Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2019 | 20:00

Opna breska 2019: Lowry sigraði!

Það var írski kylfingurinn Shane Lowry, sem stóð uppi sem sigurvegari á 148. Opna breska risamótinu.

Sigurskorið var samtals 15 undir pari, 269 högg (67 67 63 72).

Sigurinn var sannfærandi því Lowry átti heil 6 högg á næsta keppanda sem varð í 2. sæti en það var Tommy Fleetwood, sem lék á samtals 9 undir pari.

Í 3. sæti varð bandaríski kylfingurinn Tony Finau á samtals 7 undir pari. Brooks Koepka og Lee Westwood deildu síðan 4. sætinu á samtals 6 undir pari, hvor.

Til þess að sjá lokastöðuna á Opna breska SMELLIÐ HÉR: