Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 23. 2014 | 11:30

Pablo Larrazabal: „Af hverju koma svona skrítnir hlutir alltaf fyrir mig?“

Pablo Larrazabal virðist ekki geta tekið þátt í golfmóti án þess að skrítnir hlutir fara allt í einu að gerast.

Skemmst er að minnast þegar hann tók þátt í Maybank Malaysian Open og varð að stökkva út í vatnshindrun vegna þess að geitungasvarmur réðist á hann. Sjá frétt Golf1 með því að SMELLA HÉR: 

Larrazabal tekur nú þátt í BMW PGA Championship og deilir 14. sætinu, eftir 1. hring sem er ágætis árangur.

Hins vegar verður að telja að lega á bolta hans fyrir 3. högg hans á 18. braut Wentworth hafi verið fremur skrítin …. einhvern veginn lenti hún milli læra á áhorfanda.

Larrazabal tvítaði meðfylgjandi mynd af legunni ásamt eftirfarandi skilaboðum: „Af hverju koma svona skrítnir hlutir alltaf fyrri mig? Þetta var lega mín fyrir 3. höggið á 18. hehehehe…..“