Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2017 | 09:00

Opna breska 2017: Koepka, Kuchar og Spieth efstir – Hápunktar 1. dags

Það eru Bandaríkjamennirnir Matt Kuchar, Jordan Spieth og Brooks Koepka sem leiða eftir 1. dag á 3. risamóti karlagolfsins 2017.

Allir hafa þeir spilað völl Royal Birkdale á 5 undir pari.

Einn í 4. sæti er síðan Charl Schwartzel frá S-Afríku, 1 höggi á eftir.

Ian Poulter er síðan meðal 6 kylfinga sem deila 5. sæti á 3 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Opna breska 2017 SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Opna breska 2017 SMELLIÐ HÉR: