Asíutúrinn: Spieth lauk leik í 2. sæti á eftir Song í Singapúr!
Nr. 1 á heimslistanum Jordan Spieth varð í 2. sæti á SMBC Singapore Open á eftir Song Young-han, frá Kóreu sem sigraði í mótinu. Song lék á samtals 12 undir pari, 272 höggum (70 63 69 70) og það var einkum glæsi- 2. hringur Song upp á 63 högg sem réði baggamuninum. Spieth lék mun jafnara golf og var með engar flugeldasýningar; var á samtals 11 undir pari 271 höggi (67 70 70 66), og munaði því aðeins 1 höggi á honum og Song. Í 3. sæti varð kínverski kylfingurinn kunni Liang Wen-chong enn öðru höggi á eftir á samtals 10 undir pari. En þó 2. sætið hafi eflaust verið vonbrigði fyrir Lesa meira
PGA: Frábær albatross Jason Gore
Jason Gore fékk fyrsta albatrossinn á PGA Tour á 2016 keppnistímabilinu. Sá albatross flaug á skorkort Gore í gær eftir að boltinn datt á par-5 18. holunni á Torrey Pines, í La Jolla, þar sem Farmers Insurance Open mótið fer fram. Ekki margir sem þekkja Jason Gore. Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Gore með því að SMELLA HÉR: Sjá má glæsialbatross Gore frá því í gær með því að SMELLA HÉR:
PGA: Scott Brown og KJ Choi efstir á Farmers – Hápunktar 3. dags
Það eru þeir Scott Brown og KJ Choi sem eru efstir og jafnir á móti vikunnar á PGA Tour, Farmers Insurance Open. Báðir eru búnir að spila á 9 undir pari, 207 höggum. Fjórða og lokahringnum, sem átti að spilast í dag var frestað vegna veðurs. Sjá má hápunkta 3. hrings á Farmers Insurance Open með því að SMELLA HÉR: Fylgjast má með stöðunni á Farmers Insurance Open með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Justin Timberlake – 31. janúar 2016
Afmæliskylfingur dagsins er Justin Timberlake. Justin á afmæli 31. janúar 1981 og á því 35 ára stórafmæli í dag!!! Mótið með langa nafnið á PGA Tour er m.a. nefnt eftir Justin þ.e. Justin Timberlake Shriners Hospitals for Children Open. Justin tekur þátt í fjölda Pro-Am móta fyrir góðgerðarmál og þykir af þotuliðinu í Hollywood einn frambærilegasti kylfingurinn. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Heiðar Jóhannsson, GBB, 31. janúar 1955 (61 árs); Michael Louis Allen, 31. janúar 1959 (57 ára); Páll Heiðar (52 ára); Tina Miller 31. janúar 1983 (33 árs); Ásgrímur Jóhannesson (27 ára); Sigurður Ingvi Rögnvaldsson GHD, (23 ára) ….. og ….. Magnús Árni Skúlason Golf 1 óskar afmæliskylfingunum sem Lesa meira
GR: Jón Halldór Sveinsson efstur e. 3. mótið í púttmótaröð GR-karla
Það er Jón Halldór Sveinsson sem er efstur í einstaklingskeppninni í púttmótaröð GR-karla, Ecco-mótaröðinni. Hann hefir púttað á 55 55 60 Sjá má stöðuna í einstaklingskeppninni eftir 3 umferðir með því að SMELLA HÉR: Samhliða einstaklingskeppninni fer fram liðakeppni og er lið nr. 13 efst! Sjá má stöðuna í liðakeppni í púttmótaröð GR-karla með því að SMELLA HÉR:
GR: Auðbjörg á besta skorinu á 2. púttmóti GR-kvenna!
Á heimasíðu Golfklúbbs Reykjavíkur má lesa eftirfarandi frétt frá kvennanefnd GR: „Um 130 konur mættu í Korpuna á annað púttkvöld okkar GR kvenna á þessum vetri og skorið gaf alveg til kynna hvað er í vændum; hækkandi sól og skemmtilegar stundir á golfvellinum. Það er ljóst að við GR konur komum ákafar til leiks á þessu ári og ætlum okkur stóra hluti á golfvellinum. Mest er þó um vert að hittast og halda hópinn, spjalla og spá og það gerum við á púttkvöldunum og það mun örugglega skila okkur meiri samheldni og þar með ánægjulegri samveru á golfvellinum. En að skorinu, það var Auðbjörg Erlingsdóttir sem átti besta hring kvöldsins, Lesa meira
GO: Æfingar fyrir börn á laugardögum
Golfklúbburinn Oddur mun standa fyrir skipulögðum æfingum fyrir börn í ár og hófust æfingar í gær laugardaginn, 30. janúar. Um er að ræða æfingar fyrir börn sem eru að taka sín fyrstu skref í golfíþróttinni, farið á golfnámskeið eða hafa áhuga á að kynnast íþróttinni frekar. Æfingarnar fara fram einu sinni í viku – kl. 10:00 á laugardögum. Æfingarnar verða í nýrri inniaðstöðu GO í Miðhrauni 2 í Garðabæ. Enn má skrá sig á æfingarnar og má komast inn á skráningarlink með því að SMELLA HÉR: Verð á mánuði er kr. 8.000 Golfkennsla verður í höndum þeirra Magnúsar Birgissonar og Phill Hunter hjá MP Golf. Nánari upplýsingar veitir Jón Júlíus Karlsson Lesa meira
Evróputúrinn: Grace vann golfsögulegan sigur í Qatar!
Branden Grace frá Suður-Afríku sigraði á Commercial Bank Qatar Masters, í Doha golfklúbbnum í Qatar í gær 30. janúar 2015, eftir stórglæsilegan lokahring upp á 69 högg. Hann varð fyrsti kylfingurinn í golfsögunni til þess að verja titil sinn í Qatar Masters mótinu. Grace hóf lokahringinn 2 höggum á eftir þeim kylfingi sem búinn var að vera í forystu allt mótið, Skotanum Paul Lawrie, sem átti afleitan lokahring upp á 78 högg meðan allir 4 hringir Grace voru á eða undir 70. Sigurskor Branden Grace var 14 undir pari, 274 högg (70 67 68 69) og þetta var 7. sigur hans á Evrópumótaröðinni. Eftir hringinn sagði Grace m.a.: „Þetta er frábært. Mér er Lesa meira
LPGA: Hull og Nordqvist efstar á Bahamas – Hápunktar 3. dags
Það eru Solheim Cup stjörnurnar í liði Evrópu Charley Hull og Anna Nordqvist sem eru efstar og jafnar á Pure Silk Bahamas LPGA Classic mótinu eftir 3. keppnisdag. Mótinu lýkur í dag, en það stendur 28.-31. janúar 2016 og fer fram á Paradise Island á Bahamas. Báðar hafa þær Hull og Nordqvist leikið á samtals 12 undir pari; 207 höggum; Hull (68 70 69) og Nordqvist (70 69 68). Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Pure Silk Bahamas LPGA Classic mótinu SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá stöðuna á Pure Silk Bahamas LPGA Classic mótinu SMELLIÐ HÉR:
Golfgrín á laugardegi
Jesús og Móses voru að spila golf á himnum þegar þeir koma að par-3 17. holunni, sem er frekar löng yfir vatn og með eyjaflöt. Móses tíar upp og notar 3-tré á slær á flöt. Jesús tekur út 5-járn og segir. „Ég ætla að slá með 5-járni vegna þess að Arnold Palmer myndi slá með 5-járni héðan.“ Jesús tár upp og slær högg sem lendir 8 metra frá flöt og í vatnshindruninni. Jesús snýr sér að Móses og segir: „Hvað segirðu um að kljúfa vatnið þannig að ég geti spilað boltnaum mínum þaðan sem hann liggur.“ Móses svarar: „Ekki séns. Þú varst svo vitlaus að nota ranga kylfu vegna þessarar Lesa meira










