Michelle Wie með 12. ásinn á ferlinum
Bandaríski kylfingurinn Michelle Wie fékk nú nýlega ás á æfingahring í The Bears Club í Flórída. Þetta gerðist á 113 yarda par-3 holu. Þetta er 12. ás Wie á ferli hennar, sem er svona u.þ.b. 12 sinnum fleiri ásar en flestir hafa hlotið á ferli sínum! Wie þurfti auðvitað að monta af ásnum og það gerði hún á Twiter þar sem hún sagðist hafa farið „Hole in Oneskie!!“ Kannski að tíminn með Tiger sé farinn að hafa sín áhrif á leik hennar – Sjá grein Golf 1 um það með því að SMELLA HÉR:
SNAG námskeið í Endurmenntun
Nú er hægt að byrja í golfi í Endurmenntun. Á námskeiðinu eru grunnatriðin í golfi kennd með Starting New At Golf (SNAG) golfkennslukerfinu sem hefur slegið í gegn út um allan heim. Kennslan fer fram í formi fyrirlestra, æfinga og leikja. Golf er vinsæl íþrótt meðal allra aldurshópa og það er hægt að byrja að spila golf hvenær sem er á lífsleiðinni. Á námskeiðinu verður farið í alla þá grunnþætti sem nauðsynlegir eru fyrir fyrstu skrefin á golfvellinum. Á námskeiðinu er fjallað um: Grunnhreyfingar í golfsveiflunni. Öll meginhögg í golfi. Siði og grunnreglur í golfleiknum. Venjur og hugarfar við golfiðkun. Ávinningur þinn: Kynnast golfleiknum á auðveldan og skemmtilegan hátt. Læra Lesa meira
PGA: 4 deila forystunni e. 1. dag CareerBuilder Challenge
Það eru 4 kylfingar sem eru efstir og jafnir eftir 1. dag CareerBuilder Challenge in partnership with the Clinton Foundation: Jason Dufner, Jerry Kelly, Jeff Overton og Íslandsvinurinn Anirban Lahiri frá Indlandi. Allir hafa þessir kylfingar spilað á samtals 8 undir pari, 64 höggum. Fimmta sætinu deila Colt Knost og Jamie Lovemark aðeins 1 höggi á eftir, á 7 undir pari. Til þess að sjá hápunkta 1. dags á CareerBuilder Challenge in partnership with the Clinton Foundation SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á CareerBuilder Challenge in partnership with the Clinton Foundation SMELLIÐ HÉR:
PGA: Sjáið glæsiörn Mickelson á 1. degi CareerBuilder Challenge in pwt Clinton Foundation!
Phil Mickelson er einn af þeim kylfingum sem taka þátt í CareerBuilder Challenge in partnership with the Clinton Foundation, en það er mót vikunnar á PGA Tour. Á fyrsta keppnisdegi, sem enn stendur yfir fékk Phil þennan líka glæsiörn. Hann kom á 110 yarda (100,5 metra) par-4 8. holunni á PGA West TPC Stadium golfvellinum. Sjá má glæsiörn Phil með því að SMELLA HÉR: Sjá má stöðuna á CareerBuilder Challenge in partnership with the Clinton Foundation með því að SMELLA HÉR:
LET: Viðtal við Ólafíu Þórunni
Á vefsíðu Evrópumótaraðar kvenna (Ladies European Tour, skammst.: LET) er nú viðtal við Ólafíu „okkar“ Þórunni. Sjá má þetta glæsilega viðtal með því að SMELLA HÉR:
Evróputúrinn: Spieth sektaður fyrir of hægan leik í Abu Dhabi
Jordan Spieth var sá fyrsti af forystukylfingunum í Abu Dhabi HSBC Golf Championship, sem hlaut sekt fyrir of hægan leik nú í dag á 1. keppnisdegi mótsins. Svo var dæmt að Nr. 1 (á heimslistanum – þ.e. Jordan Spieth) hefði gefið sér of langan tíma við fuglapútt sitt á par-5 8. holunni – sem var 17. hola hans 1. keppnisdaginn. Það var yfirgolfdómari mótsins, John Paramor, sem dæmdi víti á Spieth og voru honum tjáð tíðindin þegar hann var á leið að lokaholunni þennan dag, þ.e. 9. holu (18. holu Spieth). Evróputúrinn tilkynnti s.l. miðvikudag að gengið yrði harðar eftir að nýjum reglum, gegn of hægum leik, yrði framfylgt. Sjá Lesa meira
GA: Parketlögn hafin í golfskálanum
Á vefsíðu Golfklúbbs Akureyrar (GA) er að finna eftirfarandi frétt: „Vinna er langt komin í golfskálanum á Jaðri. Upp á síðkastið hefur vösk sveit GA félaga unnið við það að fjarlægja gamla bláa teppið, mála, rífa niður veggi og ýmislegt annað. Í gær var svo hafist handa við parketlögnina og er óhætt að segja það að salurinn er farinn að líta virkilega vel út og mikil breyting til hins betra á salnum. Við erum alveg afskaplega heppin hér í GA að eiga svona öfluga og flotta kylfinga sem eru tilbúnir að leggja mikið á sig fyrir klúbbinn sinn. Allar þessar framkvæmdir eru unnar í sjálfboðavinnu og fáum við þeim seint Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Jack Nicklaus —– 21. janúar 2016
Það er golfgoðsögnin og Íslandsvinurinn Jack Nicklaus sem á 76 ára afmæli í dag, en Jack er fæddur 21. janúar 1940. Golf 1 birti 2013, 12 greinar til kynningar á þessum einum besta kylfingi allra tíma og má sjá þær með því að smella hér: Jack Nicklaus 1; Jack Nicklaus 2; Jack Nicklaus 3; Jack Nicklaus 4; Jack Nicklaus 5; Jack Nicklaus 6; Jack Nicklaus 7; Jack Nicklaus 8; Jack Nicklaus 9; Jack Nicklaus 10; Jack Nicklaus 11; Jack Nicklaus 12 Já, Jack William Nicklaus er 76 ára í dag en hann fæddist í Columbus, Ohio 21. janúar 1940. Jack Nicklaus hefir á ferli sínum sigrað 115 sinnum og er Lesa meira
EPD: Þórður Rafn lauk leik T-13 í Egyptalandi – lék lokahringinn á 69!!!
Íslandsmeistarinn í höggleik, Þórður Rafn Gissurarson, GR, lauk keppni á Red Sea Egyptian Classic í dag T-13 þ.e. hann deildi 13. sæti með 3 öðrum kylfingum, sem verður að teljast glæsilegur árangur! Þórður Rafn lék á samtals 2 yfir pari, 218 höggum (77 72 69); fékk 5 fugla og 2 skolla á lokahringnum í dag, sem jafnframt var hans besti, en leikur Þórðar Rafns fór sífellt batnandi! Sigurvegari mótsins varð Antoine Schwartz frá Frakklandi á samtals 6 undir pari. Næsta mót Þórðar Rafns er í Sokhna og hefst eftir 4 daga þ.e. 25. janúar, en það er Red Sea Ain Sokhna mótið og mun Þórður Rafn því dvelja í Egyptalandi í Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2016: Ssu Chia Cheng (12/49)
Lokaúrtökumót LPGA, möo Q-school LPGA fór fram 30. nóvember – 6. desember 2015. Mótið fór venju skv. fram á LPGA International á Daytona Beach í Flórída. Tuttugu stúlkur hlutu kortið sitt á LPGA í gegnum Q-school og þær sem urðu í 21. – 45 + þ.e., þær sem urðu í 21.-45. sæti eða jafnar í síðarnefnda sætinu hlutu takmarkaðan þátttökurétt í mótum LPGA. Alls hlutu 49 stúlkur þátttökurétt á LPGA; 20 fullan þátttökurétt og 29 takmarkaðan. Alls hafa 9 stúlkur verið kynntar, 7 sem urðu T-43 í lokaúrtökumótinu og voru neðstar af þeim sem hlutu þátttökurétt á LPGA; en væntanlega hamingjusamar með að hljóta spilarétt og síðan Caroline Westrup og Lesa meira










