Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 5. 2022 | 05:30

Opna bandaríska risamót kvenna 2022: Minjee Lee efst e. 3. dag

Ástralski kylfingurinn Minjee Lee er nú ein efst á toppnum á Opna bandaríska risamóti kvenna, þegar aðeins á eftir að spila lokahringinn.

Minjee er búinn að spila á samtals 13 undir pari, 200 höggum (67 66 67). Með þessu skori setti Minjee nýtt met yfir lægsta skor eftir spilaðar 54 holur á Opna bandaríska risamóti kvenna. Fyrra met 201 högg átti Juli Inkster og setti það árið 1999.

Minjee Lee  á 3 högg á bandaríska kylfinginn Minu Harigae, sem er ein í 2. sæti.

Í 3. sæti er síðan enski kylfingurinn Bronte Law, á samtals 7 undir pari.

Sjá má stöðuna að öðru leyti á Opna bandaríska risamóti kvenna með því að SMELLA HÉR: