Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2016 | 08:00

Opna breska 2016: Sjáið Rory brjóta 3-tréð sitt á 3. hring

Golf getur verið býsna pirrandi á köflum.

Jafnvel þeir allra bestu eiga á tímum erfitt með að hemja skap sitt og tilfinningar þegar ekki gengur allt sem skyldi á golfvellinum.

En það er alltaf ljótt að sjá þá, sem eiga að vera fyrirmynd allra hinna, vera með kylfukast eða brjóta kylfur.

Það gerðist einmitt á sjálfu Opna breska í gær þegar högg Rory McIlroy tókst ekki sem skyldi.

Hann braut þá 3-tréð sitt þegar hann sló því í jörðina. Frekar dapurt að sjá þetta …. og það á risamóti!

Sjá má Rory brjóta 3-tréð sitt með því að SMELLA HÉR: