Forseti GSÍ segi ekki af sér!
Það er ömurlegt að þurfa að lesa á öðrum helsta golffréttamiðli þessa lands, Kylfingi, árásir á Forseta GSÍ, Hauk Örn Birgisson. Ritstjóri þess góða miðils leyfir þar á grundvelli frændsemi sinnar við Margeir Vilhjálmsson, þeim manni að halda úti greinaflokki, Kylfukasti, en firrir sig jafnframt nokkurri ábyrgð og segir að skoðanir sem þar komi fram séu Margeirs en ekki Kylfings. Svona væntanlega til þess að bjóða lesendum sínum upp á spennandi, ögrandi gagnrýni án þess að þurfa sjálfur að bera nokkra ábyrgð. Nýjasta grein Margeirs ber fyrirsögnina: „Kylfukast: Forseti GSÍ segir af sér.“ Staðhæft er í fyrirsögn að forseti GSÍ, Haukur Örn Birgisson, sé að segja af sér, sem er Lesa meira
Jimmy Hitchcock látinn
James Hitchcock (betur þekktur undir gælunafni sínu Jimmy) er látinn 85 ára að aldri. Dánarstaður hans var í Belgíu en þar bjó hann á efri árum sínum. Hann lætur eftir sig eiginkonuna Stephanie. Jimmy Hitchcock fæddist Bromley, Kent í Englandi árið 1930. Hann sigraði í fjölmörgum atvinnumannamótum m.a. British Masters árið 1960;East Rand Open í Suður-Afríku 1961 og Agfa-Gevaert Tournament 1965. Hann var valinn í lið Íra&Breta sem keppti í Ryder bikarnum 1965 g. liði Bandaríkjamanna, en tapaði öllum 3 leikjum sínum. Í Rydernum ´65 beið Jimmy lægri hlut fyrir ekki minni mönnum en sjálfri golfgoðsögninni Arnold Palmer og þreföldum risamóts-sigurvegarnum Julius Boros en, þeir tveir voru meðal bestu kylfinga samtíðar sinnar. Lesa meira
PGA: Sjáið glæsiörn Spieth á 2. hring TOC – Myndskeið
Jordan Spieth er eins og áður hefir komið fram í morgun í efsta sæti á Hyundai Tournament of Champions á Kapalua í Hawaii. Þökk sé frábæru skori samtals 16 undir pari, 130 höggum (66 64). Sérlega var hringurinn í gær glæsilegur upp á 9 undir pari, 64 högg, en Platation golfvöllurinn er eins og allir vita par-73. Á hringnum fékk Spieth samtals 1 örn og 7 fugla! Hann var með pör á fyrstu 4 holunum og spilaði síðan holu nr. 5-9 á 5 undir pari, þökk sé 3 fuglum og frábærum erni á par-5 9. holunni. Síðan fékk Spieth 3 fugla í röð á holum nr. 13-15 og lauk hringnum Lesa meira
Vinsælustu erlendu, almennu og íslensku golf- fréttir á Golf 1 árið 2015 (15/15)
Ef teknar eru 150 vinsælustu greinarnar, þ.e. 5,5% af þeim sem mest voru lesnar af þeim 2700, sem skrifaðar voru á Golf 1, árið 2015 þá kemur í ljós að skiptingin er að um 70 íslenskar greinar er að ræða, 61 útlenda og 19 greinar um hlutlaus efni, þ.e. bæði íslenskt eða erlent, þar sem fjallað er um golf almennt. Hér á fyrstu dögum 2016 hafa vinsælustu erlendu og almennu fréttirnar af þessum 150 mest lesnu golffréttum á Golf 1 árið 2015 verið kynntar sem og þær íslensku golfgreinar sem voru nr. 11.-70 að vinsældum 2015. Nú á bara eftir að kynna topp-10 vinsælustu greinarnar á Golf 1 og hefir Lesa meira
Vinsælustu erlendu, almennu og íslensku golf- fréttir á Golf 1 árið 2015 (14/15)
Ef teknar eru 150 vinsælustu greinarnar, þ.e. 5,5% af þeim sem mest voru lesnar af þeim 2700, sem skrifaðar voru á Golf 1, árið 2015 þá kemur í ljós að skiptingin er að um 70 íslenskar greinar er að ræða, 61 útlenda og 19 greinar um hlutlaus efni, þ.e. bæði íslenskt eða erlent, þar sem fjallað er um golf almennt. Hér á fyrstu dögum 2016 hafa vinsælustu erlendu og almennu fréttirnar af þessum 150 mest lesnu golffréttum á Golf 1 árið 2015 verið kynntar sem og þær íslensku golfgreinar sem voru nr. 21.-70 að vinsældum 2015. Í dag verða topp-20 íslensku greinarnar á Golf 1 árið 2015 kynntar: Hér fara þær Lesa meira
PGA: Spieth leiðir á TOC e. 2. dag
Jordan Spieth leiðir á Hyundai Tournament of Champions, nú þegar mótið er hálfnað, en það fer venju skv. fram á Kapalua, Hawaii. Staða efstu manna er eftirfarandi e. 2 hringi: Spieth (-16), Kisner (-12), Gomez (-12), Reed, Fowler (-10), Bowditch (-10) Spieth er því með 4 högga glæsilega forystu á þá tvo sem næstir koma Kisner og Gomez. Hann er að keppast við að sigra 7. PGA Tour titil sinn og þann 8. á heimsvísu á aðeins 14 mánuðum, allt frá því að hann sigraði á Australian Open 2014. Ef Spieth sigrar verður það fyrsti sigur hans frá því að hann sigraði Tour Championship á East Lake í september á síðasta Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Kristrún Runólfsdóttir – 8. janúar 2016
Afmæliskylfingur dagsins er Kristrún Runólfsdóttir. Kristrún er fædd 8. janúar 1961. Hún er í Golfklúbbnum Úthlíð og klúbbmeistari kvenna í GÚ 2015. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Kristrúnu til hamingju með afmælið hér að neðan: Kristrún Runólfsdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Hjörleifur Larsen Guðfinnsson, 8. janúar 1955 (61 árs); Nikki Garrett, 8. janúar 1984 (32 ára) ….. og ….. Jónína Pálsdóttir …. og …. Bajopar Golf (35 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem Lesa meira
Fyrsta opinbera golfsveifla Jordan Spieth 2016 – Myndskeið
Hyundai Tournament of Champions mótið hófst í gær á Kapalua venju samkvæmt. Aðeins þeir hafa keppnisrétt, sem árið á undan hafa sigrað í einu móta PGA Tour. Einn þeirra, sem þátt tekur í mótinu er nr. 1 á heimslistanum Jordan Spieth en hann vann í 5 mótum á PGA Tour 2015, þ.á.m. 2 risamótum: Masters og Opna bandaríska. Spieth er einmitt í 2. sæti eftir 1. keppnisdag á 7 undir pari; aðeins Patrick Reed stendur sig betur; er í 1. sæti á 8 undir pari. Til þess að sjá myndskeið af 1. opinbera höggi Spieth á Kapalua SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá stöðuna eftir 1. keppnisdag á Hyundai TOC Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Einar Gunnarsson – 7. janúar 2016
Afmæliskylfingar dagsins er Einar Gunnarsson . Hann er fæddur 7. janúar 1976 og á því 40 ára merkisafmæli. Einar er golfkennari í Golfklúbbi Vestmannaeyja og var þar áður í Golfklúbbnum Mostra í Stykkishólmi. Komast má facebook síðu Einars til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Einar Gunnarsson, GV og GMS (40 ára merkisafmæli – Innilega til hamingju með daginn!!!) Reyndar er þetta mikil stjörnufæðingardagur í golfinu því margir aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag, m.a.: Gígja Kristín Kristbjörnsdóttir, GHD 7. janúar 1942 (74 ára); Grímur Kolbeinsson (64 ára); Jaxl Teppahreinsun (61 árs); Kristján Hreinsson, NK (59 ára); Amal Tamimi (56 ára); Emanuele Canonica, 7. Lesa meira
Ólafía Þórunn vinsælt umfjöllunarefni fjölmiðla
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, tryggði sér fyrir jólin, s.s. flestir vita, keppnisrétt á næststerkustu kvenmótaröð heims, Evrópumótaröð kvenna, LET, sem stendur fyrir Ladies European Tour. Ólafía Þórunn, 23 ára, er aðeins búin að vera atvinnumaður í 1 ár og þessi árangur því stórglæsiegur. Hún hefur keppni á LET í mótum á Nýjá-Sjálandi og Ástralíu í febrúar. Vegna þessa stórglæsilega árangurs hefur Ólafía, s.s. gefur að skilja, verið umsetin af fjölmiðlum á jólum og fyrstu daga 2016 og má hér sjá tvö þessara viðtala. Hér má sjá viðtal Bylgjunnar við Ólafíu Þórunni SMELLIÐ HÉR: Hér má sjá viðtal X-sins frá 5. janúar s.l. við Ólafíu Þórunni SMELLIÐ HÉR: Þess mætti geta að Lesa meira










