Gleðilegt nýtt ár 2016!
Golf 1 óskar lesendum sínum svo og öllum kylfingum og landsmönnum nær og fjær gleðilegs nýs árs 2016, með mörgum gleðistundum í golfi á komandi ári. Golf 1 hefir nú verið starfandi í rúman 51 mánuð, þ.e. 4 ár , 3 mánuði og 6 daga og hafa á þeim tíma birtst um 14000 greinar, en þar af voru um 2700 skrifaðar á s.l. ári, 2015 sem þýðir u.þ.b. 7 greinar um golf að meðaltali á hverjum einasta degi 2015 og 9 greinar að meðaltali hvern einasta dag yfir 4 ára tímabil; sem er mesta fréttamagn á vefsíðu um golf á Íslandi. Kylfingar innanlands, sem og vaxandi fjöldi erlendra kylfinga hafa tekið þessum Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Ólafur Árnason – 31. desember 2015
Afmæliskylfingur Gamlársdags 2015 er Ólafur Árnason. Ólafur er fæddur 31. desember 1962 og á því 53 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með daginn: Ólafur Árnason f. 31. desember 1962 (53 ára afmæli – Innilega til hamingju!!!) Aðrir frægir kylfingar eiga afmæli í dag Gamlársdag 2015 eru: Michael Francis Bonallack, 31. desember 1934 (81 árs); David Ogrin, 31. desember 1957 (58 ára); Eyþór K. Einarsson, GHG, 31. desember 1959 (56 ára); Shiho Oyama, 31. desember 1969 (46 ára); Bobby Gates, 31. desember 1985 (30 ára stórafmæli!!!) ….. og …… Valtþór Óla f. 31. desember 1961 (54 ára Lesa meira
10 kvenkylfingar sem líklegir eru til stórræðna 2016!
Lydia Ko, Inbee Park og Stacy Lewis eru nöfn kvenkylfinga sem allir golfáhugamenn kannast við. Hins vegar eru það ekki aðeins þær sem þykja líklegar til að slá í gegn 2016. Progolf hefir tekið saman lista yfir 10 kvenkylfinga á LET og LPGA, sem þeim þykja líklegir til stórræðna á árinu 2016. Sjá má þennan lista með því að SMELLA HÉR:
Ótrúleg mynd af kylfu Tiger frá 2005
Það vita allir golfáhugamenn að Tiger Woods átti frábært ár í golfi árið 2005. Líklegast var það eitt af bestu keppnistímabilum hans. Árið 2005 byrjaði með einvígi Tiger við Phil Mickelson á Doral, þar sem hann hafði betur. Síðan lauk Tiger keppnistímabilinu með sigri í tveimur risamótum, síðasta sigri hans á Masters og 2. sigri hans á Opna breska og hann vann 6 meiriháttar mót samtals það ár, þ.e. fyrir 10 árum, 2005. Þetta var einn hápunkta á ferli Tiger eftir að sveifla hans hafði verið tekin í gegn af Hank Haney – sveifla hans virtist algerlega áreynslulaus. Ef æfingakylfur Tiger frá þessu tímabili eru skoðaðar, nánar eitt járnið hans (sjá meðfylgjandi Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Tiger Woods ——– 30. desember 2015
Afmæliskylfingur dagsins í dag er Eldrick Tont „Tiger“ Woods. Tiger fæddist 30. desember 1975, í Cypress, í Kaliforníu og nú er loksins komið að því, Tiger er 40 ára í dag. Hann hefir spilað golf frá 2 ára aldri og þótti undrabarn, sjá má myndskeið með honum bráðungum, þar sem hann kom fram í sjónvarpsþættinum „The Michael Douglas Show“ ásamt Bob Hope, með því að SMELLA HÉR: Tiger ólst upp í Kaliforníu þar sem hann sigraði næstum öll mót í sínum aldursflokki og oft krakka sem voru mun eldri en hann. Tiger var aðeins 3 ára þegar hann spilaði 9 holur undir 50 höggum. Fyrsta skiptið sem það gerðist Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2016: Jaclyn Jansen (5/49)
