Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 19. 2018 | 21:00

Opna breska: Kisner efstur e. 1. dag – Haraldur Franklín T-50!!!

Það er bandaríski kylfingurinn Kevin Kisner, sem er efstur eftir 1. dag Opna breska.

Kisner hefir spilað á glæsilegum 5 undir pari, 66 höggum.

Í 2. sæti eru 3 kylfingar: Tony Landau frá Bandaríkjunum, Erik van Rooven og Zander Lombard frá S-Afríku, en þeir eru allir 1 höggi á eftir Kisner þ.e. á 4 undir pari, 67 höggum, hver.

Haraldur Franklín Magnús er á 1 yfir pari, 72 höggum, sem er stórglæsilegur árangur!!! Hann er sem stendur T-50 þ.e. jafn 21 öðrum kylfingum í 50. sæti!!!! Þeir sem deila 50. sætinu með Haraldi Franklín eru m.a. Jordan Spieth, Lee Westwood, Justin Rose og Brooks Koepka.

Haraldur var kominn í 4 yfir par eftir fyrri 9 holurnar, en þá virtist sem hann lifnaði við því á seinni 9 fékk hann hvorki fleiri né færri en 5 fugla og því miður líka 2 skolla þannig að +1 er glæsiárangurinn eftir 1. dag!!! Annar skollinn, kom s.s. við var að búast á „Barry Barn“, sem er ein erfiðasta par-3 hola heims!!!

Þetta er alveg hreint magnaður árangur hjá Haraldi Franklín og óskar Golf 1 honum áframhaldandi góðs gengis!!!

Til þess að sjá stöðuna á Opna breska eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: