Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 7. 2013 | 17:30

Óskar Marinó lék í 2 meistaramótum

Óskar Marinó Jónsson, GS og GSG tók þátt í báðum Meistaramótum klúbbanna, sem hann er félagi í.

Hann spilaði í sínum aldursflokki þ.e. 14 ára og yngri hjá GS og þar lék hann í sl. viku þ.e. frá mánudegi til föstudags.  Óskar Marinó og Páll Orri  Pálsson voru efstir og jafnir í 1. sæti eftir hefðbundnar 72 holur, báðir á 27 yfir pari, 315 höggum og því varð að koma til bráðabana milli þeirra. Svo fór að Óskar Marinó hafnaði í 2. sæti.

Hjá GSG hófst Meistaramótið á miðvikudaginn s.l. og lauk  í gær (3.-6. júní 2013), en þar spilaði Óskar Marinó í Meistaraflokki karla og lauk þar keppni í 4. sæti.

Glæsilegt hjá Óskari Marinó, sem jafnframt er að gera marga góða hluti á Íslandsbankamótaröð unglinga!!!