Bandaríska háskólagolfið: Gísli Sveinbergs lauk leik á Gopher Inv. T-27 og Rúnar T-63 – Bjarki varð í 1. sæti á Gopher Individual
Gísli Sveinbergsson, GK, lauk keppni á The Gopher Invitational, sem fram fór dagana 10.-11. september. Þátttakendur voru um 75 úr 15 háskólaliðum og var keppt í Windsong Farm Golf Club í Maple Plain, Minnesota. Gísli lék á samtals 7 yfir pari, 220 höggum (74 70 76) og lauk keppni T-27 þ.e. jafn 5 öðrum. Flottur árangur hjá Gísla; sérstaklega 2. hringur hans!!! Kent State, lið Gísla varð í 4. sæti. Rúnar Arnórsson, GK, tók einnig þátt í þessu móti og lék á 18 yfir pari, 231 höggi (74 77 80) og lauk keppni T-63, þ.e. jafn 5 öðrum í 63. sæti. Rúnar keppti fyrir Minnesota B, sem varð T-9 þ.e. Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Þorsteinn Hallgrímsson – 13. september 2016
Afmæliskylfingur dagsins er Þorsteinn Hallgrímsson, eigandi Hole in One. Þorsteinn er fæddur 13. september 1969 og er því 47 ára í dag. Þorsteinn er kvæntur Ingibjörgu Valsdóttur og þau eiga þau tvö börn: Kristínu Maríu og Val. Þorsteinn Sjá má viðtal Golf 1 við Þorstein með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu Steina til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Þorsteinn Hallgrímsson (45 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Yurio Akitomi, 13. september 1950 (66 ára); Ívar Örn Arnarson, GK f. 13. september 1963 (53 ára) ….. og ….. Bæjarblaðið Mosfellingur Golf 1 Lesa meira
Saga og Patrekur hefja leik á Duke of York mótinu í dag
GR-ingarnir Patrekur Nordquist Ragnarsson og Saga Traustadóttir hefja leik í dag á einu sterkasta unglingamóti sem fram fer á þessu ári. Þau keppa fyrir Íslands hönd á The Duke of York meistaramótinu sem fram fer á hinum sögufræga Royal Birkdale. Keppnin hefst í dag og verða leiknir þrír hringir og er lokakeppnisdagurinn á föstudaginn. Opna breska meistaramótið hefur margoft farið fram á þessum velli en síðast fór mótið fram á vellinum 2008 og mótið fer fram á þessum velli á næsta ári. Alls eru 51 kylfingar sem taka þátt og koma þeir frá 28 þjóðum. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta unglingamót fer fram á þessum velli. Íslendingar hafa Lesa meira
23 ljósmyndir sem sanna að kylfingar eru klikkaðir!
Golf Digest hefir tekið saman 23 ljósmyndir sem sanna að kylfingar eru klikkaðir. Sjá má þessar ljósmyndir með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaug María Óskarsdóttir – 12. september 2016
Það er Guðlaug María Óskarsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Guðlaug María er fædd 12. september 1968 og á því 48 ára afmæli í dag!!!! Guðlaug María er í Golfklúbbi Akureyrar. Hún sigraði m.a. á Arctic Open 2012 og var líka sigurvegari í 1. flokki kvenna. Hún hefir oftar en 1 sinni verið fyrirliði kvensveita GA. Komast má á facebook síðu Guðlaugar Maríu til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Guðlaug María Óskarsdóttir (48 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Dúfa Ólafsdóttir, 12. september 1945 (71 árs); Charles Henry „Chip” Beck, 12. september 1956 (60 ára Lesa meira
Íslandsbankamótaröðin 2016 (6): Andrea Ýr sigurvegari stelpuflokks
Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA, sigraði í stelpuflokki á 6. móti Íslandsbankamótaraðarinnar, sem fram fór á Hvaleyrinni, 10.-11. september, en að venju voru 2 hringir spilaðir í stelpuflokki. Andrea og Hulda Clara Gestsdóttir voru jafnar eftir 36 holu hring; báðar á samtals 15 yfir pari. Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra beggja og sigraði Andrea á 1. holu. Úrslit í stelpuflokki á 6. móti Íslandsbankamótaraðarinnar 2016: Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA (75-82) 157 högg +15 Hulda Clara Gestsdóttir, GKG (83-74) 157 högg +15 *Andrea sigraði á fyrstu holu í bráðbana. Kinga Korpak, GS (82-76) 158 högg +16 Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR (84-79) 163 högg +21 Eva María Gestsdóttir, GKG Lesa meira
Íslandsbankamótaröðin 2016 (6): Lárus Ingi sigraði í strákaflokki
Það var Lárus Ingi Antonsson, GA, sem sigraði í strákaflokki á 6. og síðasta móti Íslandsbankamótaraðarinnar 2016, sem lauk í gær á Hvaleyrinni, en tveir hringir voru að venju spilaðir í strákaflokki (10.-11. september). Lárus Ingi lék á samtals 3 yfir pari, 145 höggum (73 72). Í 2. sæti varð Sigurður Arnar Garðarsson, GKG á samtals 6 yfir pari, 145 höggum (78 70). Úrslitin í strákaflokki voru eftirfarandi: Lárus Ingi Antonsson, GA (73-72) 145 högg +3 Sigurður Arnar Garðarsson, GKG (78-70) 148 högg +6 Tómas Eiríksson, GR (80-71) 151 högg +9 Dagbjartur Sigurbrandsson , GR (80-71) 151 högg +9 Böðvar Bragi Pálsson, GR (75-78) 153 högg +11 Kristján Jökull Marinósson, Lesa meira
Íslandsbankamótaröðin 2016 (6): Daníel Ísak sigraði í drengjaflokki
Heimamaðurinn í GK, Daníel Ísak Steinarsson, sigraði í drengjaflokki á 6. móti Íslandsbankamótaraðarinnar sem lauk í gær 11. september 2016 á Hvaleyrinni. Í drengjaflokki voru spilaðir tveir hringir 10.-11. september 2016. Daníel Ísak lék á samtals 5 yfir pari, 147 höggum (76 71). Sverrir Haraldsson, GM og Andri Már Guðmundsson, GM, Ragnar Már Ríkharðsson og Ingvar Andri Magnússon, GR deildu 2. sætinu á samtals 7 yfir pari, hver. Úrslitin í drengjaflokki á 6. móti Íslandsbankamótaraðarinnar 2016 eru eftirfarandi: 1.Daníel İ́sak Steinarsson, GK (76-71) 147 högg +5 2.-5.Sverrir Haraldsson, GM (78-71) 149 högg +7 2.-5.Andri Már Guðmundsson, GM (76-73) 149 högg +7 2.-5. Ragnar Már Ríkarðsson, GM (75-74) 149 högg +7 Lesa meira
Íslandsbankamótaröðin 2016 (6): Amanda sigraði í telpuflokki
Það var Amanda Guðrún Bjarnadóttir, GHD, sem sigraði á 6. móti Íslandsbankamótaraðarinnar 2016. Amanda er í Golfklúbbnum Hamri á Dalvík. Sigurskorið voru samtals 20 yfir pari, 162 högg (85 77) Í 2. sæti varð Zuzanna Korpak, GK, 3 höggum á eftir. Sjá má heildarúrslitin í flokki 15-16 ára telpna á 6. móti Íslandsbankamótaraðarinnar 2016 hér að neðan: Amanda Guðrún Bjarnadóttir, GHD (85-77) 162 högg +20 Zuzanna Korpak, GS (87-78) 165 högg +23 Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS (88-87) 175 högg +33 Alma Rún Ragnarsdóttir, GKG (86 -91) 177 högg +35 Herdís Lilja Þórðardóttir, GKG (92-91) 183 högg +41
PGA: DJ sigraði á BMW
Það var bandaríski kylfingurinn Dustin Johnson (DJ) sem sigraði á BMW Open, 3. móti FedEx Cup umspilsins. DJ lék á samtals 23 undir pari, 265 höggum (67 63 68 67). Paul Casey varð í 2. sæti á samtals 20 undir pari og Roberto Castro á samtals 17 undir pari. Alls spiluðu 12 kylfingar á tveggja stafa tölu undir pari. Sjá má lokastöðuna á BMW Open með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta lokahrings BMW Open með því að SMELLA HÉR:










