Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 7. 2017 | 09:00

Pádraig Harrington meiddur á olnboga eftir að áhugamaður sló í hann á æfingasvæði

Þrefaldi risamótssigurvegarinn Pádraig Harrington hefir sagt frá olnbogameiðslum sem hann hlaut á æfingsvæði eftir að hann var að reyna að leiðbeina áhugakylfingi.

Meiðslin hafa leitt til þess að hann varð að draga sig úr FedEx St Jude Classic mótinu, sem hefst í Memphis á morgun eftir að sauma varð 6 spor í hann.

Meðan að ég var að þjálfa áhugamann í golfi (í Washington DC) þ.e. kenna honum hvernig lækna mætti húkkið í honum, fór ég of nálægt honum til þess að kenna honum að feida boltann,“ skrifaði Harrnington á vefsíðu sína.

En þegar ég færði mig frá honum var hann enn í sveiflu og hitti mig beint á olnbotann.

Fyrsta hugsunin mín var að olnboginn væri í rúst og þetta væri endirinn á keppnisferlinum. Það leið næstum yfir mig af sársauka og sjokkinu.

Ég setti ís á olnbogann og þrýsti á hann til að minnka líkur á bólgum.“

Eftir röntgenmynd á spítala, þá var mér til ánægju sagt að hann (olnboginn) væri ekki brotinn en það yrði að taka 6 spor.“

Mér hefir verið ráðlagt að fara varlega og það tekur 10-12 daga fyrir saumana að jafna sig.

Þetta þýðir að Harrington getur komið sér í form á meðan fyrir Opna breska sem fram fer á Royal Birkdale, í  næsta mánuði og þar sem Harrington tókst að vinna Claret Jug í 2. sinn, 2008.