Padraig Harrington ekki aðdáandi Sergio Garcia
Það voru ekki allir að dást að og flaðra upp um Sergio Garcia eftir sigur hans á Masters mótinu.
S.l. helgi vann Spánverjinn Sergio Garcia fyrsta risamót sitt og áhorfendur Masters voru alveg jafn hrifnir og hann, sem var þarna að vinna risamót í 74. tilraun sinni.
Írinn Padraig Harrington er einn þeirra sem ekki hefir mikið álit á Garcia. Þó hann hafi óskað honum til hamingju sagði hann Garcia „taka tapi illa“ og gæti ekki höndlað það af jafnmikilli yfirvegun og aðrir.
Harrington gat ekki tekið þátt í Masters vegna þess að hann var meiddur, en fylgdist með Masters.
„Ég var alltaf eins kurteis og ég gat verið og örlátur, en hann var alltaf sár „lúser„. Og hann hélt áfram að vera tapsár.“
„Þannig að augljóslega eftir það hafa samskipti okkar verið erfið. Ryder Cup breytti engu um það.“
Samkeppni þeirra og samskiptaörugleikar eiga rót að rekja til Opna breska 2007 í Carnoustie, þar sem Harrington bar sigur úr býtum. Í 4 holu bráðabananum vann Harrington upp 6 högga forskot Garcia og sigraði á Opna breska.
Það er frá þeim tímapunkti og reyndar einnig vegna sigurs Harrington á Garcia í PGA móti, sem þetta álit Írans á Garcia er upprunnið.
Harrington segir alltaf erfitt að hitta Garcia. „Við heilsumst á hverjum degi en það er gegnum samanbitnar varir; það er ekki nokkur vafi á því. Ég veit að hann fylgist með hvað ég er að gera og ég fylgist með honum. Þetta er bara svona. Þetta er samkeppni.„
„Ég og Sergio höfum verið á túrnum jafnlengi. Við erum algerar andstæður. Hann er eldheitur og allt virðist honum auðvelt. Það voru tímabil þar sem hann æfði ekki. Við vorum þvílíkar andstæður. Ég vann og vann yfir mig. Reyndi að ná því besta úr öllu.„
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
