddi og sér m.a. um flugherminn í innaðstöðu GO í Kauptúni, sem allir ættu að nýta sér nú þegar veðrið er of kalt til þess að vera í golfi úti við. Golf 1 hefir einnig tekið viðtal við Svavar Geir sem lesa má með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Svavar Geir Svavarsson (Innilega til hamingju með 43 ára afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Lesa meira
100 bestu golfvellir í Bandaríkjunum
Golf Digest hefur tekið saman lista yfir 100 bestu golfvelli í Bandaríkjunum. Sá besti líkt og undanfarin ár var valinn Augusta National … og kemur engum á óvart. Sjá má listann með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Jean Françoise Luquin – 25. desember 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Jean Françoise Luquin. Hann er fæddur 25. desember 1978 í Valence, Drôme í Frakklandi og á því 37 ára afmæli í dag. Jean Françoise býr í Cressiers, í Sviss. Hann á 10 ára son, Arthur. Jean Françoise gerðist atvinnumaður í golfi 1997. Hann náði ekki í gegn í lokaúrtökumótinu í Girona á Spáni fyrir Evrópumótaröðina, sem fram fór 10. -15. nóvember 2013 og spilaði því 2014 á Áskorendamótaröðinni. Luiquin hefir sigrað 1 sinni á Evrópumótaröðinni og alls 5 sinnum á ferli sínum sem atvinnumaður. Aðrir frægir kylfingar eru: Mianne Bagger, 25. desember 1966 (49 ára); Nicholas Thompson, 25. desember 1982 (33 ára ) ….. og ….. Adalsteinn Lesa meira
Bestu högg ársins 2015
Sky Sports hefir tekið saman það sem að þeirra mati eru bestu högg ársins 2015. Sjá má þau högg með því að SMELLA HÉR:
Tiger birtir mynd af sér og börnunum
Gleymum öllum meiðslum og slæmum leik Tiger. Hann virðist hafa mýkst með árunum nú þegar hann nálgast 40-ára aldurinn. Hann talar alltaf um hversu mikið honum líkar að vera faðir og hann talar líka um hversu mikið börnin hans (Charlie and Sam) elska fótbolta. Á myndinni virðast Tiger og börnin ekki vera í fótbolta, þemað er miklu heldur Nike (helsti styrktaraðili Tiger). Tiger tvítaði myndinni á Aðfangadag.
Gleðileg jól 2015!
Golf 1 óskar öllum kylfingum nær og fjær innilega gleðilegra jóla með þakklæti fyrir góðar viðtökur á árinu. Megi framtíðin færa okkur erni og fugla og mörg glæsileg pútt á nýja árinu!!! Golf 1 ønsker alle golf spillere nær og fjern glædelig jul med mange tak for den enestående modtagelse af Golf 1, í det passerende år. Må fremtiden bringe os alle eagles og birdies og mange pragtfulde putt í det nye år!!! Golf1 wishes all golfers near and far a heartfelt merry Christmas with thanks for the incredible receptions Golf 1 has received this past year! May the future hold many eagles, birdies and georgeous putts for you!!! Golf Lesa meira










