Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 18. 2014 | 21:30

Opna breska 2014: Els, Bubba, Webb og Westwood farnir heim – Els sló í áhorfanda

Ernie Els virtist algerlega sjokkeraður eftir slæmt spil sitt á Opna breska í ár.

Hann byrjaði illa, hitti áhorfanda í kjálkann í fyrsta höggi sínu, en sá er búinn að jafna sig og meiðslin aðeins minniháttar.

Samtals lék Els á 8 yfir pari, 152 höggum (79 73) eða á 20 högga verra skori en Rory McIlroy sem leiðir í hálfleik.

Phil Mickelson

Phil Mickelson

Phil Mickelson (sem komst í gegnum niðurskurð á samtals sléttu pari, með skor upp á 74 70) var í holli með Els og reyndi að hressa upp á stemminguna hjá honum.

„Hann var í sjokki,“ sagði Mickelson.  „Ég reyndi að segja „Ekki hafa áhyggjur af þessu – ég er alltaf að gera þetta! En það hjálpaði ekkert, geri ég ráð fyrir.“

Bubba Watson

Bubba Watson

Els náði hring upp á 73 högg nú í dag á 2. hring og þunglyndislegt skap hans var í skarpri andstöðu við Bubba Watson, meistara Masters mótsins, sem var bara hress að vanda, þó hann væri úr leik á 4 yfir pari (76 72).

Bubba og Webb Simpson, sem komst heldur ekki í gegnum niðurskurð með skor upp á 76 77 hlógu bara að lélegum leik sínum, en þeir deildu húsi í Hoylake þessa vikuna.

„Ég og Webb vorum bara að grínast með hversu illa við lékum,“ sagði Bubba.

Lee Westwood

Lee Westwood

Enn einn vongóður kappi fór heim í dag og spilar ekki um helgina en það er Lee Westwood.

Aðeins munaði 1 höggi að Lefty kæmist í gegn, en hann var á 3 yfir pari (71 76).

Sjá má stöðuna eftir Opna breska eftir 2. keppnisdag með því að SMELLA HÉR: