Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 3. 2022 | 23:59

Opna bandaríska risamót kvenna 2022: Lee og Harigae leiða í hálfleik

Nú er Opna bandaríska kvenrisamótið (ens.: United States Women´s Open Championship) hálfnað.

Þetta er í 76. sinn sem þetta elsta risamót kvennagolfsins fer fram; að þessu sinni á Southern Pines golfvellinum í Norður-Karólínu. Mótinu var komið á laggirnar 1946.

Í háfleik eru það þær Minjee Lee frá Ástralíu og Mina Harigae frá Bandaríkjunum, sem leiða, en báðar eru búnar að spila á samtals 9 undir pari.

Þær hafa 2 högga forskot á hina sænsku Önnu Nordqvist og Hye-Jin Choi frá S-Kóreu, en báðar hafa þær samtals spilað á 7 undir pari, hvor.

Sjá má stöðuna á Opna bandaríska kvenrisamótinu að öðru leyti með því að SMELLA HÉR: 

Í aðalmyndaglugga: Mina Harigae og Minjee Lee. Mynd: LPGA