Opna breska 2017: Ian Poulter: „Helgin var hræðileg“
Eftir að hafa komið sér meðal efstu manna á skortöflu Opna breska var Ian Poulter í góðu skapi eftir að hafa 5 sinnum misst af undanfarandi risamótum.
„Ég er í bónus viku,“ sagði Poulter fyrir sl. helgi (22.-23. júli). „Ég hlaut þátttökurétt á Opna breska. Ég elska það. Þetta er gríðarlegur bónus fyrir mig að vera í þessari stöðu. Ég hef ekki tekið þátt í risamótum um stund. Og ég get ekki beðið. Ég er spenntur. Tilbúinn. Mér finnst leikurinn vera að koma aftur. Ég er tilbúinn að keppa við hvern sem er nú um helgina.“
Nú nokkrum dögum síðar hefir skapið breyst. Poulter lauk keppni á Opna breska með hringjum upp á 71 og 70 og varð T-14 þ.e. jafn öðrum í 14. sæti, 10 höggum á eftir sigurvegaranum Jordan Spieth og það sem meira er hann fær ekki sjálfkrafa þátttökurétt á Opna breska sem fer fram á næsta ári, 2018, á Carnoustie.
Ekki er vellinum á Royal Birkdale að kenna um slaka spilamennsku Poulter né aðstæðum, sérstaklega á laugardeginum, eins og sjá mátti á sögulegu skori Branden Grace, 62 höggum – Poulter sér eftir öllu um helgina, sérstaklega frammistöðu sína, sem hann sagði hafa verið „hræðilega.“
Hann sagði m.a.: „Ég get enn keppt við bestu kylfinga heimsins, en ég hef ekki sýnt það á nokkurn hátt þessa helgi. Það var enginn vindur. Flatirnar voru mjúkar á laugardeginum. Ég ætti virkilega að hafa nýtt mér það en ég gerði það ekki. Það veldur vonbrigðum.„
„Ég býst við meiru af sjálfum mér, en hvernig ég stóð mig um helgina. Ég hef ekkert til að vera ánægður með eða stoltur af. Ég kem úr þessu móti afar vonsvikinn, eftir frábæra byrjun.“
„Fyrstu tveir dagarnir voru ótrúlegir, ekki satt? En helgin var hræðileg Þannig að það fengust engin frábær úrslit. Ég hlaut ekki sjálfkrafa keppnisrétt á næsta ári, þannig að ég er vonsvikinn. Áhangendurnir voru frábærir. Ég vildi að ég gæti hafa gert meir fyrir áhangendurna vegna þess að þeir héldu mér við efnið alla 4 dagana. Þeir voru virkilega ótrúlegir.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
