Nýju stúlkurnar á LPGA 2016: Su Oh (16/49)
Lokaúrtökumót LPGA, möo Q-school LPGA fór fram 30. nóvember – 6. desember 2015. Mótið fór venju skv. fram á LPGA International á Daytona Beach í Flórída. Tuttugu stúlkur hlutu kortið sitt á LPGA í gegnum Q-school og þær sem urðu í 21. – 45 + þ.e., þær sem urðu í 21.-45. sæti eða jafnar í síðarnefnda sætinu hlutu takmarkaðan þátttökurétt í mótum LPGA. Alls hlutu 49 stúlkur þátttökurétt á LPGA; 20 fullan þátttökurétt og 29 takmarkaðan. Alls hafa 14 stúlkur verið kynntar, 7 sem urðu T-43 í lokaúrtökumótinu og voru neðstar af þeim sem hlutu þátttökurétt á LPGA; síðan Caroline Westrup og Samantha Richdale, sem deildu 41. sætinu og svo Lesa meira
Evróputúrinn: Lawrie leiðir e. 2. dag á Qatar Masters – Hápunktar
Það er skoski kylfingurinn Paul Lawrie sem er efstur eftir 2. keppnisdag á Qatar Masters, sem er mót vikunnar á Mið-Austurlandasveiflu Evróputúrsins. Lawrie hefir leikið á 11 undir pari, 133 höggum (67 66). Lawrie var að vonum ánægður með 2. hring sinn sem var betri en glæsilegur fyrri hringurinn og eins af því að það var frekar hvasst, má sjá viðtal við hann eftir 2. hringinn með því að SMELLA HÉR: Til þess að sjá stöðuna eftir 2. keppnisdag SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 2. keppnisdags á Qatar Masters SMELLIÐ HÉR:
GK: Keilir árin 1967-1977
Hér að neðan má lesa tilkynningu frá Ólafi Þór Ágústssyni, framkvæmdastjóra Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði: „Við hjá Keili erum að vinna að ritun á sögu félagsins, þar sem aðaláherslan er lögð á fyrstu 10 ár félagsins s.s árin 1967-1977. Tilefnið er 50 ára afmæli klúbbsins á árinu 2017. Þetta voru miklir umbrotatímar hjá félaginu og má segja að þessir frumkvöðlar okkar hafi átt í hálfgerðu “stríði” við kotbændur Hvaleyrarinnar (þó í góðu). Við erum að leita sérstaklega af myndum og að sjálfsögðu líka skemmtilegum sögum frá þessum tíma sem gætu leynst hér í þessum hóp. Myndir af gömlu Hvaleyrinni með kotunum á, eða einhverjar skemmtilegar myndir frá starfinu okkar frá Lesa meira
Evróputúrinn: Sjáið „fagn“ Garcia eftir að hann setur niður 13 m pútt á Qatar Masters!
Sergio Garcia er skapheitur og tilfinningaríkur spænskur kylfingur og oftar en ekki sést á honum þegar vel eða illa gengur. Öllu skemmtilegra er þó að sjá hann þegar eitthvað tekst – en að sjá hann brjóta kylfur eða rífa af sér skó í geðluðruköstum, sem hann á til að fá þegar ekki gengur allt sem skyldi. Á móti vikunnar á Evróputúrnum sökkti Garcia 13 m pútti á par-3 8. holu Doha GC, þar sem mótið fer fram…. …. og steig smá gleðidans á eftir. Til þess að sjá fagn Sergio Garcia SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Hafdís Ævarsdóttir – 28. janúar 2016
Það er Hafdís Ævarsdóttir sem er afmæliskylfingur dagsins. Hafdís er glæsileg og það líka í golfinu og þar að auki hefir hún átt sæti í stjórn Golfklúbbs Suðurnesja, þar sem hún er klúbbfélagi. Komast má á facebook síðu Hafdísar til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan Hafdís Ævarsdóttir – Innilega til hamingju með daginn þinn!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Debbie Meisterlein Steinbach, 28. janúar 1953 (63 ára); Nick Price, 28. janúar 1957 (59 ára); Dagbjört Hanna Sigdórsdóttir, 28. febrúar 1960 (56 ára); Þórður Sigurel Arnfinnsson, 28. janúar 1981 (35 ára) ….. og ….. Henrik Stokke og El Rincón del Golf Golf Lesa meira
Nýju strákarnir á PGA Tour 2016: Rob Oppenheim (1/50)
Í fyrrahaust voru 50 „strákar“ sem komust á PGA Tour þ.e. þeir 25 sem voru efstir í 2. deildinni Web.com og svo 25 aðrir sem keppa á sérstöku 4 móta úrtökumótaröð Web.com Finals alls 50. Sá sem rétt slapp inn og varð í 50. sætinu varð hinn 36 ára Rob Oppenheim frá Orlando, Flórída. Aðeins munaði $ 101 á honum og þeim sem varð í 51. sætinu. Rob Oppenheim fæddist 12. janúar 1980 í Salem, Masachusetts og er því 36 ára. Hann er 1,78 m á hæð og 75 kg. Hann spilaði fyrir skólalið Andover High School þar sem hann koms í all-scholastic liðið. Hann var síðan í bandaríska háskólagolfinu og Lesa meira
GM: Kylfingar GM heiðraðir í kjöri á Íþróttamanni Mosfellsbæjar
Fimmtudaginn 21. janúar síðastliðinn fór fram kjör Íþróttamanns og Íþróttakonu Mosfellsbæjar við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu við Varmá. Golfklúbbur Mosfellsbæjar (skammst.: GM) átti fulltrúa í báðum flokkum, en kylfingar ársins, Kristján Þór og Heiða Guðnadóttir voru tilnefnd til íþróttakarls og íþróttakonu Mosfellsbæjar. Kristján og Heiða áttu bæði gott ár í keppnisgolfi og voru verðugir fulltrúar GM í kjörinu. Að lokum fór það svo að hestamaðurinn Reynir Örn og skotfimikonan Íris Eva hlutu titlana. Margvísleg verðlaun og viðurkenningar voru veitt að þessu tilefni en veittar voru viðurkenningar fyrir Íslandsmeistaratitla auk viðurkenninga fyrir þátttöku með landsliði í æfingum eða keppni. Einnig voru veittar viðurkenningar til efnilegra ungmenna, tveggja í hverri grein. Eftirtaldir Lesa meira
Evróputúrinn: Fylgist með Qatar Masters hér!
Mót vikunnar á Evrópumótaröðinni er Commercial Bank Qatar Masters. Leikið er í Doha GC og stendur mótið 27.-30. janúar 2016. Eftir 2 leikna hringi er Skotinn Paul Lawrie efstur – búinn að spila á samtals 11 undir pari, 133 höggum (67 66). Nokkrir eiga eftir að ljúka leik, þannig að þetta eru langt frá því endnalegar hálfleikstölur frá Doha – en stöðufrétt verður rituð síðar í dag. Til þess að fylgjast með stöðunni á Qatar Masters SMELLIÐ HÉR:
Evróputúrinn: Olesen tekur þátt í Perth
Danski kylfingurinn Thorbjörn Olesen mun taka þátt í Perth International, móti Evrópumótaraðarinnar, 25.-28. febrúar þ.e. eftir mánuð og mun þar með leitast við að verja titil sinn í Lake Karrinyup Country Club. Sigurinn í Perth á síðasta ári var 2. sigur Olesen á Evrópumótaröðinni og síðan þá hefir hann einnig bætt við 3. titlinum á Alfred Dunhill Links Championship á St Andrews s.l. október. „Ég á nokkrar frábærar minningar frá síðustu heimsókn minni til Perth og ég hlakka virkilega til að verja titilinn á Lake Karrinyup,“ sagði Olesen. Aðrir þekktir kylfingar sem tilkynnt hafa um þátttöku í mótinu er m.a. franski kylfingurinn Victor Dubuisson. Hann sagði eftirfarandi: „Ég sótti vel að Thorbjörn á lokahringnum síðasta sinn Lesa meira
GA: Þórunn Anna og Sturla efst í Rydernum f. síðasta mótið
Hér að neðan má sjá stöðuna í Rydernum þegar að einungis eitt mót er eftir. Lokamótið fer svo fram næstkomandi laugardag og hefst kl. 11:00. Það verða líkt og áður 12 efstu karlarnir og 12 efstu konurnar sem etja kappi. Staðan eftir 14 hringi af 16 þar sem 8 bestu telja: Þórunn Anna Haraldsdóttir 32 32 34 29 33 33 33 30 30 29 248 8 mót Jónína Ketilsdóttir 34 34 34 33 34 31 33 31 34 36 28 36 258 8 mót Halla Sif Svavarsdóttir 35 34 37 31 30 34 32 36 43 33 34 31 259 8 mót Brynja Herborg 37 31 34 34 33 33 Lesa meira