Lokaúrtökumót LPGA, möo Q-school LPGA fór fram 30. nóvember – 6. desember 2015. Mótið fór venju skv. fram á LPGA International á Daytona Beach í Flórída. Tuttugu stúlkur hlutu kortið sitt á LPGA í gegnum Q-school og þær sem urðu í 21. – 45 + þ.e., þær sem urðu í 21.-45. sæti eða jafnar í síðarnefnda sætinu hlutu takmarkaðan þátttökurétt í mótum LPGA. Alls hlutu 49 stúlkur þátttökurétt á LPGA; 20 fullan þátttökurétt og 29 takmarkaðan. Verða þær allar kynntar og byrjað á þeim 7 sem voru svo heppnar að hljóta einhvern þátttökurétt á þessari sterkustu kvengolfmótaröð í heiminum þ.e. þeim Paz Echeverria frá Chile; Hönnuh Collier frá Bandaríkjunum; Jean Lesa meira
Frægir kylfingar: Darius Rucker um hvernig það er að spila golf við Tiger – Myndskeið
E.t.v. þekkja ekki allir Darius Rucker. Hann er einn af örfáum þeldökkum Bandaríkjamönnum, sem spilar kántrýmúsík … …. og spilar þess á milli golf við afmæliskylfing dagsins, Tiger Woods, sem á 40 ára afmæli í dag! Í viðtali í vor lýsti Rucker því í viðtali við People hvenig er að spila golf við Tiger. Sjá má myndskeið People Magazine með því að SMELLA HÉR:
Axel Íþróttamaður Hafnarfjarðar 2015!!!
Axel Bóasson er Íþróttamaður Hafnarfjarðar 2015. Hann hefir margoft verið tilnefndur til titilsins en hlaut hann í Íþróttahúsinu í Hafnarfirði við viðhöfn í gær. Sjá m.a. eldri tilnefningar sem Axel hefir hlotið og Golf 1 fjallað um með því að SMELLA HÉR 2011 og SMELLA HÉR 2012: Auk Axels hlaut sunddrottningin Hrafnhildur Lúthersdóttir titilinn Íþróttakona Hafnarfjarðar 2015, en Hrafnhildur vann m.a. 5 gull á Smáþjóðaleikunum og hefir áunnið sér þátttökurétt á Olympíuleikunum í Ríó 2016!!! Axel er fæddur 3. júní 1990 og því 25 ára. Hann varð m.a. Íslandsmeistari í höggleik 2011 og var í bandaríska háskólagolfinu þar sem hann lék með skólaliði Mississippi State. Árið í ár hefir verið Axel gott. Lesa meira
DJ komst yfir ósigurinn á Opna bandaríska á sinn hátt
Við dáumst oft að hæfileika Dustin Johnson (DJ) til þess að komast yfir vonbrigði í vinnu sinni, þ.e. á golfvellinum. Og það er ágætt að DJ hefir þennan hæfileika því það er nóg af vonbrigðum í golfinu, s.s. nánast allir vita… og fyrir DJ á þetta sérstaklega við um risamót … en honum hefir til dagsins í dag ekki tekist að sigra í einu slíku þó hann hafi verið býsna nálægt því á tíðum. S.s. t.d. í sumar. Þá þrípúttaði DJ og klúðraði sigri á Opna bandaríska risamótinu. Skv. tengdaföður DJ ferðaðist DJ með Paulinu og Gretzky fjölskyldunni til Idaho eftir væntanlega mestu vonbrigði sín á golfvellinum og daginn eftir Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Arinbjörn Kúld —— 29. desember 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Arinbjörn Rebel Kúld. Ari er fæddur 29. desember 1960 og á því 55 ára afmæli í dag!!! Hann er í Golfklúbbi Akureyrar og kvæntur Önnu Einarsdóttur. Komast má á facebook síðu Arinbjarnar til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Arinbjörn Rebel Kúld (Innilega til hamingju með afmælið!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Curt Allen Byrum, 29. desember 1958 (57 ára); Arinbjörn Kúld, GA, 29. desember 1960 (54 ára); Ásta Henriksen, 29. desember 1964 (51 árs); Bruce Bulina, 29. desember 1966 (49 ára); Drew Hartt, 29. desember 1966 (49 ára); Finnbogi Þorkell Jónsson, 29. desember 1981 (34 ára); Robert Dinwiddie, 29. desember Lesa meira










