Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 8. 2014 | 14:30

Pádraig Harrington sigraði á Indonesian Open í 1. sinn í 4 ár … og fór upp um 111 sæti á heimslistanum!!!

Írski kylfingurinn Pádraig Harrington, 43 ára, vann sinn fyrsta sigur í 4 ár á Indonesian Open.

Vegna sigur síns fór Harrington upp um 100 sæti á heimslistanum en hann er nú kominn í 260. sætið, eftir sigur á lokaholunni þegar bolti aðalkeppnautar hans, Thanyakon Khrongpha fór í vatnshindrun.

Síðasti sigur Harrington var á Johor Open 2010.  Eftir fremur slælegt gengi á goflmótum síðan þá var hinn þrefaldi risamótsmeistari Harrington dottinn niður í 371. sætið á heimslistanum.

Í viðtali við dagblaðið The Dubliner sagði Harrington í gær: „Að sigra er góður vani.  Það gefur manni mikið sjálfsöryggi og ég þarfnaðist þess sjálfsöryggis.  Ég byrjaði ekkert of vel, en hélt út og sigraði.  Þessi sigur færir mér mikið sjálfstraust og vonandi skilar það sér á næsta ári.“

Harrington ætlar ekki að slá slöku við í 49 daga fríi sem hann hyggst nú taka.  Hann sagði fréttamönnum að hann ætlaði sér að slá 100.000 högg í fríinu