Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 18. 2014 | 22:00

Opna breska 2014: Dustin Johnson í 2. sæti e. 2. dag og á besta skori mótsins!

Bandaríski kylfingurinn Dustin Johnson er sem stendur í 2. sæti eftir 2. dag Opna breska.

Johnson er samtals búinn að spila á 8 undir pari 136 höggum (71 65).

Hann á besta skor mótsins, 65 högg sem hann átti í dag á lýtalausum hring þar sem hann fékk 7 fugla á Royal Liverpool

„Ég var virkilega ekki að setja niður nein löng pútt,“ sagði Johnson við blaðamenn eftir besta hring mótisns til þessa.

„Lengsta púttið sem ég setti niður var kannski 5-7 metra. Allt annað voru 2- 2 1/2 metra pútt.“

„Ég var að slá virkilega vel í dag og gæti ekki verið ánægðari með stöðun asem ég er í.“

Johnson er 4 höggum á eftir forystumanni 2. dags Rory McIlroy.

Johnson sagði jafnframt að hann hefði þurft að hafa stjórn á skapi sínum þegar vindurinn fór upp í 32 km/klst á linksaranum.

„Þessi kylfingurinn gefur manni ekki of mörg tækifæri til að sleppa drævernum,“ sagði áttfaldi sigurvegarinn á PGA Tour (Johnson) „jafnvel á holum þar sem maður er með vindinn í bakið.!

„Ég náði nokkrum góðum (höggum). Ég skemmti mér og reynd bara að vera afslappaður.“

„Ég er að sveifla vel. Mér líður þægilega yfir golfboltanum.“

Johnson hefir vegna högglengdar sinnar tækifæri til að sigra á hvaða golfvelli sem er, en hann þyrstir orðið í fyrsta risamótstitil sinn.

„Í dag tók ég mér tíma á flötunum, vildi bara vera viss um að ég væri að lesa þær rétt,“ sagði Johnson.

„Ég treysti púttunum mínum ekki í gær en í dag las ég púttin vel og reyndi að velja línu og halda mér við hana, “ sagði Dustin Johnson loks.