Opna breska til N-Írlands?
Skv. frétt á ESPN mun Opna breska risamótið fara fram í Royal Portrush golfklúbbnum á Norður-Írlandi annaðhvort 2018 eða 2019.
Ef af verður, verður þetta í fyrsta sinn sem Opna breska hefir verið haldið utan Englands eða Skotlands í 62 ár þegar það var síðast haldið á Norður Írlandi.
Fyrri orðrómum um að Claret Jug (verðlaunagripur Opna breska) væri á leið til Norður-Írlands var vísað á bug af klúbbnum sjálfum og jafnframt Royal&Ancient, en mikill lobbyismi af hálfu Rory McIlroy, Graeme McDowell og Darren Clarke fyrir því að mótið fari fram á N-Írlandi virðist byrjaður að bera ávöxt.
Það sem virðist hafa sannfært forsvarsmenn R&A að Opna breska risamótið gæti farið fram á Portrush er að Irish Open fór þar fram á síðasta ári og um 100.000 áhorfendur komust þægilega fyrir jafnvel þegar veðuraðstæður urðu heldur leiðinlegar.
Jamie Donaldson vann Irish Open í fyrra með skori upp á 18 undir pari og Englendingurinn Max Faulkner vann Claret Jug síðasta þegar Opna breska fór fram á Royal Portrush, þ.e. árið 1951 (fyrir 62 árum).
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
