Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 18. 2014 | 07:00

Opna breska 2014: 2. hringur hafinn – Fylgist með á skortöflu hér!

Eftir 1. keppniesdag Opna breska er það norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy, sem leiðir á 6 undir pari, 66 höggum.

Fast á hæla honum í 2. sæti,  á 5 undir pari, 67 höggum, er Matteo Manassero og í 3. sæti, á 4 undir pari, 68 höggum eru 7 kylfingar þ.á.m. Adam Scott og Sergio Garcia.

Tiger Woods er einn af 9 kylfingum, sem deila 10. sætinu á 3 undir pari, en í þeim hóp eru m.a.. Rickie Fowler Jimmy Walker og Jim Furyk.

Skorið verður niður eftir daginn í dag og fróðlegt að sjá hverjir komast í gegnum niðurskurð á 3. risamóti ársins.

Til þess að sjá rástíma keppenda og skipan þeirra í ráshópa á Opna breska 2. keppnisdag SMELLIÐ HÉR:

Til þess að fylgjast með Opna breska á skortöflu SMELLIÐ HÉR: