Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 19. 2014 | 17:00

Opna breska 2014: Rory sigurstranglegastur

Telja verður norður-írska kylfinginn Rory McIlroy sigurstranglegastan fyrir lokahring Opna breska, sem leikinn verður á morgun.

Dagurinn í dag var m.a. merkilegur fyrir þær sakir að ræst var út bæði af 1. og 10. teig þ.e. 2 teigum í einu vegna slæmrar veðurspár og er þetta í fyrsta sinn af þeim 143 Opna bresku risamótum, sem haldin hafa verið,  sem það hefir verið gert.

Rory átti alveg hreint ótrúlegan hring á 3. deginum í Hoylake,  þar sem hann átti enn einn glæsihringinn undir 70; lék á 68 höggum,  fékk 2 erni (á 16. og 18. braut), 3 fugla og 3 skolla.

Samtals er Rory búinn að spila á 16 undir pari, 200 höggum  (66 66 68).

Í 2. sæti á samtals 10 undir pari er Rickie Fowler og þriðja sætinu á samtals 9 undir pari, hvor, deila þeir Sergio Garcia og Dustin Johnson.

Frakkinn Victor Dubuisson er einn í 5 sæti á samtals 8 undir pari og einnig einn í 6. sæti er Ítalinn  Edoardo Molinari á samtals 7 undir pari.

Henrik Stenson er einn af 6 kylfingum sem deila 52. sætið á samtals 2 yfir pari og Tiger er einn af 5 kylfingum sem eru höggi á eftir í 58. sæti á samtals 3 yfir pari.

Til þess að sjá stöðuna á Opna breska 2014 fyrir lokahringinn SMELLIÐ HÉR: