Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 6. 2017 | 07:00

Opna bandaríska 2017: Luke Donald ekki með – komst ekki g. úrtökumót

Fyrrum nr. 1 á heimslistanum Luke Donald verður ekki með í Opna bandaríska risamótinu, sem hefst í næstu viku og stendur 15. -18. júní, þar sem honum tókst ekki að komast í gegnum úrtökumót.

Hinum 39 ára Donald, sem nú er nr. 75 á heimslistanum, tókst ekki að vera meðal 14 efstu af 120 sterkum kylfingum sem kepptu í úrtökumótinu á the Brookside and Lakes courses í Columbus.

Donald var 5 undir pari eftir 2 hringi úrtökumótsins, 3 höggum frá niðurskurðarlínunni, sem þýðir að hann verður af 2. risamóti ársins, sem að þessu sinni fer fram að Erin Hills, í Wisconsin.

Luke Donald á enn eftir að sigra í risamóti, en það hefir honum ekki lukkast á ferli sínum – besti árangurinn í Opna bandaríska kom árið 2013 þegar hann var í 8. sæti á Merrion.

Skotinn Martin Laird mun hins vegar keppa á Opna bandaríska eftir að honum tókst að setja saman frábært skor upp á 134 högg (67 67) og var á 10 undir pari og eins Keegan Bradley og Stewart Cink.

Fyrrum Ryder Cup keppandinn Steve Stricker, 50 ára, kemur einnig til með að spila á Opna bandaríska þar sem hann varð efstur í úrtökumóti í Germantown Country Club and Ridgeway með samtals skor upp á 132 högg