Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2014 | 07:00

Opna breska hefst í dag! Fylgist með á skortöflu!

Loksins er komið að því sem margur kylfingurinn hefir beðið eftir…. 3. risamót ársins Opna breska hefst í dag.

Opna breska í ár er 143. mótið sem haldið hefir verið, enda Opna breska það elsta af risamótunum 4 og það sem hefir mestu hefð.

Í ár fer Opna breska fram á golfvelli Royal Liverpool golfklúbbsins í Merseyside, Englandi.

Þetta er í 12. sinn sem mótið fer fram í Hoylake (þ.e. Royal Liverpool).

Í mótinu í ár taka þátt kylfingar frá 27 þjóðríkjum í heiminum en flestir eða 56 koma frá Bandaríkjunum. og næstflestir eða 19 frá Englandi.

Oftast hefir Harry Vardon, sem samnefnt golfgrip er kennt við, unnið Opna breska eða 6 sinnum (1896. 1898, 1899 1903, 1911 og 1914 (en í ár eru einmitt 100 ár frá síðasta sigri Vardon á Opna breska!).

Í seinni tíð er það Ryder bikars fyrirliði Bandaríkjanna í ár, Tom Watson, sem sigrað hefir oftast eða 5 innum (1975, 1977, 1980, 1982 og 1983).

Til þess að sjá rástíma keppenda og skipan þeirra í ráshópa á Opna breska 1. keppnisdag SMELLIÐ HÉR:

 Til þess að fylgjast með Tiger og hinum á Opna breska á skortöflu SMELLIÐ HÉR: