Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 5. 2015 | 15:00

Ótrúlegur ás hjá Richard Green

Richard Green tók þátt í Oates Vic mótinu á Ástralasíu mótaröðinni og fékk alveg hreint ótrúlegan ás.

Þannig var að hann var að spila í Pro/Am hluta mótsins og var að spila par-4 15. braut Thirteenth Beach Golf Links vallarins.

Boltinn fór ofan í glompu og skáskaust síðan upp á flöt og beint ofan í holu.

Þetta var því bæði ás og albatross og í raun bæði heppni og grís!!!

Sjá má ás/albatross Green á Oates Vic með því að SMELLLA HÉR: