Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 22. 2017 | 15:30

Opna breska 2017: Branden Grace á 62 – skrifar sig í golfsögubækurnar!!!

Branden Grace lauk 3. hring á stórglæsilegu skori, 62 höggum og skrifaði sig þar með í sögubækurnar, því þetta er í fyrsta sinn sem nokkur nær þessu skori á Opna breska!

Hinn 29 ára Grace, frá S-Afríku spilaði Royal Birkdale skollalaust, var inn á flöt á réttum höggafjölda í öllum nema 2 tilvikum, auk þess sem hann var með 8 fugla á frábærum hring sínum.

Veðbankar telja líkurnar á að Grace sigri á Opna breska séu 300:1 en Grace fór af flöt aðeins 2 höggum á eftir forystumanninum, Jordan Spieth.

Spieth á hins vegar eftir að spila sinn hring.

Síðan það besta: eftir sögulegan hring sinn talaði Grace við golffréttamenn og viti menn; hvann vissi ekki einu sinni að 62 högg væru risamótsmet!!!

Fylgjast má með Opna breska á skortöflu með því að SMELLA HÉR: